Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 10:49 Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58