Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2018 11:59 Þykk mengunarþoka lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. Ný rannsókn bendir til að lág gildi loftmengunar í skamman tíma leiði til aukinnar dánartíðni. Vísir/Egill Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tengt skammtíma loftmengun við ótímabær dauðsföll eldri borgara í Bandaríkjunum. Eldra fólk sem andar að sér fínum mengunarögnum og ósoni í skamman tíma, jafnvel þó að styrkurinn sé vel undir heilsumörkum, er líklegra til að deyja fyrir aldur fram. Í frétt á vef Harvard-háskóla kemur fram að fyrri rannsóknir hafi tengt aukna dánartíðni við fínt svifryk (PM 2,5) og óson. Ný rannsókn vísindamanna við Harvard er sögð sú ítarlegasta á fólki sem verður fyrir mengun í skamman tíma og áhrif þess á dánartíðni. Grein um rannsóknina birtist í Riti læknafélags Bandaríkjanna (JAMA) á öðrum degi jóla. „Við komumst að því að dánartíðni eykst nánast línulega eftir því sem loftmengun eykst. Öll loftmengun, alveg sama hversu lítil hún er, er skaðleg heilsu manna,“ segir Francesca Dominici, prófessor í líftölfræði og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Vísindamennirnir notuðu líkan um dreifingu loftmengunar yfir Bandaríkjunum og tengdu gögnin við tölur um dánartíðni yfir þrettán ára tímabil. Niðurstaða þeirra var að dánartíðnin jókst um 1,05% fyrir hver tíu míkrógrömm fínna rykagna í rúmmetra.Leiðir til hundruð dauðsfalla aukalega á ári Þó að hlutfallshækkunin sé tiltölulega lág þýðir hún að hækkun í gildi fínnar loftmengunar um 1 míkrógramm á rúmmetra leiddi til 550 dauðsfalla til viðbótar á ári og rúmlega sjö þúsund á þrettán ára tímabili rannsóknarinnar. Dánartíðni jókst einnig með auknum styrk ósons. Qian Di, aðalhöfundur annarrar rannsóknar á langtímaáhrifum loftmengunar á dánartíðni fólks frá því í sumar, telur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar um skammtímaáhrif ættu að vera Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilefni til að endurmeta loftgæðaviðmið. Töluverð umræða hefur verið um loftmengun af völdum flugelda á Íslandi í kringum þessi áramót. Mikil notkun flugelda í bland við óhagstæðar veðuraðstæður olli því að hæstu sólahringsgildi svifryksmengunar frá upphafi mælinga mældust á fyrstu klukkustund ársins við Grensásveg í Reykjavík. Styrkurinn var meiri en í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Flugeldar Vísindi Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tengt skammtíma loftmengun við ótímabær dauðsföll eldri borgara í Bandaríkjunum. Eldra fólk sem andar að sér fínum mengunarögnum og ósoni í skamman tíma, jafnvel þó að styrkurinn sé vel undir heilsumörkum, er líklegra til að deyja fyrir aldur fram. Í frétt á vef Harvard-háskóla kemur fram að fyrri rannsóknir hafi tengt aukna dánartíðni við fínt svifryk (PM 2,5) og óson. Ný rannsókn vísindamanna við Harvard er sögð sú ítarlegasta á fólki sem verður fyrir mengun í skamman tíma og áhrif þess á dánartíðni. Grein um rannsóknina birtist í Riti læknafélags Bandaríkjanna (JAMA) á öðrum degi jóla. „Við komumst að því að dánartíðni eykst nánast línulega eftir því sem loftmengun eykst. Öll loftmengun, alveg sama hversu lítil hún er, er skaðleg heilsu manna,“ segir Francesca Dominici, prófessor í líftölfræði og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Vísindamennirnir notuðu líkan um dreifingu loftmengunar yfir Bandaríkjunum og tengdu gögnin við tölur um dánartíðni yfir þrettán ára tímabil. Niðurstaða þeirra var að dánartíðnin jókst um 1,05% fyrir hver tíu míkrógrömm fínna rykagna í rúmmetra.Leiðir til hundruð dauðsfalla aukalega á ári Þó að hlutfallshækkunin sé tiltölulega lág þýðir hún að hækkun í gildi fínnar loftmengunar um 1 míkrógramm á rúmmetra leiddi til 550 dauðsfalla til viðbótar á ári og rúmlega sjö þúsund á þrettán ára tímabili rannsóknarinnar. Dánartíðni jókst einnig með auknum styrk ósons. Qian Di, aðalhöfundur annarrar rannsóknar á langtímaáhrifum loftmengunar á dánartíðni fólks frá því í sumar, telur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar um skammtímaáhrif ættu að vera Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilefni til að endurmeta loftgæðaviðmið. Töluverð umræða hefur verið um loftmengun af völdum flugelda á Íslandi í kringum þessi áramót. Mikil notkun flugelda í bland við óhagstæðar veðuraðstæður olli því að hæstu sólahringsgildi svifryksmengunar frá upphafi mælinga mældust á fyrstu klukkustund ársins við Grensásveg í Reykjavík. Styrkurinn var meiri en í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum.
Flugeldar Vísindi Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36