Getur valið úr kennurum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2017 10:15 Ari horfir bjartsýnn fram á veginn enda hefur lánið verið með honum til þessa. Vísir/Eyþór Árnason Það er langt síðan ég ákvað að fara út fyrir landsteinana í nám,“ segir hinn nítján ára Ari Ólafsson sem fékk þær fréttir í jólagjöf að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarháskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni. Ari rekur niðurstöðuna meðal annars til framhaldsstigsprófs við Söngskólann í Reykjavík sem hann tók í fyrrasumar. „Prófdómarinn var bresk söngkona sem heitir Julie Costley-White, hún var svo ánægð með mig að hún stakk upp á að ég tæki inntökupróf í skólann sem hún lærði við, sem er Royal Academy of Music. Hún vildi reyndar líka að ég sækti um í Royal College og Guildhall School of Music & Drama en ég byrjaði á Royal Academy og fékk þar inni frá og með næsta hausti svo ég get sleppt því að sækja um hina,“ segir Ari sem nýtur jólafrísins þessa dagana. „Það var svakaleg vinna fyrir inntökuprófið, ég var síðast úti í London 11. desember. Núna er ég að leika mér í tónlist með Gabríel Ólafssyni, píanóleikara og vini mínum, við erum aðallega í fönkinu. Svo er ég nemandi í Söngskólanum og ætla að klára hann í vor, hef verið síðustu í tvö árin hjá Bergþóri Pálssyni.“ Ari getur valið úr kennurum í Royal Academy. „Það voru tveir kennarar í fyrstu prufunni minni, báðir kenna tenórum og báðir vilja taka við mér. Ég er að fara út að hitta þá í janúar og velja.“ Ævintýrið byrjaði þegar Ari söng hlutverk Olivers Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, ellefu ára gamall. „Mamma dreif mig í prufur, ég átti ekki von á að verða valinn,“ rifjar hann upp. Síðan hefur hann stigið á svið bæði í Borgarleikhúsinu og Hörpunni. Tvívegis hefur hann sungið með Sissel Kyrkjebo á jólatónleikum og einnig kom hann fram á 60 ára afmælistónleikum Bergþórs, kennara síns, í haust. Er hann af söngfólki kominn? „Nei, en amma mín og pabbi Diddúar og Páls Óskars voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni.“ [email protected] Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Það er langt síðan ég ákvað að fara út fyrir landsteinana í nám,“ segir hinn nítján ára Ari Ólafsson sem fékk þær fréttir í jólagjöf að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarháskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni. Ari rekur niðurstöðuna meðal annars til framhaldsstigsprófs við Söngskólann í Reykjavík sem hann tók í fyrrasumar. „Prófdómarinn var bresk söngkona sem heitir Julie Costley-White, hún var svo ánægð með mig að hún stakk upp á að ég tæki inntökupróf í skólann sem hún lærði við, sem er Royal Academy of Music. Hún vildi reyndar líka að ég sækti um í Royal College og Guildhall School of Music & Drama en ég byrjaði á Royal Academy og fékk þar inni frá og með næsta hausti svo ég get sleppt því að sækja um hina,“ segir Ari sem nýtur jólafrísins þessa dagana. „Það var svakaleg vinna fyrir inntökuprófið, ég var síðast úti í London 11. desember. Núna er ég að leika mér í tónlist með Gabríel Ólafssyni, píanóleikara og vini mínum, við erum aðallega í fönkinu. Svo er ég nemandi í Söngskólanum og ætla að klára hann í vor, hef verið síðustu í tvö árin hjá Bergþóri Pálssyni.“ Ari getur valið úr kennurum í Royal Academy. „Það voru tveir kennarar í fyrstu prufunni minni, báðir kenna tenórum og báðir vilja taka við mér. Ég er að fara út að hitta þá í janúar og velja.“ Ævintýrið byrjaði þegar Ari söng hlutverk Olivers Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, ellefu ára gamall. „Mamma dreif mig í prufur, ég átti ekki von á að verða valinn,“ rifjar hann upp. Síðan hefur hann stigið á svið bæði í Borgarleikhúsinu og Hörpunni. Tvívegis hefur hann sungið með Sissel Kyrkjebo á jólatónleikum og einnig kom hann fram á 60 ára afmælistónleikum Bergþórs, kennara síns, í haust. Er hann af söngfólki kominn? „Nei, en amma mín og pabbi Diddúar og Páls Óskars voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni.“ [email protected]
Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið