Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Guðný Hrönn skrifar 18. nóvember 2017 09:00 Nýjasta plata Bjarkar, Utopia, kemur út 24. nóvember. Ýmis brýn samfélagsmál veittu Björk innblástur við gerð hennar. Utopia, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Beðin um að lýsa nýju plötunni segir Björk: „Þema þessarar plötu er loft.“ Hún segir léttan hljóm einkenna nýju plötuna. „Það eru mikið af flautum og fuglahljóðum á henni, bæði frá íslenskum fuglum og fuglum frá Venesúela. Það er ekki mikill bassi eða botn til staðar og ég hef stundum talað um þessa plötu sem skýjaborg og framtíðarland. Það er smá vísindaskáldsöguelement í henni,“ segir hún brosandi. Nýja platan markar kaflaskil í lífið Bjarkar.mynd/Maisie Cousins Platan fjallar um tímamót að sögn Bjarkar, bæði hvað varðar einkalíf hennar og heiminn sem við búum í. Hún tekur umhverfismál sem dæmi. „Það sem virkaði einu sinni virkar ekki lengur og við þurfum að finna nýtt plan. Þá finnst mér við verða að vera með skýra stefnu, við verðum að verða græn. Við þurfum að taka út olíu og bensín og setja sólarorku og vindorku inn í staðinn, núna. Og þegar maður er á svona tímamótum þá þarf maður að ímynda sér eitthvað sem er erfitt að ímynda sér. Og Utopia fjallar svolítið um það. Þetta er vísindaskáldsaga sem spyr: „Hvernig væri Ísland ef við myndum öll ganga fyrir sólarorku og vindorku. Og við værum alveg græn.“ Hvernig væri það? Í samanburði við lífið sem við lifum núna þá er þetta bara vísindaskáldsaga.“ „Platan fyrir mér fjallar bæði um þessi mál en líka um kaflaskil fyrir mig persónulega. Ég fjallaði mikið um skilnað á seinustu plötu en þessi nýja plata er upphaf á nýjum kafla. Þannig að tilfinningalega er tónlistin á plötunni alveg ný.“ „Hún fjallar um að sjá allt í nýju ljósi því maður er komin á nýjan stað. Stundum enda kaflar fyrr en mann langar til og stundum seinna,“ segir hún og brosir. „Maður stjórnar þessu ekki alveg en maður reynir bara á sinn mannlega breyska hátt að læra af því sem fór ekki mjög vel, svo voru kannski aðrir hlutir sem fóru mjög vel,“ útskýrir hún. Pönkið mótaði hana Þegar Björk er spurð út í innihald plötunnar fer hún fljótlega að tala um pólitík og umhverfismál sem eru henni afar hugleikin. Aðspurð hvort henni þyki mikilvægt að koma þýðingarmiklum skilaboðum til skila með tónlist sinni segir hún: „Mér finnst tónlist ekki þurfa að vera bókstaflega pólitísk og um 95% af tónlist sem ég hlusta sjálf á er það ekki.“ „En bara fyrir mitt leyti, sérstaklega eftir að ég verð eldri, þá finnst mér ég þurfa að bera ábyrgð.“ Björk grunar að pönkið hafi haft áhrif á hvernig hún fæst við tónlist. „Ég kem úr pönkinu og stemningin í pönkinu var að maður þurfti að bera ábyrgð á sínu. Skífan var til dæmis ljótu kallarnir þá. Þeir voru að gefa tónlist út án þess að borga tónlistarfólki og voru „commercial“. Við vorum pönkarar og þá var viðhorfið að við þyrftum sjálf að gera allt; gera plakötin, dreifa þeim, búa til plötuumslagið heima o.s.frv. Það var enginn annar sem kom og bjargaði okkur. Það er þá kannski ekkert skrítið að ég sé að líta í kringum mig og finnist ég aðeins þurfa að sýna lit og bera ábyrgð,“ útskýrir Björk og tekur femínisma og jafnrétti kynjanna sem dæmi. Erfitt að draga þetta fram í dagsljósið Eins og kunnugt er orðið steig Björk fram í október og greindi á Facebook frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier sem hann beitti hana árið 1999 í Danmörku, við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Aðspurð af hverju henni fannst vera kominn tími til að greina frá ofbeldinu, 18 árum eftir að það átti sér stað, segir Björk femínismabyltinguna sem er að eiga sér stað núna hafa verið meðal þess sem hvatti hana áfram. „Við höfum samfélagsmiðla og við höfum rödd. Við getum breytt hlutunum.