Píratar og loftslagsmál Einar Brynjólfsson skrifar 26. október 2017 14:13 Niðurstöður nýlegrar könnunar sýna að meirihluti landsmanna hefur áhyggjur að loftslagsmálum. Svo virðist sem almenningur sé að vakna til vitundar um þá vá sem vofir yfir komandi kynslóðum ef við tökum ekki á vandanum sem að okkur steðjar. Við Píratar höfum markað afgerandi stefnu í þessum málaflokki, líkt og mörgum öðrum, og samkvæmt óháðri úttekt vefsíðunnar loftslag.is eru „Píratar með metnaðarfyllstu stefnuna“ í loftslagsmálum, af öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum. Þar stendur meðal annars: „Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.“ „Minnka skal losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamninginn fyrir árið 2025 (um 40% prósent) og að önnur losun þessara efna verði því sem næst engin árið 2040.“ „ … ökutæki og vélar sem nýta jarðefnaeldsneyti skulu bera mengunarrentu í formi kolefnisskatts sem fer stighækkandi eftir því sem eldsneytisneysla og losun loftmengunarefna er meiri.“ „Byggja skal upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip.“ „Ríkið skuli með svipuðum hætti stuðla að og styðja mengunarminni almenningsamgöngur.“ „Innleiða skal strax 6. viðauka við Marpol samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að hafið umhverfis Ísland verði ECA svæði og að skipum sem sigla þar um leyfist að losa brennisteinsmagn innan við 0,1%.“ „Meðferð og notkun svartolíu skal vera með öllu bönnuð í landhelgi Íslands fyrir árið 2025.“ „Skip sem sigla um íslenska landhelgi án þess að leggja að höfn eiga að greiða “landhelgisgjald” og það sé hærra fyrir skip sem ekki hafa bláfána, umhverfisvottun eða önnur óvéfengjanleg vottorð sem sýna fram á að ákvæði MARPOL séu uppfyllt í skipinu.“ „Ísland skal setja metnaðarfull markmið til að minnka skjótlega alla losun gróðurhúsalofttegunda í það minnsta í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2016 auk þess sem stórátak verður gert í að minnka losun sem ekki fellur undir Parísarsamninginn, t.d. fimm ára áætlun um endurheimt votlendis og 10 ára áætlun í skógrækt og uppgræðslu. Þarna má meðal annars setja markmið þess efnis að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2025.“ Við lítum svo á að aðgerða sé þörf, og það strax. Við getum ekki látið reka á reiða í stærsta hagsmunamáli komandi kynslóða. Píratar munu leggja sitt af mörkum að afloknum kosningum, fái þeir brautargengi til þess.Einar BrynjólfssonHöfundur er alþingismaður og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar könnunar sýna að meirihluti landsmanna hefur áhyggjur að loftslagsmálum. Svo virðist sem almenningur sé að vakna til vitundar um þá vá sem vofir yfir komandi kynslóðum ef við tökum ekki á vandanum sem að okkur steðjar. Við Píratar höfum markað afgerandi stefnu í þessum málaflokki, líkt og mörgum öðrum, og samkvæmt óháðri úttekt vefsíðunnar loftslag.is eru „Píratar með metnaðarfyllstu stefnuna“ í loftslagsmálum, af öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum. Þar stendur meðal annars: „Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.“ „Minnka skal losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamninginn fyrir árið 2025 (um 40% prósent) og að önnur losun þessara efna verði því sem næst engin árið 2040.“ „ … ökutæki og vélar sem nýta jarðefnaeldsneyti skulu bera mengunarrentu í formi kolefnisskatts sem fer stighækkandi eftir því sem eldsneytisneysla og losun loftmengunarefna er meiri.“ „Byggja skal upp innviði fyrir rafknúin og visthæf ökutæki og skip.“ „Ríkið skuli með svipuðum hætti stuðla að og styðja mengunarminni almenningsamgöngur.“ „Innleiða skal strax 6. viðauka við Marpol samningsins um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Þannig að hafið umhverfis Ísland verði ECA svæði og að skipum sem sigla þar um leyfist að losa brennisteinsmagn innan við 0,1%.“ „Meðferð og notkun svartolíu skal vera með öllu bönnuð í landhelgi Íslands fyrir árið 2025.“ „Skip sem sigla um íslenska landhelgi án þess að leggja að höfn eiga að greiða “landhelgisgjald” og það sé hærra fyrir skip sem ekki hafa bláfána, umhverfisvottun eða önnur óvéfengjanleg vottorð sem sýna fram á að ákvæði MARPOL séu uppfyllt í skipinu.“ „Ísland skal setja metnaðarfull markmið til að minnka skjótlega alla losun gróðurhúsalofttegunda í það minnsta í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2016 auk þess sem stórátak verður gert í að minnka losun sem ekki fellur undir Parísarsamninginn, t.d. fimm ára áætlun um endurheimt votlendis og 10 ára áætlun í skógrækt og uppgræðslu. Þarna má meðal annars setja markmið þess efnis að Ísland verði kolefnisjafnað árið 2025.“ Við lítum svo á að aðgerða sé þörf, og það strax. Við getum ekki látið reka á reiða í stærsta hagsmunamáli komandi kynslóða. Píratar munu leggja sitt af mörkum að afloknum kosningum, fái þeir brautargengi til þess.Einar BrynjólfssonHöfundur er alþingismaður og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun