Staðreyndir um mismunun Halldór Gunnarsson skrifar 24. október 2017 09:30 Forystufólk síðustu ríkistjórnar taldi allt frábært hér og vísaði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækkana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir tvennar síðustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun.1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti.2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009.3. Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%.4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skilyrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði.5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breytingar á greiðslu TR náð fram hækkun, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Einhleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur!6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur!7. 1. janúar 2018 eiga þessar lágmarksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra boðuðu í óafgreiddu fjármálafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skattinn!8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþingismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði!9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum.10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórnmálaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mismunun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum.Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Skattagrýla gamla á stjái Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings 24. október 2017 07:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Forystufólk síðustu ríkistjórnar taldi allt frábært hér og vísaði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækkana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir tvennar síðustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun.1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti.2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009.3. Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%.4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skilyrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði.5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breytingar á greiðslu TR náð fram hækkun, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Einhleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur!6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur!7. 1. janúar 2018 eiga þessar lágmarksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra boðuðu í óafgreiddu fjármálafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skattinn!8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþingismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði!9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum.10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórnmálaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mismunun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum.Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi.
Skattagrýla gamla á stjái Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings 24. október 2017 07:00
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun