Giskaði næstum því á rétta kílómetratölu Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2017 12:30 Anastasia Dodonova tók í vikunni við lyklunum að nýja bílnum sínum sem hún vann í bílaleik Bílalands. Anastasia Dodonova er ein þeirra sem tóku þátt í bílaleik Bílalands dagana 3. til 18. nóvember. Leikurinn fólst í því að giska á það hvaða tala stæði á kílómetramælinum á ákveðnum bíl í eigu Bílalands og fengi sá þátttakandi bílinn að launum sem giskaði sem næst réttu tölunni. Ekki var gefið upp af hvaða tegund bíllinn væri þótt þátttakendur fengju áskveðnar vísbendingar til að styðjast við. Til að mynda var bíllinn nýskráður árið 2008 og var hann að mati sölumanna að andvirði 450 þúsunda króna. Tekið var fram að hann hefði átt tvo eigendur frá upphafi og hefði alla tíð verið á höfuðborgarsvæðinu. Alls tóku liðlega 2800 manns þátt í leiknum og ein af þeim var Anastasia sem giskaði á að bíllinn væri ekinn 75.436 km. Það reyndist nokkuð nærri lagi því aðeins munaði 71 km á hennar ágiskun og réttu tölunni. Bíllinn reyndist vera Renault Clio, ekinn 75.507 km. Það þýðir að hann hefur aðeins verið ekinn um 8.400 km að meðaltali á ári þau níu ár sem hann hefur verið í umferðinni enda er hann mjög vel með farinn og greinilegt að hann hefur fengið góða umhirðu. Anastasía fékk bílinn afhentan í gær, miðvikudag og óska starfsmenn Bílalands henni innilega til hamingju með nýja jólabílinn. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður
Anastasia Dodonova er ein þeirra sem tóku þátt í bílaleik Bílalands dagana 3. til 18. nóvember. Leikurinn fólst í því að giska á það hvaða tala stæði á kílómetramælinum á ákveðnum bíl í eigu Bílalands og fengi sá þátttakandi bílinn að launum sem giskaði sem næst réttu tölunni. Ekki var gefið upp af hvaða tegund bíllinn væri þótt þátttakendur fengju áskveðnar vísbendingar til að styðjast við. Til að mynda var bíllinn nýskráður árið 2008 og var hann að mati sölumanna að andvirði 450 þúsunda króna. Tekið var fram að hann hefði átt tvo eigendur frá upphafi og hefði alla tíð verið á höfuðborgarsvæðinu. Alls tóku liðlega 2800 manns þátt í leiknum og ein af þeim var Anastasia sem giskaði á að bíllinn væri ekinn 75.436 km. Það reyndist nokkuð nærri lagi því aðeins munaði 71 km á hennar ágiskun og réttu tölunni. Bíllinn reyndist vera Renault Clio, ekinn 75.507 km. Það þýðir að hann hefur aðeins verið ekinn um 8.400 km að meðaltali á ári þau níu ár sem hann hefur verið í umferðinni enda er hann mjög vel með farinn og greinilegt að hann hefur fengið góða umhirðu. Anastasía fékk bílinn afhentan í gær, miðvikudag og óska starfsmenn Bílalands henni innilega til hamingju með nýja jólabílinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður