„Brexit er að verða að veruleika“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 23:50 May taldi réttast að dagsetning Brexit skyldi höfð á forsíðu frumvarpsins. Vísir/AFP Dagsetning og nákvæm tímasetning útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mun verða lögfest. Þetta hafa stjórnvöld staðfest en BBC greinir frá. Dagsetningin hefur reyndar legið fyrir frá því ákvörðunin um útgöngu var tekin en hún er 29. mars 2019 klukkan 23 að kvöldi til. Mun frumvarp til útgöngu Bretlands úr ESB innihalda ákvæði um þennan nákvæma tímapunkt. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt þingflokka til þess að kanna frumvarpið vel en varaði þá jafnframt við að tefja þinglega meðferð þess. Ekki eru allir sammála um hvort um seinan væri fyrir Bretland að skipta um skoðun og afturkalla áform sín um útgöngu, ef vilji væri fyrir hendi. Kerr lávarður, sem er höfundur hins margumrædda 50. ákvæði Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB, hefur til að mynda fullyrt að aðildarríki geti skipt um skoðun hvenær sem er í ferlinu. Talsmenn Brexit telja hins vegar að með því að lögfesta dagsetninguna sé allur vafi tekinn þar af. „Ákvæðið sýnir það svart á hvítu að Bretland mun ganga út úr ESB klukkan 23 þann 29. mars 2019,“ sagði David Davis en hann er ráðherra málefna er tengjast Brexit. May ákvað að nákvæm dagsetning útgöngunnar skyldi rituð á forsíðu frumvarpsins. Hún sagði í samtali við the Telegraph að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri að sýna fram á eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar til útgöngu. „Við leyfum engum að efast um staðfestu okkar. Brexit er að verða að veruleika,“ sagði May. Brexit Tengdar fréttir Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00 Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28 Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Dagsetning og nákvæm tímasetning útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mun verða lögfest. Þetta hafa stjórnvöld staðfest en BBC greinir frá. Dagsetningin hefur reyndar legið fyrir frá því ákvörðunin um útgöngu var tekin en hún er 29. mars 2019 klukkan 23 að kvöldi til. Mun frumvarp til útgöngu Bretlands úr ESB innihalda ákvæði um þennan nákvæma tímapunkt. Theresa May forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt þingflokka til þess að kanna frumvarpið vel en varaði þá jafnframt við að tefja þinglega meðferð þess. Ekki eru allir sammála um hvort um seinan væri fyrir Bretland að skipta um skoðun og afturkalla áform sín um útgöngu, ef vilji væri fyrir hendi. Kerr lávarður, sem er höfundur hins margumrædda 50. ákvæði Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB, hefur til að mynda fullyrt að aðildarríki geti skipt um skoðun hvenær sem er í ferlinu. Talsmenn Brexit telja hins vegar að með því að lögfesta dagsetninguna sé allur vafi tekinn þar af. „Ákvæðið sýnir það svart á hvítu að Bretland mun ganga út úr ESB klukkan 23 þann 29. mars 2019,“ sagði David Davis en hann er ráðherra málefna er tengjast Brexit. May ákvað að nákvæm dagsetning útgöngunnar skyldi rituð á forsíðu frumvarpsins. Hún sagði í samtali við the Telegraph að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri að sýna fram á eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar til útgöngu. „Við leyfum engum að efast um staðfestu okkar. Brexit er að verða að veruleika,“ sagði May.
Brexit Tengdar fréttir Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48 Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00 Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28 Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Gagnkvæmur áhugi á auknu samstarfi í kjölfar Brexit Gagnkvæmur áhugi er á því að efla samstarf Bretlands og Íslands í kjölfar þess að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 1. ágúst 2017 20:48
Bretar muni sjá eftir Brexit Bretar munu sjá eftir því að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á Evrópuþinginu í gær. 14. september 2017 06:00
Brexit-viðræður halda áfram í Brussel Ráðherra Brexit-mála í Bretlandi segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir útgöngu Breta. 28. ágúst 2017 08:28
Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Ímynd Íhaldsflokksins á Bretlandi hefur beðið svo mikla hnekki vegna Brexit að hann mun aldrei vinna sigur í kosningum aftur. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur útgönguna úr Evrópusambandinu verða „hörmung“ fyrir Bretland, 11. ágúst 2017 10:33
May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06