Stjórnmál í takt við tímann Erna Sif Arnardóttir og Erla Björnsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár voru veitt til vísindamanna sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunar á níunda áratugnum. Í kjölfarið upphófst mikil umræða um þá skökku staðarklukku sem verið hefur á Íslandi frá 1968. Ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring var sem sé tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af. Í tilefni kosninga ákvað Hið íslenska svefnrannsóknafélag að senda eftirfarandi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka í framboði til alþingiskosninga.1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst.)?2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma? Alls svöruðu 8 af 12 flokkum í framboði fyrirspurn svefnfélagsins (engin svör bárust frá Dögun, Pírötum og Samfylkingunni). Enginn flokkur sem svaraði fyrirspurninni var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku þó flestir flokkar hafi ekki enn myndað sér formlega stefnu í málinu. Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálf tvö, en ekki tólf.“ Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. Heildarsvör hvers flokks má finna á www.svefnfelag.is Vinstri græn segja jafnframt í sínu svari að „yrði klukkunni seinkað um eina klukkustund væru morgnarnir bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. En áður en slík ákvörðun yrði tekin þarf að fara fram vönduð úttekt á rannsóknum og öllum þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um þessi mál“. Einungis Björt framtíð og Vinstri græn tóku beina afstöðu til spurningar varðandi sumar- og vetrartíma og kjósa þá báðir flokkar frekar að vera ekki að hringla með klukkuna eftir árstíma en þó tilbúnir að skoða nánar. Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 en þverpólísk samstaða hefur verið um flutning málsins á Alþingi. Hið íslenska svefnrannsóknafélag fagnar þessum jákvæðu viðbrögðum stjórnmálaflokkana og vonast til þess að loknum kosningum sé hægt að hafa málefnalega umræðu á sjónarmiðum hagsmunaaðila um seinkun klukku. Benda má á að bæði Landlæknisembættið, SÍBS, Öryrkjabandalag Íslands, Geðhjálp og Landssamband eldri borgara styðja seinkun klukkunar um 1 klst.Fyrir hönd Hins íslenska svefnrannsóknafélagsDr. Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild Landspítala.Dr. Erla Björnsdóttir, varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár voru veitt til vísindamanna sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunar á níunda áratugnum. Í kjölfarið upphófst mikil umræða um þá skökku staðarklukku sem verið hefur á Íslandi frá 1968. Ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring var sem sé tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af. Í tilefni kosninga ákvað Hið íslenska svefnrannsóknafélag að senda eftirfarandi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka í framboði til alþingiskosninga.1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst.)?2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma? Alls svöruðu 8 af 12 flokkum í framboði fyrirspurn svefnfélagsins (engin svör bárust frá Dögun, Pírötum og Samfylkingunni). Enginn flokkur sem svaraði fyrirspurninni var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku þó flestir flokkar hafi ekki enn myndað sér formlega stefnu í málinu. Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálf tvö, en ekki tólf.“ Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. Heildarsvör hvers flokks má finna á www.svefnfelag.is Vinstri græn segja jafnframt í sínu svari að „yrði klukkunni seinkað um eina klukkustund væru morgnarnir bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. En áður en slík ákvörðun yrði tekin þarf að fara fram vönduð úttekt á rannsóknum og öllum þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um þessi mál“. Einungis Björt framtíð og Vinstri græn tóku beina afstöðu til spurningar varðandi sumar- og vetrartíma og kjósa þá báðir flokkar frekar að vera ekki að hringla með klukkuna eftir árstíma en þó tilbúnir að skoða nánar. Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 en þverpólísk samstaða hefur verið um flutning málsins á Alþingi. Hið íslenska svefnrannsóknafélag fagnar þessum jákvæðu viðbrögðum stjórnmálaflokkana og vonast til þess að loknum kosningum sé hægt að hafa málefnalega umræðu á sjónarmiðum hagsmunaaðila um seinkun klukku. Benda má á að bæði Landlæknisembættið, SÍBS, Öryrkjabandalag Íslands, Geðhjálp og Landssamband eldri borgara styðja seinkun klukkunar um 1 klst.Fyrir hönd Hins íslenska svefnrannsóknafélagsDr. Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild Landspítala.Dr. Erla Björnsdóttir, varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og sálfræðingur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun