Hagtölur hugga ekki listlausa þjóð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. október 2017 07:00 Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem komið er að kosningum stenst ég ekki mátið að taka smá flautuleik tileinkaðan stjórnmálamönnum og kjósendum sem telja að menning og list sé eitthvert lúxushobbí sem einungis sé hægt að leyfa sér að njóta þegar konur og menn hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Við þá vildi ég segja þetta: menning og listir eru mikilvægari en vísindi og hagtölur út af þeirri einföldu ástæðu að lífið er eins og ferðalag sem maður leggur í til að leita að ástæðunni fyrir tilverunni. En lífið er líka kaotískt og kómískt, með ótal ranghala, svo enginn finnur ástæðuna fyrir þessari tilveru í allri óreiðunni. Hvað gerir maður þá? Jú, þá sest maður niður og fer að hlusta á fuglasönginn, horfa til fjalla og finna ylinn á vanga, tala við fólk og jafnvel að reyna að skilja það. Og ef maður finnur fegurðina í þessu öllu ákveður maður að þrátt fyrir allt saman sé það þess virði að staldra við. Þó við séum eins og Steinn Steinarr, sem líkti lífi sínu við innkaupaferð þar sem hann var löngu búinn að gleyma hvað hann átti að kaupa loks þegar hann kom í kaupstaðinn, þá er til svo mikil fegurð í þessu öllu saman sem gerir innkaupaferðina vel þess virði að leggja í hana. Og menning og list er einmitt þetta, viðleitni til að finna fegurðina í lífinu og djúpa ástæðu til að staldra hér við. Þetta er forgangsmál því þrátt fyrir blússandi hagvöxt og nýjustu tækni og vísindi verða enn þá alltof margir firringu og vonleysi að bráð, með hinum verstu afleiðingum. Ég vitna í orð Þórarins Eldjárns sem sagði að áföll og óhamingja væru ekki það sama til að undirstrika að ég er ekki að tala um að menning og listir verndi okkur frá áföllum heldur sannfæri okkur um gildi þess að vera hér og nú þrátt fyrir allt saman. Við eyðum allt of miklum tíma og of mikilli orku í peninga og hégóma sem í raun geta ósköp litlu breytt: því ef þú ert kjáni verður þú það áfram þó þú eignist jeppa, þó þú verðir ríkur, þó þú verðir frægur og þó þú eignist flottasta makann. Ekkert af þessu breytir þér í raun og veru, það eina sem gerir það er dýpri og fegurri sýn á lífið. Og ef stjórnmálamenn hafa ekki áhuga á þessu ættu þeir að bjóða sig fram í landi hinna dauðu því þegar öllu er á botninn hvolft þurfum við ekki allan þennan pening, öll þessi tól né allar þessar útskýringar. Við þurfum að finna fegurðina á þessu ferðalagi. Annars fer okkur að þykja þetta allt ein erindisleysa og engar hagtölur geta huggað mann með slíka upplifun. Höfundur er rithöfundur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun