Mercedes Benz selur í Agusta Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 16:07 Agusta AMG hjól og Mercedes Benz AMG bíll í bakgrunni. Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður
Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður