Hafa ekki undan að framleiða Opel Ampera-e Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2017 10:45 Opel Ampera-e rafmagnsbíllinn. Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður
Rafmagnsbíllinn Opel Ampera-e, sem ber einnig nafnið Chevrolet Bolt EV í Bandaríkjunum, er svo vinsæll að framleiðsla hans dugar engan veginn þeirra gríðareftirspurn sem eftir honum er. Sem dæmi um vinsældir hans skrifuðu 4.000 Norðmenn sig fyrir eintaki af bílnum fyrsta daginn sem opnað var fyrir pantanir í hann þarlendis. Ekki hefur tekist að afhenda nema innan við 1.000 Opel Ampera-e fram til þessa og biðlistinn því langur enn. Svo mikil er eftirspurnin að Opel og Chevrolet hafa beðið söluaðila að taka ekki niður fleiri pantanir í bílinn á næstunni. Að sögn forsvarsmanna Opel mega þeir sem síðastir hafa pantað bílinn vænta þess að fá hann ekki afgreiddan fyrr en snemma á árinu 2019. Opel Ampera-e er rafmagnsbíll með 383 km drægni. Verð Opel Ampera-e er 34.950 evrur í Evrópu, eða tæplega 4,4 milljónir króna.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður