Þroskasaga þjóðar Birgir Örn Guðjónsson skrifar 12. desember 2017 08:00 Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun