100% Þórir Garðarsson skrifar 11. október 2017 12:05 Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta. Þetta er tómt rugl og byggist á þekkingarleysi. Allur innheimtur virðisaukaskattur skilar sér 100% í ríkissjóð. Það sem ruglar umræðuna er hvernig virðisaukaskattur skilar sér. Hvert og eitt fyrirtæki leggur virðisaukaskatt á þjónustu sína. Ef fyrirtækið innheimtir sjálft lægri virðisaukaskatt en það greiðir öðrum fyrirtækjum, til dæmis vegna fjárfestinga eða umfangsmikilla rekstrarútgjalda, þá fær það mismuninn endurgreiddan. Annars væri um tvígreiðslu sama virðisaukaskatts að ræða. Fyrirtæki sem fær endurgreiðslu hagnast ekki um eina krónu á því, þar sem það er þá þegar búið að borga þennan virðisaukaskatt til einhvers annars fyrirtækis og á rétt á því að draga hann frá útskatti sínum. Það er ekkert til sem heitir neikvæður virðisaukaskattur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um að tvöfalda virðisaukaskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta „jafnræðis“ við aðrar atvinnugreinar og hætt verði að „ívilna“ henni með lægra skattþrepinu. Það hefur ekkert með fyrirtækin að gera, heldur er einfaldlega verið að tala um að ferðamenn - neytendur - borgi tvöfalt meira í virðisaukaskatt. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vægast sagt óskynsamlegt að ætla að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn. Ferðaþjónustan er í alþjóðlegri samkeppni um viðskiptavini. Til að vera samkeppnishæf þarf hún því að búa við sama virðisaukaskattstig og í öðrum löndum, sem er alls staðar í neðra þrepinu. Með hækkun virðisaukaskattsins myndi kostnaður ferðamanna hér á landi hækka verulega. Nú þegar hefur hár kostnaður vegna sterkrar krónu og launahækkana haft lamandi áhrif á ferðaþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Með hærri virðisaukaskatt í ofanálag er engin spurning að ferðamaðurinn verður fráhverfur viðskiptunum og leitar annað en til Íslands. Það eykur ekki tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti. Engar áhyggjur þarf að hafa af því að ferðamenn skili ekki nú þegar góðum tekjum til hins opinbera. Í fyrra voru vsk tekjur ríkissjóðs af viðskiptum ferðamanna um 40 milljarðar króna og heildartekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni um 100 milljarðar króna.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta. Þetta er tómt rugl og byggist á þekkingarleysi. Allur innheimtur virðisaukaskattur skilar sér 100% í ríkissjóð. Það sem ruglar umræðuna er hvernig virðisaukaskattur skilar sér. Hvert og eitt fyrirtæki leggur virðisaukaskatt á þjónustu sína. Ef fyrirtækið innheimtir sjálft lægri virðisaukaskatt en það greiðir öðrum fyrirtækjum, til dæmis vegna fjárfestinga eða umfangsmikilla rekstrarútgjalda, þá fær það mismuninn endurgreiddan. Annars væri um tvígreiðslu sama virðisaukaskatts að ræða. Fyrirtæki sem fær endurgreiðslu hagnast ekki um eina krónu á því, þar sem það er þá þegar búið að borga þennan virðisaukaskatt til einhvers annars fyrirtækis og á rétt á því að draga hann frá útskatti sínum. Það er ekkert til sem heitir neikvæður virðisaukaskattur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um að tvöfalda virðisaukaskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta „jafnræðis“ við aðrar atvinnugreinar og hætt verði að „ívilna“ henni með lægra skattþrepinu. Það hefur ekkert með fyrirtækin að gera, heldur er einfaldlega verið að tala um að ferðamenn - neytendur - borgi tvöfalt meira í virðisaukaskatt. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vægast sagt óskynsamlegt að ætla að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn. Ferðaþjónustan er í alþjóðlegri samkeppni um viðskiptavini. Til að vera samkeppnishæf þarf hún því að búa við sama virðisaukaskattstig og í öðrum löndum, sem er alls staðar í neðra þrepinu. Með hækkun virðisaukaskattsins myndi kostnaður ferðamanna hér á landi hækka verulega. Nú þegar hefur hár kostnaður vegna sterkrar krónu og launahækkana haft lamandi áhrif á ferðaþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Með hærri virðisaukaskatt í ofanálag er engin spurning að ferðamaðurinn verður fráhverfur viðskiptunum og leitar annað en til Íslands. Það eykur ekki tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti. Engar áhyggjur þarf að hafa af því að ferðamenn skili ekki nú þegar góðum tekjum til hins opinbera. Í fyrra voru vsk tekjur ríkissjóðs af viðskiptum ferðamanna um 40 milljarðar króna og heildartekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni um 100 milljarðar króna.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður SAF
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun