Erlendir fjölmiðlar: Íslendingar ganga til kosninga eftir röð skandala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2017 16:00 Það var kátt á hjalla í gær hjá fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Vísir/Ernir „Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn. Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira