Barist um lítil eða mikil völd Þórlindur Kjartansson skrifar 20. október 2017 07:00 Einn eftirminnilegast þjóðarleiðtogi bókmenntanna er Aðalríkur Allsgáði, ættarhöfðingi yfir hinum harðsnúnu þverhausum Gaulverjabæjar. Mjög er það á huldu fyrir lesendum bókarinnar hver raunveruleg stjórnskipuleg völd Aðalríks eru en draga má þá ályktun að út frá skilgreiningum Webers um ólíkar tegundir valds þá sé Aðalríkur í raun fullkomlega valdalaus þrátt fyrir sína háu embættistign. Gaulverjar hafa nefnilega ekki mikla þolinmæði fyrir utanaðkomandi valdi eða afskiptasemi. Þeim líður einna besta þegar lífið fær að ganga sinn vanagang og hver og einn finnur hlutverk við sitt hæfi; og hlutverk Aðalríks er fyrst og fremst að vera einhvers konar fígúra sem samfélagið getur sameinast um að virða að vettugi. Gaulverjarnir virðast að mestu tilbúnir til þess að umbera hið stjórnskipulega tómarúm í kringum þjóðhöfðingjann og dýran rekstur á embættinu sem fólst í því að hafa tiltækan mannafla til þess að bera Aðalrík um götur bæjarins ofan á skildi. Gegn því að fá að viðhafa þessa fyrirmannastæla þá virðist vera ósagður skilningur að Aðalríkur þekki sín mörk innan samfélagsins og geri engar raunverulegar tilraunir til þess að skipta sér um of af því sem óbreyttir borgarar eru að sýsla og muni þar að auki láta hinn vitra Sjóðrík Seiðkarl ráða í þeim málefnum þar sem raunverulega reynir á dómgreind og visku.Leiðtogalaust samfélag Í góðu samfélagi þyrfti hlutverki stjórnvalda í raun ekki að vera ósvipað háttað og í Gaulverjabæ. Kjósendur þurfa vissulega að velja sér löggjafa og leiðtoga—en vija í raun sem minnst af þeim vita og alls ekki þeir reyni að gera eitthvað merkilegt. Þetta er líka raunin víðast hvar í frjálsum samfélögum þar sem mannréttindi eru virt. Raunveruleg völd stjórnmálamanna eru þar fremur rýr. Þeir þurfa að starfa innan þeirra marka sem samfélagið leyfir og geta ekki þrýst hverju sem er upp á borgarana. Í þannig samfélagi er óhætt að leiða fígúru eins og Aðalrík Allsgáða til valda. Í því ljósi má segja að Aðalríkur Allsgáði hafi kunnað sitthvað fyrir sér í pólitík. Annars vegar má dást að þeim viðstöðulausa hræðsluáróðri sem hann viðhafði um að himnarnir geti hrunið yfir Gaulverjabæ (og enginn hlustaði á) og hins vegar að einlægum áhuga hans til þess að stilla sér ævinlega upp í forgrunni þegar Gaulverjar héldu hátíðir og fögnuðu sigri. Þetta gera stjórnmálamenn nútímans einnig. Þeir tala um utanaðkomandi vá og bjóðast til þess að vernda þegnanna—og svo eru þeir duglegir við að baða sig í endurvarpinu af þeim dýrðarljóma sem aðrir skapa. Forsætisráðherrann var til dæmis fljótur að láta taka myndir af sér í búningsklefanum þar sem hann fagnaði sigri með íslenska landsliðinu eftir sigurinn á Kósóvó um daginn; og ekki virtist borgarstjóra Reykjavikur leiðast að taka á móti og faðma fótboltamennina í beinni útsendingu frá sviðinu á Ingólfstorgi þar sem þeir voru komnir til þess að hitta stuðningsmenn sína.Góðir hlutir gerast hægt Stjórnmálamenn í frjálsum og góðum samfélögum hafa að sönnu miklu minni völd heldur en þeir sem fara með völdin í vondu stjórnarfari. Við það bætist að flest af því sem þeir gera jákvætt og gott tekur langan tíma að raungerast; jafnvel þannig að ómögulegt er að berja sér á brjóst fyrir árangurinn fyrir næstu kosningar. Afraksturinn af því að byggja upp gott menntakerfi tekur margar kynslóðir að koma í ljós og hið sama gildir um heilbrigt regluverk á vinnumarkaði og í nýsköpun. Þó eru til leiðir fyrir stjórnmálamenn að hafa mjög hraðvirk áhrif á samfélagið. Því miður eru hraðvirku leiðirnar að jafnaði líklegri til þess að hafa vond áhrif til lengri tíma. Þetta hafa fjölmargar þjóðir reynt á þeim leiðtogum sem lofað hafa að hrófla hressilega við grundvallarreglum réttarríkisins til þess að sefa reiðiöldur og þeim sem ætla að beita afli ríkisins til þess að stokka upp eignarréttinn og endurdreifa gæðum samfélagsins til þess að leiðrétta ójöfnuð. Þess háttar pólitík endar gjarnan í stórauknum völdum stjórnmálamanna en valdaskerðingu og verri lífsgæðum fyrir allan þorra fólks.Stjórn tilfinninganna Sú mikla hneykslunargirni og vandlætingarstemmning sem í auknum mæli virðist stjórna allri pólitískri umræðu á Íslandi er áhyggjuefni í þessu ljósi. Þingmenn þjóðarinnar voru meira að segja svo taugaveiklaðir undir lok þings að þeir afnámu án umhugsunar einu leiðina sem dæmdir glæpamenn hafa til þess að endurheimta borgaraleg réttindi eftir að hafa setið af sér dóma sína. Miðað við stemmninguna og umræðuna virðist tilefni til þess að óttast að enn fleiri og mikilvægari mannréttindi geti átt undir högg að sækja. Og það er ekki fyrr en grafið er undan borgaralegum mannréttindum fólks sem það fer að verða raunverulegt vandamál fyrir almenning ef óhæfir stjórnmálamenn á borð við Aðalrík Allsgáða komast til valda. Því þá er engin leið að vita hverju þeir taka upp á næst.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Einn eftirminnilegast þjóðarleiðtogi bókmenntanna er Aðalríkur Allsgáði, ættarhöfðingi yfir hinum harðsnúnu þverhausum Gaulverjabæjar. Mjög er það á huldu fyrir lesendum bókarinnar hver raunveruleg stjórnskipuleg völd Aðalríks eru en draga má þá ályktun að út frá skilgreiningum Webers um ólíkar tegundir valds þá sé Aðalríkur í raun fullkomlega valdalaus þrátt fyrir sína háu embættistign. Gaulverjar hafa nefnilega ekki mikla þolinmæði fyrir utanaðkomandi valdi eða afskiptasemi. Þeim líður einna besta þegar lífið fær að ganga sinn vanagang og hver og einn finnur hlutverk við sitt hæfi; og hlutverk Aðalríks er fyrst og fremst að vera einhvers konar fígúra sem samfélagið getur sameinast um að virða að vettugi. Gaulverjarnir virðast að mestu tilbúnir til þess að umbera hið stjórnskipulega tómarúm í kringum þjóðhöfðingjann og dýran rekstur á embættinu sem fólst í því að hafa tiltækan mannafla til þess að bera Aðalrík um götur bæjarins ofan á skildi. Gegn því að fá að viðhafa þessa fyrirmannastæla þá virðist vera ósagður skilningur að Aðalríkur þekki sín mörk innan samfélagsins og geri engar raunverulegar tilraunir til þess að skipta sér um of af því sem óbreyttir borgarar eru að sýsla og muni þar að auki láta hinn vitra Sjóðrík Seiðkarl ráða í þeim málefnum þar sem raunverulega reynir á dómgreind og visku.Leiðtogalaust samfélag Í góðu samfélagi þyrfti hlutverki stjórnvalda í raun ekki að vera ósvipað háttað og í Gaulverjabæ. Kjósendur þurfa vissulega að velja sér löggjafa og leiðtoga—en vija í raun sem minnst af þeim vita og alls ekki þeir reyni að gera eitthvað