“ „En það var kannski blanda af nokkrum hlutum sem fékk mig til að tala um þetta. Ungar tónlistarkonur hafa verið að koma til mín og þeim finnst skrítið að ég sé að láta eins og það sé ekkert mál að vera tónlistarkona. T.d. eftir að ég fór í viðtal hjá Pitchfork fyrir fjórum árum talaði ég um að kannski væri ein ástæðan fyrir að stelpur fá ekki viðurkenningu sem pródúsentar sú að þær eru aldrei ljósmyndaðar fyrir framan tækin sín. Þú sérð þær aldrei við mixerinn eða tölvuna að klippa takt. Í kjölfarið varð til vefsíða sem spratt upp af þessu sem ég sagði. Þar birtu þúsundir kvenna myndir af sér fyrir framan vinnutólið sitt og settu á vefinn. Einhver fimmtug hljóðkona frá Bangladess og einhver pönkari í Hong Kong, konur á öllum aldri, allar fyrir framan græjurnar sínar,“ segir hún og hlær. „Þetta varð til þess að ég kveikti á nokkrum perum og hugsaði að ég þyrfti aðeins að sýna lit. Það er rosalega erfitt og subbulegt að draga þetta mál fram núna en ég geri þetta fyrir næstu kynslóð stelpna sem eru að vaxa núna, svo þær þurfi síður að lenda í þessu.“ „Við tökurnar á myndinni fyrir 18 árum brást ég rétt við sem tónlistarkona. Í tvo mánuði mætti ég samviskusamlega á hverjum morgni í vinnuna og skilaði öllu mínu. En það var ekki fyrr en þeir fóru að klippa lögin mín án míns leyfis að ég fór í verkfall í einn dag. Ég skildi mjög vel að það þurfti að lengja eða stytta lögin af því að myndin var að breytast en ég vildi fá að gera þetta á minn tónlistarlega hátt. Og það gekk í gegn, eftir að ég mætti ekki til vinnu í einn dag. Eftir það mætti ég í allt stundvíslega,“ útskýrir Björk sem mótmælti þegar henni fannst brotið á sér sem listamanni. En hún átti erfiðara með að bregðast við kynferðislegu áreitninni. „En ég hafði í raun ekki brugðist við sem kona. Því ég þagði yfir hlutunum. Það var enginn hljómgrunnur fyrir þessu, fyrr en núna.“ „Ef við vorum eitthvað að kvarta yfir einhverju svona, fyrir tíu eða tuttugu árum, þá hlustaði enginn á okkur. Það var bara okkar vandamál.“ „Og svona kynferðisleg áreitni hefur í raun ekkert með kynlíf að gera. Þetta snýst um völd. Það er bara verið að brjóta fólk niður svo að það fái ekki að skína,“ útskýrir Björk sem átti erfitt með að ná utan um það sem var að gerast á sínum tíma. Hún var á þessum tíma hrædd um að vera stimpluð sem hysterísk ef hún færi með þetta í fjölmiðla. En þegar #metoo byltingin fór af stað í október á þessu ári fannst henni hún vera komin með hljómgrunn til að segja frá. „Ég fór að skilja heildarmyndina betur eftir að ég las um Harvey Weinstein málið. Hann refsaði konunum sem gáfu ekki eftir með því að skálda sögur um þær í blöðin. Þetta var einmitt það sem ég lenti í. Það voru ósannar sögur um að ég hefði borðað skyrtu, hrækt á gólfið, mætt illa og einhverjir aðrir farsakenndir hlutir sem ég hef aldrei gert. Þegar tökum lauk flúði ég heim til Íslands í níu mánuði, fór bara í híði og fór ekki í eitt einasta viðtal. Ég vildi