Nýtt Cool Runnings ævintýri í uppsiglingu á vetrarólympíuleikunum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 11:30 Nígería mætir í snjóinn. mynd/nígería Handritshöfundur kvikmyndarinnar Cool Runnings, sem fjallar um sanna sögu jamaíska bobsleðaliðsins á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988, er væntanlega byrjaður að ydda blýantinn því annað eins ævintýri gæti verið í uppsiglingu. Kvennalið Nígeríu hefur nefnilega tryggt sér keppnisrétt á þriggja manna bobsleða á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang sem fara fram í byrjun næsta árs en aldrei áður hefur svo mikið sem einn keppandi frá Nígeríu keppt á vetrarólympíuleikunum. Eins og með jamaíska liðið fyrir 29 árum síðan er það byggt upp af fyrrverandi spretthlaupurum en sú sem stýrir vagninum heitir Sean Adigun. Hún er fyrrverandi Afríkumeistari í 100 metra grindahlaupi og keppti fyrir Nígeríu í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún byrjaði að keppa á Bobsleða fyrir þremur árum.Jamaíska bobsleðaliðið velti sleðanum en labbaði með hann í mark sem er ein af sögufrægustu stundum Ólympíuleikanna.vísir/gettyNgozi Onwumere, önnur tveggja sem sér um bremsurnar, var í sigurliði Nígeríu á Afríkuleikunum í 4x100 metra hlaupi en með henni í liði var undrabarnið Blessing Okagbare. Hin bremsukonan heitir Akuoma Omeoga en hún er að keppa fyir Nígeríu í fyrsta sinn. Þremenningarnir tryggðu sér keppnisrétt í Suður-Kóreu í gær með því að klára fimmtu ferðina en lið þurfa að komast klakklaust í gegnum fimm ferðir til að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Þær kláruðu eina keppni í Utah, eina í Whistler og þær síðustu í Calgary á þriðjudaginn og aftur í gær. „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttir í Nígeríu,“ sagði Adigun við KweséESPN. „Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að vita að ég get skapað tækifæri fyrir aðra að taka þátt í vetraríþróttum í Nígeríu.“ Hér að neðan má sjá stutt myndband frá deginum þar sem þær nígerísku kláruðu fimmtu og síðustu ferðina. There's more to bobsled than just sliding on ice! The work these ladies ( @seun_msamazing, @ngozi.onwumere, @akuomaomeoga ) put in before a race is unimaginable. Here's an inside look from start to finish of Race #5 at the North Americas Cup in Calgary, Alberta. : @aminatodunbaku : @baddosneh #teamnigeria #wewill #nigeriabobsled #underarmour #lazer #bsfnigeria #nigerianathletes #calgary #ibsf #love #womenofpower #teamUA A post shared by BOBSLED & SKELETON (@bsfnigeria) on Nov 16, 2017 at 9:17pm PST Aðrar íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Handritshöfundur kvikmyndarinnar Cool Runnings, sem fjallar um sanna sögu jamaíska bobsleðaliðsins á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988, er væntanlega byrjaður að ydda blýantinn því annað eins ævintýri gæti verið í uppsiglingu. Kvennalið Nígeríu hefur nefnilega tryggt sér keppnisrétt á þriggja manna bobsleða á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang sem fara fram í byrjun næsta árs en aldrei áður hefur svo mikið sem einn keppandi frá Nígeríu keppt á vetrarólympíuleikunum. Eins og með jamaíska liðið fyrir 29 árum síðan er það byggt upp af fyrrverandi spretthlaupurum en sú sem stýrir vagninum heitir Sean Adigun. Hún er fyrrverandi Afríkumeistari í 100 metra grindahlaupi og keppti fyrir Nígeríu í þeirri grein á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hún byrjaði að keppa á Bobsleða fyrir þremur árum.Jamaíska bobsleðaliðið velti sleðanum en labbaði með hann í mark sem er ein af sögufrægustu stundum Ólympíuleikanna.vísir/gettyNgozi Onwumere, önnur tveggja sem sér um bremsurnar, var í sigurliði Nígeríu á Afríkuleikunum í 4x100 metra hlaupi en með henni í liði var undrabarnið Blessing Okagbare. Hin bremsukonan heitir Akuoma Omeoga en hún er að keppa fyir Nígeríu í fyrsta sinn. Þremenningarnir tryggðu sér keppnisrétt í Suður-Kóreu í gær með því að klára fimmtu ferðina en lið þurfa að komast klakklaust í gegnum fimm ferðir til að fá að keppa á Ólympíuleikunum. Þær kláruðu eina keppni í Utah, eina í Whistler og þær síðustu í Calgary á þriðjudaginn og aftur í gær. „Þetta er risastórt skref fyrir íþróttir í Nígeríu,“ sagði Adigun við KweséESPN. „Það er ekkert sem gerir mig stoltari en að vita að ég get skapað tækifæri fyrir aðra að taka þátt í vetraríþróttum í Nígeríu.“ Hér að neðan má sjá stutt myndband frá deginum þar sem þær nígerísku kláruðu fimmtu og síðustu ferðina. There's more to bobsled than just sliding on ice! The work these ladies ( @seun_msamazing, @ngozi.onwumere, @akuomaomeoga ) put in before a race is unimaginable. Here's an inside look from start to finish of Race #5 at the North Americas Cup in Calgary, Alberta. : @aminatodunbaku : @baddosneh #teamnigeria #wewill #nigeriabobsled #underarmour #lazer #bsfnigeria #nigerianathletes #calgary #ibsf #love #womenofpower #teamUA A post shared by BOBSLED & SKELETON (@bsfnigeria) on Nov 16, 2017 at 9:17pm PST
Aðrar íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira