Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir mætti glaðbeitt til fundar í Ráðherrabústaðinn í gær. Vísir/eyþór Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira