Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Anton Ingi Leifsson skrifar 28. október 2017 16:40 Guðjón Valur skýtur að marki í dag Vísir/Laufey Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. Guðjón Valur var að vonum ósáttur við úrslitin en tekur engu að síður margt jákvætt úr leiknum. „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði Guðjón í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. Guðjón Valur var að vonum ósáttur við úrslitin en tekur engu að síður margt jákvætt úr leiknum. „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði Guðjón í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30