bara ekki vera hluti af þessu subbi. En þá byrjuðu þeir að skálda enn þá meira, því að þeir voru með áhyggjur af því að myndin fengi ekki neina umfjöllun,“ segir Björk sem tók þetta afar nærri sér, að ósannar sögur um hana væru að birtast á síðum frétta- og slúðurblaða. Björk tók við verðlaununum með bros á vör.nordicphotos/getty Um vorið árið 2000 fékk Björk svo veður af því að hún ætti möguleika á að vinna til verðlauna fyrir besta leik í aðalkvenhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Þá fór ég að hugsa hvað ég ætti að gera. Og ég ákvað bara að af því að ég hafði lagt þetta á mig þá myndi ég fara út. Þetta var erfið ákvörðun. Ég var með Jógu vinkonu minni á þessum tíma, hún var með mér í gegnum þetta allt saman. Og við ákváðum bara að fara til Cannes og taka þetta með trompi.“ Björk fór út, hreppti verðlaunin og tók við þeim með bros á vör. Spurð út í hvort hún sé ánægð með ákvörðunina um að fara til Cannes svarar hún hiklaust játandi. „Nýja platan mín fjallar svolítið um þetta. Um mæðraveldi, feðraveldi og hvernig við getum náð saman á nýjan og frjóan máta. Það er mín skoðun að áður en Lars vann með mér skrifaði hann rullur fyrir kvenpersónurnar sínar sem spegluðu maníuna í honum sjálfum en hann lét eins og það kæmi allt frá leikkonunum. Síðan benti hann á þær eins og hann hefði ekkert með þetta að gera. Eftir myndina með mér, af því að ég lét hann ekki komast upp með það, þá hefur hann viðurkennt að leikkonurnar eru að manifesta hans eigin djöfla. Það er stórmunur þar á. Hann spurði mig líka endurtekið hissa af hverju ég vildi ekki brenna á fórnarlambsbálinu og frelsast, kvenleikkonurnar hans gerðu það venjulega. Ég benti honum á að það væri hin þreytta síendurtekna rulla sem karlaveldið færði okkur, eins og Jóhanna af Örk. Það eru til fjöldamargar kvenerkitýpur, t.d. í norrænni og grískri goðafræði, mjög fjölbreyttar og með alls konar narratífu.“ Breyttir tímar fram undan Innt eftir því hvernig henni líði eftir að hafa deilt sinni hlið á málinu segir hún það vera mikinn létti. Hún segir að það sem sé að gerast núna á netinu, það að fólk sé að fá vettvang til að tala um reynslu sína, geti breytt hlutunum. „En svo held ég að það sé líka mikilvægt að vita hvenær maður á að hætta, að fara ekki yfir strikið.“ „Mér finnst mikilvægt að taka inn í dæmið að karlmenn hafa verið að festast í einhverjum hlutverkum. Við konurnar höfum gert það líka, í einhverju gömlu mynstri. En við erum kannski aðeins á undan þegar kemur að því að vinna í sjálfum okkur og brjótast út úr staðalímyndum. Þeir eru í raun og veru á eftir okkur, smá klaufar,“ segir hún og brosir. „En ég sé núna að strákar, unglingar, þeir eru öðruvísi núna heldur en þeir voru. Þeir eru tilfinningalega miklu opnari. Þessi vandamál verða nefnilega oft til þegar menn og fólk er að bæla tilfinningar sínar niður allt líf sitt og svo brýst þetta út, á einhvern skrítinn hátt. Ég held að það sé að verða breyting.“ Daður og húmor Öll listræn umgjörð í kringum plötuna er einstök og hefur nú þegar vakið mikla athygli. Beðin um að segja nánar frá henni segir Björk umgjörðina vera unna í nánu samstarfi með góðum vinum, meðal annars listamönnunum James Merry, Jesse Kands og tónlistarmanninum Alejandro Ghersi (Arca). Myndefnið í kringum nýjustu plötu Bjarkar hefur vakið mikla athygli. „Ég er náttúrulega mjög tengd James Merry, ég er búin að vinna með honum núna í átta ár. Og við byrjuðum að tala saman um þetta mjög snemma. Mig langaði að búa til, með smá húmor, svona vísindaskáldsögu þar sem við höfðum öll flúið á okkar eyju og þar er svona post-kjarnorkuáhrif liggur við. Þar sem fuglarnir væru að breytast í blóm og blómin væru að breytast fólk, og fólkið væri að breytast í blóm og fugla.“ „Þannig að James, verandi snillingurinn sem hann er, fór út í búð og keypti sér silíkon og lærði bara sjálfur á YouTube eða eitthvað að búa til svona silíkonform heima hjá sér,“ segir hún og hlær. „Svo er líka smá svona „flirt“ í gangi á plötunni og líka húmor. Við erum búin að hanga mikið saman undanfarið, ég, James, Alejandro og Jesse. Og við höfum verið að kjafta mikið um þetta, alveg í einhver tvö ár. Þannig að þetta hefur verið mikil samvinna,“ útskýrir Björk. Hún segir sjálfa sig hafa sterkar skoðanir á listrænni umgjörð hljómplatna sinna og leggur æ meiri vinnu í umgjörðina á hverri nýrri plötu sem hún gerir. Erfði listræna hugsun frá ömmu og mömmu „Þetta byrjar auðvitað þegar ég var í pönkinu, þá mátti ekki vera neitt „visual“ í kringum tónlistina. Það var bara hégómi. Diskóið var náttúrulega bara lögreglumál. Við vorum öll klædd í svart og vorum í raun bara alveg jafn „visual“ og diskófólkið,“ segir hún og hlær. Móðir Bjarkar var listrænn stjórnandi á fyrstu plötu hennar sem kom út þegar Björk var ekki nema 11 ára. „Svo þegar ég geri mína eigin plötu fyrst, þá var ég 27 ára, þá voru liðin einhver 12, 13 ár frá því að ég var í pönkinu. Og þá byrjaði ég að pæla mikið í þessu. Fyrir utan að ég hafði gert mína eigin plötu þegar ég var 11 ára. Þá var mamma mín listrænn stjórnandi. Hún gerði þetta mjög svona DIY fyrir mig. Ég man að hún sagaði spónaplötur og málaði og setti dúsk á þær,“ rifjar Björk upp með bros á vör. „Ég lærði mjög mikið af því,“ bætir hún við og tekur fram að hún sé afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa lagt þessa vinnu í plötuumslagið. Hún reiknar með að mamma hennar og amma eigi stóran þátt í að hún sé myndrænt þenkjandi. „Það er nefnilega annað, sem ég var bara að fatta. Amma mín, hún fór í myndlistarskólann þegar hún var fertug og börnin voru farin að heiman. Ég var elsta barnabarnið og var mikið hjá henni á þessum tíma um helgar og eftir skóla. Hún æfði sig þá á mér og gerði mörg málverk af mér. Hún féll frá fyrir nokkrum árum og þá erum við að sjá öll málverkin aftur, mörg verkin eru af mér. Svo þegar ég byrja aftur að gera tónlist sjálf, þá 27 ára, þá er ég með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað ég vil. En það var búin að vera mjög löng söltun í gangi og ég er kannski fyrst að fatta þetta sjálf. En svo fer þetta alltaf eftir því hvaða teymi er í kringum mann. Og það vill bara þannig til núna að minn nánasti vinahópur er sjónrænt þenkjandi.“ Tónleikaferðalag á næsta ári Að lokum, hvað tekur við þegar Utopia er komin út? „Ég hef smátt og smátt verið að minnka það að túra. Biophilia er fyrsta platan þar sem ég sleppi því að fara í tónleikaferðalag til 100 borga. Þá fórum við bara til 10 borga og vorum í mánuð í hverri borg. Það er líka ein ástæðan fyrir því að það er svona stutt á milli platna núna, því ég túraði ekkert. Ég hélt bara nokkra tónleika. Mig langar miklu meira að vera bara hérna heima og semja. Núna til dæmis set ég enga pressu á mig. Ég ætla ekki að túra fyrr en á næsta ári.“ MeToo Björk Tónlist Tengdar fréttir Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Utopia, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Beðin um að lýsa nýju plötunni segir Björk: „Þema þessarar plötu er loft.“ Hún segir léttan hljóm einkenna nýju plötuna. „Það eru mikið af flautum og fuglahljóðum á henni, bæði frá íslenskum fuglum og fuglum frá Venesúela. Það er ekki mikill bassi eða botn til staðar og ég hef stundum talað um þessa plötu sem skýjaborg og framtíðarland. Það er smá vísindaskáldsöguelement í henni,“ segir hún brosandi. Nýja platan markar kaflaskil í lífið Bjarkar.mynd/Maisie Cousins Platan fjallar um tímamót að sögn Bjarkar, bæði hvað varðar einkalíf hennar og heiminn sem við búum í. Hún tekur umhverfismál sem dæmi. „Það sem virkaði einu sinni virkar ekki lengur og við þurfum að finna nýtt plan. Þá finnst mér við verða að vera með skýra stefnu, við verðum að verða græn. Við þurfum að taka út olíu og bensín og setja sólarorku og vindorku inn í staðinn, núna. Og þegar maður er á svona tímamótum þá þarf maður að ímynda sér eitthvað sem er erfitt að ímynda sér. Og Utopia fjallar svolítið um það. Þetta er vísindaskáldsaga sem spyr: „Hvernig væri Ísland ef við myndum öll ganga fyrir sólarorku og vindorku. Og við værum alveg græn.“ Hvernig væri það? Í samanburði við lífið sem við lifum núna þá er þetta bara vísindaskáldsaga.“ „Platan fyrir mér fjallar bæði um þessi mál en líka um kaflaskil fyrir mig persónulega. Ég fjallaði mikið um skilnað á seinustu plötu en þessi nýja plata er upphaf á nýjum kafla. Þannig að tilfinningalega er tónlistin á plötunni alveg ný.“ „Hún fjallar um að sjá allt í nýju ljósi því maður er komin á nýjan stað. Stundum enda kaflar fyrr en mann langar til og stundum seinna,“ segir hún og brosir. „Maður stjórnar þessu ekki alveg en maður reynir bara á sinn mannlega breyska hátt að læra af því sem fór ekki mjög vel, svo voru kannski aðrir hlutir sem fóru mjög vel,“ útskýrir hún. Pönkið mótaði hana Þegar Björk er spurð út í innihald plötunnar fer hún fljótlega að tala um pólitík og umhverfismál sem eru henni afar hugleikin. Aðspurð hvort henni þyki mikilvægt að koma þýðingarmiklum skilaboðum til skila með tónlist sinni segir hún: „Mér finnst tónlist ekki þurfa að vera bókstaflega pólitísk og um 95% af tónlist sem ég hlusta sjálf á er það ekki.“ „En bara fyrir mitt leyti, sérstaklega eftir að ég verð eldri, þá finnst mér ég þurfa að bera ábyrgð.“ Björk grunar að pönkið hafi haft áhrif á hvernig hún fæst við tónlist. „Ég kem úr pönkinu og stemningin í pönkinu var að maður þurfti að bera ábyrgð á sínu. Skífan var til dæmis ljótu kallarnir þá. Þeir voru að gefa tónlist út án þess að borga tónlistarfólki og voru „commercial“. Við vorum pönkarar og þá var viðhorfið að við þyrftum sjálf að gera allt; gera plakötin, dreifa þeim, búa til plötuumslagið heima o.s.frv. Það var enginn annar sem kom og bjargaði okkur. Það er þá kannski ekkert skrítið að ég sé að líta í kringum mig og finnist ég aðeins þurfa að sýna lit og bera ábyrgð,“ útskýrir Björk og tekur femínisma og jafnrétti kynjanna sem dæmi. Erfitt að draga þetta fram í dagsljósið Eins og kunnugt er orðið steig Björk fram í október og greindi á Facebook frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier sem hann beitti hana árið 1999 í Danmörku, við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Aðspurð af hverju henni fannst vera kominn tími til að greina frá ofbeldinu, 18 árum eftir að það átti sér stað, segir Björk femínismabyltinguna sem er að eiga sér stað núna hafa verið meðal þess sem hvatti hana áfram. „Við höfum samfélagsmiðla og við höfum rödd. Við getum breytt hlutunum.“ „En það var kannski blanda af nokkrum hlutum sem fékk mig til að tala um þetta. Ungar tónlistarkonur hafa verið að koma til mín og þeim finnst skrítið að ég sé að láta eins og það sé ekkert mál að vera tónlistarkona. T.d. eftir að ég fór í viðtal hjá Pitchfork fyrir fjórum árum talaði ég um að kannski væri ein ástæðan fyrir að stelpur fá ekki viðurkenningu sem pródúsentar sú að þær eru aldrei ljósmyndaðar fyrir framan tækin sín. Þú sérð þær aldrei við mixerinn eða tölvuna að klippa takt. Í kjölfarið varð til vefsíða sem spratt upp af þessu sem ég sagði. Þar birtu þúsundir kvenna myndir af sér fyrir framan vinnutólið sitt og settu á vefinn. Einhver fimmtug hljóðkona frá Bangladess og einhver pönkari í Hong Kong, konur á öllum aldri, allar fyrir framan græjurnar sínar,“ segir hún og hlær. „Þetta varð til þess að ég kveikti á nokkrum perum og hugsaði að ég þyrfti aðeins að sýna lit. Það er rosalega erfitt og subbulegt að draga þetta mál fram núna en ég geri þetta fyrir næstu kynslóð stelpna sem eru að vaxa núna, svo þær þurfi síður að lenda í þessu.“ „Við tökurnar á myndinni fyrir 18 árum brást ég rétt við sem tónlistarkona. Í tvo mánuði mætti ég samviskusamlega á hverjum morgni í vinnuna og skilaði öllu mínu. En það var ekki fyrr en þeir fóru að klippa lögin mín án míns leyfis að ég fór í verkfall í einn dag. Ég skildi mjög vel að það þurfti að lengja eða stytta lögin af því að myndin var að breytast en ég vildi fá að gera þetta á minn tónlistarlega hátt. Og það gekk í gegn, eftir að ég mætti ekki til vinnu í einn dag. Eftir það mætti ég í allt stundvíslega,“ útskýrir Björk sem mótmælti þegar henni fannst brotið á sér sem listamanni. En hún átti erfiðara með að bregðast við kynferðislegu áreitninni. „En ég hafði í raun ekki brugðist við sem kona. Því ég þagði yfir hlutunum. Það var enginn hljómgrunnur fyrir þessu, fyrr en núna.“ „Ef við vorum eitthvað að kvarta yfir einhverju svona, fyrir tíu eða tuttugu árum, þá hlustaði enginn á okkur. Það var bara okkar vandamál.“ „Og svona kynferðisleg áreitni hefur í raun ekkert með kynlíf að gera. Þetta snýst um völd. Það er bara verið að brjóta fólk niður svo að það fái ekki að skína,“ útskýrir Björk sem átti erfitt með að ná utan um það sem var að gerast á sínum tíma. Hún var á þessum tíma hrædd um að vera stimpluð sem hysterísk ef hún færi með þetta í fjölmiðla. En þegar #metoo byltingin fór af stað í október á þessu ári fannst henni hún vera komin með hljómgrunn til að segja frá. „Ég fór að skilja heildarmyndina betur eftir að ég las um Harvey Weinstein málið. Hann refsaði konunum sem gáfu ekki eftir með því að skálda sögur um þær í blöðin. Þetta var einmitt það sem ég lenti í. Það voru ósannar sögur um að ég hefði borðað skyrtu, hrækt á gólfið, mætt illa og einhverjir aðrir farsakenndir hlutir sem ég hef aldrei gert. Þegar tökum lauk flúði ég heim til Íslands í níu mánuði, fór bara í híði og fór ekki í eitt einasta viðtal. Ég vildi bara ekki vera hluti af þessu subbi. En þá byrjuðu þeir að skálda enn þá meira, því að þeir voru með áhyggjur af því að myndin fengi ekki neina umfjöllun,“ segir Björk sem tók þetta afar nærri sér, að ósannar sögur um hana væru að birtast á síðum frétta- og slúðurblaða. Björk tók við verðlaununum með bros á vör.nordicphotos/getty Um vorið árið 2000 fékk Björk svo veður af því að hún ætti möguleika á að vinna til verðlauna fyrir besta leik í aðalkvenhlutverki á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Þá fór ég að hugsa hvað ég ætti að gera. Og ég ákvað bara að af því að ég hafði lagt þetta á mig þá myndi ég fara út. Þetta var erfið ákvörðun. Ég var með Jógu vinkonu minni á þessum tíma, hún var með mér í gegnum þetta allt saman. Og við ákváðum bara að fara til Cannes og taka þetta með trompi.“ Björk fór út, hreppti verðlaunin og tók við þeim með bros á vör. Spurð út í hvort hún sé ánægð með ákvörðunina um að fara til Cannes svarar hún hiklaust játandi. „Nýja platan mín fjallar svolítið um þetta. Um mæðraveldi, feðraveldi og hvernig við getum náð saman á nýjan og frjóan máta. Það er mín skoðun að áður en Lars vann með mér skrifaði hann rullur fyrir kvenpersónurnar sínar sem spegluðu maníuna í honum sjálfum en hann lét eins og það kæmi allt frá leikkonunum. Síðan benti hann á þær eins og hann hefði ekkert með þetta að gera. Eftir myndina með mér, af því að ég lét hann ekki komast upp með það, þá hefur hann viðurkennt að leikkonurnar eru að manifesta hans eigin djöfla. Það er stórmunur þar á. Hann spurði mig líka endurtekið hissa af hverju ég vildi ekki brenna á fórnarlambsbálinu og frelsast, kvenleikkonurnar hans gerðu það venjulega. Ég benti honum á að það væri hin þreytta síendurtekna rulla sem karlaveldið færði okkur, eins og Jóhanna af Örk. Það eru til fjöldamargar kvenerkitýpur, t.d. í norrænni og grískri goðafræði, mjög fjölbreyttar og með alls konar narratífu.“ Breyttir tímar fram undan Innt eftir því hvernig henni líði eftir að hafa deilt sinni hlið á málinu segir hún það vera mikinn létti. Hún segir að það sem sé að gerast núna á netinu, það að fólk sé að fá vettvang til að tala um reynslu sína, geti breytt hlutunum. „En svo held ég að það sé líka mikilvægt að vita hvenær maður á að hætta, að fara ekki yfir strikið.“ „Mér finnst mikilvægt að taka inn í dæmið að karlmenn hafa verið að festast í einhverjum hlutverkum. Við konurnar höfum gert það líka, í einhverju gömlu mynstri. En við erum kannski aðeins á undan þegar kemur að því að vinna í sjálfum okkur og brjótast út úr staðalímyndum. Þeir eru í raun og veru á eftir okkur, smá klaufar,“ segir hún og brosir. „En ég sé núna að strákar, unglingar, þeir eru öðruvísi núna heldur en þeir voru. Þeir eru tilfinningalega miklu opnari. Þessi vandamál verða nefnilega oft til þegar menn og fólk er að bæla tilfinningar sínar niður allt líf sitt og svo brýst þetta út, á einhvern skrítinn hátt. Ég held að það sé að verða breyting.“ Daður og húmor Öll listræn umgjörð í kringum plötuna er einstök og hefur nú þegar vakið mikla athygli. Beðin um að segja nánar frá henni segir Björk umgjörðina vera unna í nánu samstarfi með góðum vinum, meðal annars listamönnunum James Merry, Jesse Kands og tónlistarmanninum Alejandro Ghersi (Arca). Myndefnið í kringum nýjustu plötu Bjarkar hefur vakið mikla athygli. „Ég er náttúrulega mjög tengd James Merry, ég er búin að vinna með honum núna í átta ár. Og við byrjuðum að tala saman um þetta mjög snemma. Mig langaði að búa til, með smá húmor, svona vísindaskáldsögu þar sem við höfðum öll flúið á okkar eyju og þar er svona post-kjarnorkuáhrif liggur við. Þar sem fuglarnir væru að breytast í blóm og blómin væru að breytast fólk, og fólkið væri að breytast í blóm og fugla.“ „Þannig að James, verandi snillingurinn sem hann er, fór út í búð og keypti sér silíkon og lærði bara sjálfur á YouTube eða eitthvað að búa til svona silíkonform heima hjá sér,“ segir hún og hlær. „Svo er líka smá svona „flirt“ í gangi á plötunni og líka húmor. Við erum búin að hanga mikið saman undanfarið, ég, James, Alejandro og Jesse. Og við höfum verið að kjafta mikið um þetta, alveg í einhver tvö ár. Þannig að þetta hefur verið mikil samvinna,“ útskýrir Björk. Hún segir sjálfa sig hafa sterkar skoðanir á listrænni umgjörð hljómplatna sinna og leggur æ meiri vinnu í umgjörðina á hverri nýrri plötu sem hún gerir. Erfði listræna hugsun frá ömmu og mömmu „Þetta byrjar auðvitað þegar ég var í pönkinu, þá mátti ekki vera neitt „visual“ í kringum tónlistina. Það var bara hégómi. Diskóið var náttúrulega bara lögreglumál. Við vorum öll klædd í svart og vorum í raun bara alveg jafn „visual“ og diskófólkið,“ segir hún og hlær. Móðir Bjarkar var listrænn stjórnandi á fyrstu plötu hennar sem kom út þegar Björk var ekki nema 11 ára. „Svo þegar ég geri mína eigin plötu fyrst, þá var ég 27 ára, þá voru liðin einhver 12, 13 ár frá því að ég var í pönkinu. Og þá byrjaði ég að pæla mikið í þessu. Fyrir utan að ég hafði gert mína eigin plötu þegar ég var 11 ára. Þá var mamma mín listrænn stjórnandi. Hún gerði þetta mjög svona DIY fyrir mig. Ég man að hún sagaði spónaplötur og málaði og setti dúsk á þær,“ rifjar Björk upp með bros á vör. „Ég lærði mjög mikið af því,“ bætir hún við og tekur fram að hún sé afar þakklát mömmu sinni fyrir að hafa lagt þessa vinnu í plötuumslagið. Hún reiknar með að mamma hennar og amma eigi stóran þátt í að hún sé myndrænt þenkjandi. „Það er nefnilega annað, sem ég var bara að fatta. Amma mín, hún fór í myndlistarskólann þegar hún var fertug og börnin voru farin að heiman. Ég var elsta barnabarnið og var mikið hjá henni á þessum tíma um helgar og eftir skóla. Hún æfði sig þá á mér og gerði mörg málverk af mér. Hún féll frá fyrir nokkrum árum og þá erum við að sjá öll málverkin aftur, mörg verkin eru af mér. Svo þegar ég byrja aftur að gera tónlist sjálf, þá 27 ára, þá er ég með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað ég vil. En það var búin að vera mjög löng söltun í gangi og ég er kannski fyrst að fatta þetta sjálf. En svo fer þetta alltaf eftir því hvaða teymi er í kringum mann. Og það vill bara þannig til núna að minn nánasti vinahópur er sjónrænt þenkjandi.“ Tónleikaferðalag á næsta ári Að lokum, hvað tekur við þegar Utopia er komin út? „Ég hef smátt og smátt verið að minnka það að túra. Biophilia er fyrsta platan þar sem ég sleppi því að fara í tónleikaferðalag til 100 borga. Þá fórum við bara til 10 borga og vorum í mánuð í hverri borg. Það er líka ein ástæðan fyrir því að það er svona stutt á milli platna núna, því ég túraði ekkert. Ég hélt bara nokkra tónleika. Mig langar miklu meira að vera bara hérna heima og semja. Núna til dæmis set ég enga pressu á mig. Ég ætla ekki að túra fyrr en á næsta ári.“
MeToo Björk Tónlist Tengdar fréttir Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00