Við erum sakborningar Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. desember 2017 07:00 Einu sinni þótti í lagi að halda þræla. Einu sinni máttu konur ekki kjósa. Einu sinni var samkynhneigð dauðasök. Einu sinni var fólk brennt á báli fyrir galdra. Hinn alvitri samtími lítur í baksýnisspegilinn og hlær að glappaskotum tímanna sem komu á undan. Hvað var þetta lið að spá? En í dómhörku okkar í garð fortíðarinnar birtist sjálfsblekking samtímans. Það er eins og við teljum að við séum hið útvalda fólk; að einmitt á því herrans ári 2017 náðum við hinum móralska hátindi – „sögulokum“ – og allt sé eins og það eigi að vera. Svo er þó auðvitað ekki. Framtíðin er handan hornsins, hún er sest í dómarasætið og við erum sakborningarnir. En hvað munu afkomendur okkar eftir hundrað ár, árið 2117, álíta helstu feilspor okkar?Þrælahald Þrælahald mun hvergi löglegt í heiminum í dag. Það er þó langt frá því að heyra sögunni til. Talið er að á bilinu 21-49 milljónir manna stundi þrælavinnu. Líklegt er að barnabarnabörnin okkar dæmi okkur hart fyrir flippuðu jólapeysuna sem við klæddumst í jólapartíunum í desember 2017 og kostaði ekki nema fimmhundruð kall í Primark.Neysluhyggja Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Eða það mætti allavega halda það. Við erum þrælar hagfræðikenningar. Okkur hefur verið talin trú um að síaukin neysla sé grundvöllur blómlegs efnahagslífs, hamingju okkar og velfarnaðar. Ef við hættum að neyta er okkur öllum lokið; svona eins og ef við hættum að anda deyjum við. Er í lagi að fyrir lífsstílinn greiðum við með fyrrnefndum smápeningi?Umhverfisspjöll Við vitum vel hverjar afleiðingar losunar gróðurhúsalofttegunda, eyðingar skóga, ofveiðar á fiski og eyðileggingar votlendis eru. Engu að síður gerum við lítið í málinu. Þegar brotaviljinn er einbeittur verður dómurinn þeim mun þyngri.Skammsýni Gárur gjörða okkar gjálfra við framtíðar strendur. Sem dæmi getur kjarnorkuúrgangur verið geislavirkur í milljónir ára. Árið 2017 njóta aðeins núlifandi kynslóðir réttinda. En hver gætir réttinda komandi kynslóða? Fordæmið er fyrir hendi; við veitum þeim sem ekki eru í aðstöðu til að standa vörð um eigin hagsmuni ákveðin réttindi – svo sem börnum og dýrum. Gæti farið svo að barnabarnabörnin okkar fordæmi okkur fyrir að hafa ekki sýnt þeim ófæddum sömu háttvísi?Börn og dýr Og talandi um börn og dýr. Meðferð okkar á dýrum sem alin eru til manneldis mun án efa vekja hrylling með komandi kynslóðum. En það kunna hlutir sem okkur virðast ósköp sakleysislegir einnig gera. Til að mynda skólaganga barna. Við rífum börn og unglinga upp af værum svefni eldsnemma og í trássi við líkamsklukku þeirra svo þau megi sitja innilokuð og grafkyrr allan daginn á meðan þau eru mötuð af meintum fróðleik. Mannúð eða mannvonska?Áramót Í vikunni lagði Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari til að bannað yrði að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld. „Þetta er eitt af því sem fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni,“ sagði Sævar Helgi í samtali við Visir.is. Fúkyrðunum rigndi yfir Sævar Helga í kjölfarið. Það eru áramót. Allir eru kátir. Það er borðað, drukkið, hlegið, horft á Áramótaskaupið og vonandi hlegið aðeins meira. Þvínæst halda allir út. Í næturkuli, laust fyrir miðnætti, taka landsmenn sig til og sýna fram á einstakan samtakamátt þjóðar er þeir fylla andrúmsloftið af ryki og þungmálmum sem fara upp í lofthjúpinn og síðan út í umhverfið. Efnin enda í vatninu, í æti lífvera og loks í lífríkinu sem við sjálf nærumst á. Fólk með astma og öndunarfærasjúkdóma er í hættu. Fólk slasast, húð brennur, augu eyðileggjast. Dýr ærast. Líkur eru á að flugeldarnir hafi verið framleiddir við bágbornar og hættulegar aðstæður. Kannski af þrælum. Þurfum við að velkjast í vafa um hvaða augum framtíðin mun líta þessa andartaks skemmtun okkar á áramótum? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Einu sinni þótti í lagi að halda þræla. Einu sinni máttu konur ekki kjósa. Einu sinni var samkynhneigð dauðasök. Einu sinni var fólk brennt á báli fyrir galdra. Hinn alvitri samtími lítur í baksýnisspegilinn og hlær að glappaskotum tímanna sem komu á undan. Hvað var þetta lið að spá? En í dómhörku okkar í garð fortíðarinnar birtist sjálfsblekking samtímans. Það er eins og við teljum að við séum hið útvalda fólk; að einmitt á því herrans ári 2017 náðum við hinum móralska hátindi – „sögulokum“ – og allt sé eins og það eigi að vera. Svo er þó auðvitað ekki. Framtíðin er handan hornsins, hún er sest í dómarasætið og við erum sakborningarnir. En hvað munu afkomendur okkar eftir hundrað ár, árið 2117, álíta helstu feilspor okkar?Þrælahald Þrælahald mun hvergi löglegt í heiminum í dag. Það er þó langt frá því að heyra sögunni til. Talið er að á bilinu 21-49 milljónir manna stundi þrælavinnu. Líklegt er að barnabarnabörnin okkar dæmi okkur hart fyrir flippuðu jólapeysuna sem við klæddumst í jólapartíunum í desember 2017 og kostaði ekki nema fimmhundruð kall í Primark.Neysluhyggja Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Eða það mætti allavega halda það. Við erum þrælar hagfræðikenningar. Okkur hefur verið talin trú um að síaukin neysla sé grundvöllur blómlegs efnahagslífs, hamingju okkar og velfarnaðar. Ef við hættum að neyta er okkur öllum lokið; svona eins og ef við hættum að anda deyjum við. Er í lagi að fyrir lífsstílinn greiðum við með fyrrnefndum smápeningi?Umhverfisspjöll Við vitum vel hverjar afleiðingar losunar gróðurhúsalofttegunda, eyðingar skóga, ofveiðar á fiski og eyðileggingar votlendis eru. Engu að síður gerum við lítið í málinu. Þegar brotaviljinn er einbeittur verður dómurinn þeim mun þyngri.Skammsýni Gárur gjörða okkar gjálfra við framtíðar strendur. Sem dæmi getur kjarnorkuúrgangur verið geislavirkur í milljónir ára. Árið 2017 njóta aðeins núlifandi kynslóðir réttinda. En hver gætir réttinda komandi kynslóða? Fordæmið er fyrir hendi; við veitum þeim sem ekki eru í aðstöðu til að standa vörð um eigin hagsmuni ákveðin réttindi – svo sem börnum og dýrum. Gæti farið svo að barnabarnabörnin okkar fordæmi okkur fyrir að hafa ekki sýnt þeim ófæddum sömu háttvísi?Börn og dýr Og talandi um börn og dýr. Meðferð okkar á dýrum sem alin eru til manneldis mun án efa vekja hrylling með komandi kynslóðum. En það kunna hlutir sem okkur virðast ósköp sakleysislegir einnig gera. Til að mynda skólaganga barna. Við rífum börn og unglinga upp af værum svefni eldsnemma og í trássi við líkamsklukku þeirra svo þau megi sitja innilokuð og grafkyrr allan daginn á meðan þau eru mötuð af meintum fróðleik. Mannúð eða mannvonska?Áramót Í vikunni lagði Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari til að bannað yrði að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld. „Þetta er eitt af því sem fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni,“ sagði Sævar Helgi í samtali við Visir.is. Fúkyrðunum rigndi yfir Sævar Helga í kjölfarið. Það eru áramót. Allir eru kátir. Það er borðað, drukkið, hlegið, horft á Áramótaskaupið og vonandi hlegið aðeins meira. Þvínæst halda allir út. Í næturkuli, laust fyrir miðnætti, taka landsmenn sig til og sýna fram á einstakan samtakamátt þjóðar er þeir fylla andrúmsloftið af ryki og þungmálmum sem fara upp í lofthjúpinn og síðan út í umhverfið. Efnin enda í vatninu, í æti lífvera og loks í lífríkinu sem við sjálf nærumst á. Fólk með astma og öndunarfærasjúkdóma er í hættu. Fólk slasast, húð brennur, augu eyðileggjast. Dýr ærast. Líkur eru á að flugeldarnir hafi verið framleiddir við bágbornar og hættulegar aðstæður. Kannski af þrælum. Þurfum við að velkjast í vafa um hvaða augum framtíðin mun líta þessa andartaks skemmtun okkar á áramótum? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun