Stormur. Dacia Duster. Brjálæðið Bergur Ebbi skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Fólk beitir mismunandi strategíum til að takast á við haustlægðir. Sumir byrgja sig upp af matvörum, slökkva á símum og horfa á sjónvarpið. Aðrir hanga yfir netmiðlum og lesa frásagnir af fjúkandi trampólínum. Sjálfur er ég í eirðarlausa flokknum. Ég breytist í algjöran Ómar Ragnarsson þegar það er stormur úti. Helst vil ég aka fram og til baka um borgina þegar það er stormur. Ég var nánast farinn að sakna þess að hafa ekki fengið almennilega haustlægð til að keyra í gegnum þegar það brast loksins á með dúndrandi lægð um síðustu helgi. Þetta er allt sagt í kaldhæðni. Ég hef ekkert gaman af fárviðri og allra síst að keyra um í slíku veðri. En það eru samt örlög mín. Ég þurfti að hendast út um allan bæ í haustlægðinni. Það voru afmælisboð og frístundir og bara hin almenna manía sem Íslendingar stunda á haustmánuðum til að spyrna við fótum gegn náttúruöflunum. Rosalegast þótti mér að keyra eftir veginum við Hörpu niðri í bæ. Það lá drasl eftir öllum veginum, umferðarkeilur og stórir klumpar úr framkvæmdunum við Geirsgötuna. Þetta var stríðssvæði. Ég setti viðvörunarljósin á og svigaði mig fram hjá hættunum eins og ég væri að spila andstyggilegan tölvuleik. Ég bjóst allt eins við því að fá steypustyrktarjárn í gegnum framrúðuna. Þetta var gothic og gott. Hrolldimmur himinn, öskrandi vindur og frussandi úrhelli. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá túrista í Dacia Duster fyrir aftan mig. Hann var svo skelfdur á svip að ég næ enn að ylja mér við tilhugsunina. Hann var nákvæmlega eins á svipinn og fjölskyldufaðir á ljósmynd sem hægt er að kaupa við þjónustusvæðið sem maður gengur í gegnum þegar maður yfirgefur rússíbana. Augun voru galopin, munnurinn afmyndaður og stjarfur og hann hélt í stýrið með útréttar hendur eins og hann héldi á víra-umluktri sprengju sem hann hefði fundið í hanskahólfinu. Auðvitað er þetta rússibanareið. Ef hér geisuðu ekki skæðar haustlægðir þá væri líklega ekkert varið í að búa hérna. Sumir segja að fortíðin hafi yfir sér rósrauðan blæ. En þannig er það ekki hjá mér. Flestar minningar mínar frá Íslandi eru steingráar. Ég ólst upp í steingráu skeljasandsklæddu hverfi, borðaði steingráa kindakæfu inni í steingráa skólanum mínum og fór svo heim til vinar míns eftir skóla sem bjó í steingrárri kjallaraíbúð og settist á steingráan sófa og spilaði tölvuleiki á steingráa Nintendo tölvu. Þessi vinur minn átti steingráa kanínu sem vappaði um fyrir framan sófann og kúkaði steingráum kúkum. Vinur minn bjó einn með móður sinni en stundum kom stóra systir hans í heimsókn. Hún var rauðhærð og öskraði stanslaust. Það er mín eina minning af henni. Linnulaus öskur og geðshræring sem rauf gráa móðuna, eins og chili fræ á kindakæfubrauðsneið. Yndislegt, eldrautt brjálæði. Ég lofa ekki brjálæðið af vanvirðingu við þá sem þjást af geðsveiflum, þeir eiga alla mína samúð og þeirra reynslu þekki ég innilega og af nánd. Og líklegast er jafnlyndi farsælasta leiðin til að lifa lífinu. En ég neita að trúa að brjálæði sé vanstilling. Það er hluti af stærra mynstri, það er hluti af púls í stærra æðakerfi, og það er hverjum manni ljóst þegar stormurinn geisar. Ég átti eitt sinn hvítan Ford Escort bíl. Þetta var þegar ég var unglingur. Þetta var kannski ekkert frábær bíll, en hann dugði til að rúnta um með vinum mínum sem var mín helsta iðja þegar ég var nýkominn með bílpróf. Og í eitt skiptið sat ég með vinum mínum um miðja nótt fyrir framan hús eins þeirra og við vorum að spjalla. Það var stormur úti, en það var eins og hann væri farinn að lægja, því allt í einu varð hljótt og þægilegt í bílnum. Ég man ekki hvað við töluðum um, en það var mjög merkilegt, eitthvað frumspekilegt og gáfulegt að mati 17 ára krakka, en þá fundum við allt í einu fyrir vindhviðu. Við nánast sáum hana þar sem hún flatti niður tré og skilti á veginum fyrir framan okkur þar til hún sópaði sér undir bílinn og lyfti honum upp. Já. Við lyftumst upp! Kannski ekki nema 10 sentimetra, en nóg til að fá rússíbanafiðring í magann og adrenalínskot í blóðið. Og það var vá! Það var „váááááá“ eins og Bubbi Morthens myndi orða það. Nóg til að bæta upp fyrir allt steingráa sjoppuhangsið, steingráu fúlu morgnana, vonleysið og leiðindin. Við lyftumst tíu sentimetrum nær almættinu. Kannski var það nóg til bæta upp fyrir allt hitt. Þið afsakið þetta sundurlausa flæði minninga. En það er nóvember, kannski skelfilegastur allra mánaða, en hann er mánuðurinn minn því ég fæddist þá. Og maður verður að standa með sínu. Standa með sínu fólki og sínum minningum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Fólk beitir mismunandi strategíum til að takast á við haustlægðir. Sumir byrgja sig upp af matvörum, slökkva á símum og horfa á sjónvarpið. Aðrir hanga yfir netmiðlum og lesa frásagnir af fjúkandi trampólínum. Sjálfur er ég í eirðarlausa flokknum. Ég breytist í algjöran Ómar Ragnarsson þegar það er stormur úti. Helst vil ég aka fram og til baka um borgina þegar það er stormur. Ég var nánast farinn að sakna þess að hafa ekki fengið almennilega haustlægð til að keyra í gegnum þegar það brast loksins á með dúndrandi lægð um síðustu helgi. Þetta er allt sagt í kaldhæðni. Ég hef ekkert gaman af fárviðri og allra síst að keyra um í slíku veðri. En það eru samt örlög mín. Ég þurfti að hendast út um allan bæ í haustlægðinni. Það voru afmælisboð og frístundir og bara hin almenna manía sem Íslendingar stunda á haustmánuðum til að spyrna við fótum gegn náttúruöflunum. Rosalegast þótti mér að keyra eftir veginum við Hörpu niðri í bæ. Það lá drasl eftir öllum veginum, umferðarkeilur og stórir klumpar úr framkvæmdunum við Geirsgötuna. Þetta var stríðssvæði. Ég setti viðvörunarljósin á og svigaði mig fram hjá hættunum eins og ég væri að spila andstyggilegan tölvuleik. Ég bjóst allt eins við því að fá steypustyrktarjárn í gegnum framrúðuna. Þetta var gothic og gott. Hrolldimmur himinn, öskrandi vindur og frussandi úrhelli. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá túrista í Dacia Duster fyrir aftan mig. Hann var svo skelfdur á svip að ég næ enn að ylja mér við tilhugsunina. Hann var nákvæmlega eins á svipinn og fjölskyldufaðir á ljósmynd sem hægt er að kaupa við þjónustusvæðið sem maður gengur í gegnum þegar maður yfirgefur rússíbana. Augun voru galopin, munnurinn afmyndaður og stjarfur og hann hélt í stýrið með útréttar hendur eins og hann héldi á víra-umluktri sprengju sem hann hefði fundið í hanskahólfinu. Auðvitað er þetta rússibanareið. Ef hér geisuðu ekki skæðar haustlægðir þá væri líklega ekkert varið í að búa hérna. Sumir segja að fortíðin hafi yfir sér rósrauðan blæ. En þannig er það ekki hjá mér. Flestar minningar mínar frá Íslandi eru steingráar. Ég ólst upp í steingráu skeljasandsklæddu hverfi, borðaði steingráa kindakæfu inni í steingráa skólanum mínum og fór svo heim til vinar míns eftir skóla sem bjó í steingrárri kjallaraíbúð og settist á steingráan sófa og spilaði tölvuleiki á steingráa Nintendo tölvu. Þessi vinur minn átti steingráa kanínu sem vappaði um fyrir framan sófann og kúkaði steingráum kúkum. Vinur minn bjó einn með móður sinni en stundum kom stóra systir hans í heimsókn. Hún var rauðhærð og öskraði stanslaust. Það er mín eina minning af henni. Linnulaus öskur og geðshræring sem rauf gráa móðuna, eins og chili fræ á kindakæfubrauðsneið. Yndislegt, eldrautt brjálæði. Ég lofa ekki brjálæðið af vanvirðingu við þá sem þjást af geðsveiflum, þeir eiga alla mína samúð og þeirra reynslu þekki ég innilega og af nánd. Og líklegast er jafnlyndi farsælasta leiðin til að lifa lífinu. En ég neita að trúa að brjálæði sé vanstilling. Það er hluti af stærra mynstri, það er hluti af púls í stærra æðakerfi, og það er hverjum manni ljóst þegar stormurinn geisar. Ég átti eitt sinn hvítan Ford Escort bíl. Þetta var þegar ég var unglingur. Þetta var kannski ekkert frábær bíll, en hann dugði til að rúnta um með vinum mínum sem var mín helsta iðja þegar ég var nýkominn með bílpróf. Og í eitt skiptið sat ég með vinum mínum um miðja nótt fyrir framan hús eins þeirra og við vorum að spjalla. Það var stormur úti, en það var eins og hann væri farinn að lægja, því allt í einu varð hljótt og þægilegt í bílnum. Ég man ekki hvað við töluðum um, en það var mjög merkilegt, eitthvað frumspekilegt og gáfulegt að mati 17 ára krakka, en þá fundum við allt í einu fyrir vindhviðu. Við nánast sáum hana þar sem hún flatti niður tré og skilti á veginum fyrir framan okkur þar til hún sópaði sér undir bílinn og lyfti honum upp. Já. Við lyftumst upp! Kannski ekki nema 10 sentimetra, en nóg til að fá rússíbanafiðring í magann og adrenalínskot í blóðið. Og það var vá! Það var „váááááá“ eins og Bubbi Morthens myndi orða það. Nóg til að bæta upp fyrir allt steingráa sjoppuhangsið, steingráu fúlu morgnana, vonleysið og leiðindin. Við lyftumst tíu sentimetrum nær almættinu. Kannski var það nóg til bæta upp fyrir allt hitt. Þið afsakið þetta sundurlausa flæði minninga. En það er nóvember, kannski skelfilegastur allra mánaða, en hann er mánuðurinn minn því ég fæddist þá. Og maður verður að standa með sínu. Standa með sínu fólki og sínum minningum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun