Kjósendur VG telja sig illa svikna Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2017 15:05 Líklega eru einhverjir í þessum þingflokki með hiksta núna ef sú þjóðtrú stenst að slíkt sæki að þeim sem talað er illa um. visir/stefán Ekki er ofsagt að segja að nú bulli og kraumi og við að sjóða uppúr víða innan vébanda VG eftir að Vísir greindi frá því að þingflokkurinn hafi samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þess má víða sjá stað á Facebook og Twitter. Víst er að margir kjósenda Vinstri hreyfingarinnar töldu sig ekki vera að kjósa flokkinn uppá þau býtti að með því væri verið að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn væri eftir sem áður við völd.Ég, sem kaus VG: pic.twitter.com/cHSjU3Zcsp— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 13, 2017 Og, í raun höfðu kjósendur enga ástæðu til að telja svo vera. Nú er til þess að gera nýlegur pistill sem þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skrifaði og birti á Vísi, farinn á flug í netheimum. Pistillinn birtist 20. september og þar segir meðal annars: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“ Kolbeinn er einn þeirra þingmanna sem samþykkti að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Og keppast menn við að rifja upp svigurmæli í garð Sjálfstæðismanna úr röðum VG nú um stundir. Í aðdraganda kosninga lánuð ýmsir nafn sitt á auglýsingu þar sem segir: „Við teljum að Katrín Jakobsdóttir sé best til þess fallin að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Ekki er loku fyrir það skotið en fullvíst má telja að þetta sé ekki forystan sem menn sáu fyrir sér. Þannig segist einn þeirra, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, vissulega hafa skrifað uppá það fyrir kosningar ... „að ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Það er enn mín skoðun. En ég sagði líka að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur gæti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum - það væri siðferðilega ekki verjandi. Það er líka enn mín skoðun.“ Hér fyrir neðan má orðsendingar frá ýmsum sem eru sannarlega ekki kátir með nýjustu tíðindi, þeirra á meðal flokksbundnir og jafnvel frambjóðendur flokksins.Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2017 Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna: https://t.co/vRy9AcNpt5— Samfylkingin (@Samfylkingin) November 13, 2017 Ég skráði mig í fyrsta sinn í flokk fyrir nýafstaðnar kosningar. Nú virðist ég ætla að fá það rækilega í kollinn. Bjarni Ben er hrappur, punktur. Fuck samstarf við D. Þjónn, það situr vinstriflokkur í súpunni minni.— KØTT GRĀ PJE (@KottGraPje) November 11, 2017 Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ekki er ofsagt að segja að nú bulli og kraumi og við að sjóða uppúr víða innan vébanda VG eftir að Vísir greindi frá því að þingflokkurinn hafi samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þess má víða sjá stað á Facebook og Twitter. Víst er að margir kjósenda Vinstri hreyfingarinnar töldu sig ekki vera að kjósa flokkinn uppá þau býtti að með því væri verið að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn væri eftir sem áður við völd.Ég, sem kaus VG: pic.twitter.com/cHSjU3Zcsp— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 13, 2017 Og, í raun höfðu kjósendur enga ástæðu til að telja svo vera. Nú er til þess að gera nýlegur pistill sem þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skrifaði og birti á Vísi, farinn á flug í netheimum. Pistillinn birtist 20. september og þar segir meðal annars: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“ Kolbeinn er einn þeirra þingmanna sem samþykkti að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Og keppast menn við að rifja upp svigurmæli í garð Sjálfstæðismanna úr röðum VG nú um stundir. Í aðdraganda kosninga lánuð ýmsir nafn sitt á auglýsingu þar sem segir: „Við teljum að Katrín Jakobsdóttir sé best til þess fallin að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Ekki er loku fyrir það skotið en fullvíst má telja að þetta sé ekki forystan sem menn sáu fyrir sér. Þannig segist einn þeirra, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, vissulega hafa skrifað uppá það fyrir kosningar ... „að ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Það er enn mín skoðun. En ég sagði líka að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur gæti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum - það væri siðferðilega ekki verjandi. Það er líka enn mín skoðun.“ Hér fyrir neðan má orðsendingar frá ýmsum sem eru sannarlega ekki kátir með nýjustu tíðindi, þeirra á meðal flokksbundnir og jafnvel frambjóðendur flokksins.Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2017 Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna: https://t.co/vRy9AcNpt5— Samfylkingin (@Samfylkingin) November 13, 2017 Ég skráði mig í fyrsta sinn í flokk fyrir nýafstaðnar kosningar. Nú virðist ég ætla að fá það rækilega í kollinn. Bjarni Ben er hrappur, punktur. Fuck samstarf við D. Þjónn, það situr vinstriflokkur í súpunni minni.— KØTT GRĀ PJE (@KottGraPje) November 11, 2017
Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira