Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Þórdís Valsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:30 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Anton „Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
„Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30