merkilegt. Þetta er líka raunin víðast hvar í frjálsum samfélögum þar sem mannréttindi eru virt. Raunveruleg völd stjórnmálamanna eru þar fremur rýr. Þeir þurfa að starfa innan þeirra marka sem samfélagið leyfir og geta ekki þrýst hverju sem er upp á borgarana. Í þannig samfélagi er óhætt að leiða fígúru eins og Aðalrík Allsgáða til valda. Í því ljósi má segja að Aðalríkur Allsgáði hafi kunnað sitthvað fyrir sér í pólitík. Annars vegar má dást að þeim viðstöðulausa hræðsluáróðri sem hann viðhafði um að himnarnir geti hrunið yfir Gaulverjabæ (og enginn hlustaði á) og hins vegar að einlægum áhuga hans til þess að stilla sér ævinlega upp í forgrunni þegar Gaulverjar héldu hátíðir og fögnuðu sigri. Þetta gera stjórnmálamenn nútímans einnig. Þeir tala um utanaðkomandi vá og bjóðast til þess að vernda þegnanna—og svo eru þeir duglegir við að baða sig í endurvarpinu af þeim dýrðarljóma sem aðrir skapa. Forsætisráðherrann var til dæmis fljótur að láta taka myndir af sér í búningsklefanum þar sem hann fagnaði sigri með íslenska landsliðinu eftir sigurinn á Kósóvó um daginn; og ekki virtist borgarstjóra Reykjavikur leiðast að taka á móti og faðma fótboltamennina í beinni útsendingu frá sviðinu á Ingólfstorgi þar sem þeir voru komnir til þess að hitta stuðningsmenn sína.Góðir hlutir gerast hægt Stjórnmálamenn í frjálsum og góðum samfélögum hafa að sönnu miklu minni völd heldur en þeir sem fara með völdin í vondu stjórnarfari. Við það bætist að flest af því sem þeir gera jákvætt og gott tekur langan tíma að raungerast; jafnvel þannig að ómögulegt er að berja sér á brjóst fyrir árangurinn fyrir næstu kosningar. Afraksturinn af því að byggja upp gott menntakerfi tekur margar kynslóðir að koma í ljós og hið sama gildir um heilbrigt regluverk á vinnumarkaði og í nýsköpun. Þó eru til leiðir fyrir stjórnmálamenn að hafa mjög hraðvirk áhrif á samfélagið. Því miður eru hraðvirku leiðirnar að jafnaði líklegri til þess að hafa vond áhrif til lengri tíma. Þetta hafa fjölmargar þjóðir reynt á þeim leiðtogum sem lofað hafa að hrófla hressilega við grundvallarreglum réttarríkisins til þess að sefa reiðiöldur og þeim sem ætla að beita afli ríkisins til þess að stokka upp eignarréttinn og endurdreifa gæðum samfélagsins til þess að leiðrétta ójöfnuð. Þess háttar pólitík endar gjarnan í stórauknum völdum stjórnmálamanna en valdaskerðingu og verri lífsgæðum fyrir allan þorra fólks.Stjórn tilfinninganna Sú mikla hneykslunargirni og vandlætingarstemmning sem í auknum mæli virðist stjórna allri pólitískri umræðu á Íslandi er áhyggjuefni í þessu ljósi. Þingmenn þjóðarinnar voru meira að segja svo taugaveiklaðir undir lok þings að þeir afnámu án umhugsunar einu leiðina sem dæmdir glæpamenn hafa til þess að endurheimta borgaraleg réttindi eftir að hafa setið af sér dóma sína. Miðað við stemmninguna og umræðuna virðist tilefni til þess að óttast að enn fleiri og mikilvægari mannréttindi geti átt undir högg að sækja. Og það er ekki fyrr en grafið er undan borgaralegum mannréttindum fólks sem það fer að verða raunverulegt vandamál fyrir almenning ef óhæfir stjórnmálamenn á borð við Aðalrík Allsgáða komast til valda. Því þá er engin leið að vita hverju þeir taka upp á næst.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun