Ung fórnarlömb hagsældar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. nóvember 2017 07:00 Eitt sinn gerði ég könnun meðal þrettán ára nemenda í skóla einum í Andalúsíu og spurði í hverju velgengni væri fólgin. Flestir svöruðu á þá leið að maður yrði að vera frægur, eiga fræga eða fallega kærustu eða kærasta, eiga pening eða einhver tól eða tæki af einhverri gerð. Fyrst varð ég óskaplega hissa en þegar ég fór að velta því fyrir mér hvað þau hafa fyrir augum og eyrum alla daga rann upp fyrir mér ljós. Ungmenni á Vesturlöndum lifa í heimi þar sem flest er dæmt eftir yfirborðinu en lítið skeytt um innihaldið. Afþreying og auglýsingaáróður sem við hellum yfir þau byggist á því að grípa athygli þeirra strax og vekja hjá þeim hégómagirnd og græðgi. Hagsældin krefst þess nefnilega að við fjöldaframleiðum neysluvarga frekar en meðvitaðar manneskjur. Fjöldi ungs fólks fórnar því velferð sinni með því að rembast við það óvinnandi verk að fullnægja hégómagirnd sinni og græðgi. En þessi afþreying og meira að segja áróðurinn er síður en svo af hinu vonda. Það er með þetta eins og allt annað, þetta er gott í hófi. Við þurfum kannski ekki að skilja þau umkomulaus eftir í þessum hégómaflaumi og svo finnst mér eins og við mættum gera meira af því að halda að þeim hlutum sem virkilega geta fyllt líf þeirra einhverju innihaldi og gleði sem stendur af sér nýjabrumið. Fátt er bjartara en augun í unglingi sem fundið hefur sína köllun, sína list, sína lífsfyllingu. Því ekki að hjálpa þeim meira með það? Og ef það þarf að slökkva á farsímanum á meðan, þá finnst mér að við ættum að hætta að vera þessar teprur og slökkva. Símafyrirtækin hljóta að lifa það af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Eitt sinn gerði ég könnun meðal þrettán ára nemenda í skóla einum í Andalúsíu og spurði í hverju velgengni væri fólgin. Flestir svöruðu á þá leið að maður yrði að vera frægur, eiga fræga eða fallega kærustu eða kærasta, eiga pening eða einhver tól eða tæki af einhverri gerð. Fyrst varð ég óskaplega hissa en þegar ég fór að velta því fyrir mér hvað þau hafa fyrir augum og eyrum alla daga rann upp fyrir mér ljós. Ungmenni á Vesturlöndum lifa í heimi þar sem flest er dæmt eftir yfirborðinu en lítið skeytt um innihaldið. Afþreying og auglýsingaáróður sem við hellum yfir þau byggist á því að grípa athygli þeirra strax og vekja hjá þeim hégómagirnd og græðgi. Hagsældin krefst þess nefnilega að við fjöldaframleiðum neysluvarga frekar en meðvitaðar manneskjur. Fjöldi ungs fólks fórnar því velferð sinni með því að rembast við það óvinnandi verk að fullnægja hégómagirnd sinni og græðgi. En þessi afþreying og meira að segja áróðurinn er síður en svo af hinu vonda. Það er með þetta eins og allt annað, þetta er gott í hófi. Við þurfum kannski ekki að skilja þau umkomulaus eftir í þessum hégómaflaumi og svo finnst mér eins og við mættum gera meira af því að halda að þeim hlutum sem virkilega geta fyllt líf þeirra einhverju innihaldi og gleði sem stendur af sér nýjabrumið. Fátt er bjartara en augun í unglingi sem fundið hefur sína köllun, sína list, sína lífsfyllingu. Því ekki að hjálpa þeim meira með það? Og ef það þarf að slökkva á farsímanum á meðan, þá finnst mér að við ættum að hætta að vera þessar teprur og slökkva. Símafyrirtækin hljóta að lifa það af.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun