Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 21:48 Afkomutilkynning Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var gefin út í kvöld. Vísir/Pjetur Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 var neikvæð um 100 milljónir króna. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 sem birt var nú í kvöld. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 7,5 milljarðar króna. Þetta er tilkomið vegna niðurfærslu á lánum, kröfum og öðrum eignum sem tengjast kísilmálmverksmiðjunni United Silicon. Þær nema alls 3,7 milljörðum á fjórðungnum og 4,8 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoman hefði verið jákvæð um 2,6 milljarða á þriðja fjórðungi hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningunni að afkoman sé í takti við væntingar. „Afkoma fyrstu níu mánaða ársins er í takt við væntingar en verulegir einskiptisliðir koma bæði til hækkunar og lækkunar. Grunnreksturinn er fremur stöðugur og vaxta- og þóknanatekjur nálægt okkar væntingum. Fjárhagsstaða bankans er áfram sterk og eiginfjárhlutfall er 27,1%. Afkoman markast hins vegar talsvert af neikvæðum áhrifum tengdum lánveitingum til United Silicon og hlutabréfaeign í félaginu.“ Höskuldur segir einnig að draga þurfi lærdóm af málinu. „Málið átti sér langan aðdraganda og fyrir lágu öll leyfi og samningar um uppbyggingu verksmiðjunnar, orkukaup, helstu aðföng og sölu afurða. Engu að síður er ljóst að draga þarf lærdóm af því hvernig til hefur tekist og það munum við gera. Áfram verður unnið að því að koma starfsemi verksmiðjunnar í gott horf í sátt við samfélagið.“ Auk þess er hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 10,4 milljarðar króna, samanborið við 17,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 6,3% en 11,2% á sama tíma árið 2016. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 var neikvæð um 100 milljónir króna. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 sem birt var nú í kvöld. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 7,5 milljarðar króna. Þetta er tilkomið vegna niðurfærslu á lánum, kröfum og öðrum eignum sem tengjast kísilmálmverksmiðjunni United Silicon. Þær nema alls 3,7 milljörðum á fjórðungnum og 4,8 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoman hefði verið jákvæð um 2,6 milljarða á þriðja fjórðungi hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningunni að afkoman sé í takti við væntingar. „Afkoma fyrstu níu mánaða ársins er í takt við væntingar en verulegir einskiptisliðir koma bæði til hækkunar og lækkunar. Grunnreksturinn er fremur stöðugur og vaxta- og þóknanatekjur nálægt okkar væntingum. Fjárhagsstaða bankans er áfram sterk og eiginfjárhlutfall er 27,1%. Afkoman markast hins vegar talsvert af neikvæðum áhrifum tengdum lánveitingum til United Silicon og hlutabréfaeign í félaginu.“ Höskuldur segir einnig að draga þurfi lærdóm af málinu. „Málið átti sér langan aðdraganda og fyrir lágu öll leyfi og samningar um uppbyggingu verksmiðjunnar, orkukaup, helstu aðföng og sölu afurða. Engu að síður er ljóst að draga þarf lærdóm af því hvernig til hefur tekist og það munum við gera. Áfram verður unnið að því að koma starfsemi verksmiðjunnar í gott horf í sátt við samfélagið.“ Auk þess er hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 10,4 milljarðar króna, samanborið við 17,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 6,3% en 11,2% á sama tíma árið 2016.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira