Leyndarhyggja menntakerfisins Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Undanfarnar vikur, þegar ég hef farið með dóttur mína á leikskólann sem hún sækir hér í London, hef ég læðst með veggjum. Ástæðan er sú að ég vildi heldur plokka af mér hvert einasta líkamshár með flísatöng en að tala við aðra foreldra. Á hverjum einasta morgni í anddyri leikskólans, í hverju einasta barnaafmæli, í hverjum einasta blauta bröns ræða breskir foreldrar ekki um annað en skólamál. Með svalasta freyðivínið í glasi í annarri hendi – að sögn er kampavín úti en prósekkó inni – kál og kínóabollur á tannstöngli í hinni og litlu Suzie eða litla John hangandi á fótleggnum ræða foreldrarnir um gæði grunnskólanna í hverfinu af svo miklum tilfinningahita að ætla mætti að verið væri að leysa sjálfa lífsgátuna. Málið er þeim svo hugleikið að þótt fréttir bærust af því að loftsteinn stefndi í átt að jörðu og væri við að má út allt líf snerist umræðan enn um skólamál. Dóttir mín mun byrja í skóla næsta haust. Frestur til að sækja um skóla rann út í síðustu viku. Ég nenni því ekki að ræða þessi mál lengur. Eins og við Íslendingar segjum: „Þetta reddast.“ Ég get að vísu trútt um talað. Því fyrir einskæra tilviljun nýt ég góðs af áhrifamætti gagnaöflunar.Frábær falleinkunn Eftir að ég flutti í hverfið þar sem ég bý nú komst ég að því að skólinn næstur heimili okkar var í lamasessi. Opinbera eftirlitsstofnunin Ofsted, sem mælir gæði skóla í Bretlandi, gaf skólanum næstlélegustu einkunn sem gefin er. En þessi falleinkunn reyndist það besta sem gat komið fyrir skólann. Foreldrar hverfisins urðu brjálaðir. Ráðinn var nýr skólastjóri og var honum falið að gera umbætur á skólastarfinu. Skólinn tók svo miklum framförum að í nýjustu mælingu Ofsted fékk hann næstbestu einkunn.Upplýsing gamaldags Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, nýkjörinn formaður Félags grunnskólakennara, var tekin tali í Kastljósi Sjónvarpsins í vikunni. Þar var hún spurð út í bága frammistöðu íslenskra nemenda í samanburðarrannsóknum á borð við PISA-könnunina. Þorgerður Laufey brást við með því að gera lítið úr mælingunum. Sagði hún menntun eiga að auka og ydda mennskuna og PISA-könnunin mældi þekkingu sem gæti „orðið úrelt á morgun eins og bensínbílarnir“. Við Íslendingar tökum að jafnaði mark á alþjóðlegum samanburðarkönnunum. Oft komum við vel út úr þeim og fögnum árangrinum stolt. Ein er hins vegar sú könnun sem virðist hafa verið dæmd ómarktæk með öllu. Og fyrir undarlega tilviljun er það einmitt könnunin sem við komum hvað verst út úr. Það virðist vera orðin þjóðaríþrótt að gera lítið úr PISA-könnuninni. Árið 2014 hafnaði skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar tillögu Sjálfstæðisflokksins um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA-könnun frá árinu 2012. Var tillagan sögð bera vott um „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt“. Í fyrra var sama uppi á teningnum.Að PISA í skóinn sinn En Þorgerður Laufey ræddi fleira í Kastljósinu en PISA-kannanir. Eitt helsta baráttumál sitt sagði hún vera að tryggja að horfið yrði frá aukinni viðveruskyldu kennara því breytingin hefði dregið mjög úr starfsánægju stéttarinnar. Ef kannanir sýna að dregið hafi úr starfsánægju kennara er bæði brýnt og rökrétt að gripið sé til úrbóta. En er ekki eðlilegt að nemendum sé sýnd sama virðing? Ef kannanir sýna að námsárangur íslenskra grunnskólanema sé undir meðallagi og að hann fari jafnvel versnandi, er ekki brýnt og rökrétt að bregðast við með úrbótum? Skóli dóttur minnar í London fékk falleinkunn fyrir ekki svo löngu. Vegna þess að árangur breskra skóla er mældur og niðurstöðurnar gerðar opinberar var hægt að krefjast úrbóta sem skiluðu sér hratt og vel. Í stað þess að gera lítið úr könnunum sem sýna óviðunandi árangur íslensks menntakerfis, í stað þess að kalla mælingar „gamaldags sýn“ og námsfög á borð við stærðfræði og lestur „úrelta þekkingu“, í stað þess að leyna foreldra markvisst upplýsingum, væri ekki nær að líta á niðurstöðurnar sem hvatningu til að gera betur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Undanfarnar vikur, þegar ég hef farið með dóttur mína á leikskólann sem hún sækir hér í London, hef ég læðst með veggjum. Ástæðan er sú að ég vildi heldur plokka af mér hvert einasta líkamshár með flísatöng en að tala við aðra foreldra. Á hverjum einasta morgni í anddyri leikskólans, í hverju einasta barnaafmæli, í hverjum einasta blauta bröns ræða breskir foreldrar ekki um annað en skólamál. Með svalasta freyðivínið í glasi í annarri hendi – að sögn er kampavín úti en prósekkó inni – kál og kínóabollur á tannstöngli í hinni og litlu Suzie eða litla John hangandi á fótleggnum ræða foreldrarnir um gæði grunnskólanna í hverfinu af svo miklum tilfinningahita að ætla mætti að verið væri að leysa sjálfa lífsgátuna. Málið er þeim svo hugleikið að þótt fréttir bærust af því að loftsteinn stefndi í átt að jörðu og væri við að má út allt líf snerist umræðan enn um skólamál. Dóttir mín mun byrja í skóla næsta haust. Frestur til að sækja um skóla rann út í síðustu viku. Ég nenni því ekki að ræða þessi mál lengur. Eins og við Íslendingar segjum: „Þetta reddast.“ Ég get að vísu trútt um talað. Því fyrir einskæra tilviljun nýt ég góðs af áhrifamætti gagnaöflunar.Frábær falleinkunn Eftir að ég flutti í hverfið þar sem ég bý nú komst ég að því að skólinn næstur heimili okkar var í lamasessi. Opinbera eftirlitsstofnunin Ofsted, sem mælir gæði skóla í Bretlandi, gaf skólanum næstlélegustu einkunn sem gefin er. En þessi falleinkunn reyndist það besta sem gat komið fyrir skólann. Foreldrar hverfisins urðu brjálaðir. Ráðinn var nýr skólastjóri og var honum falið að gera umbætur á skólastarfinu. Skólinn tók svo miklum framförum að í nýjustu mælingu Ofsted fékk hann næstbestu einkunn.Upplýsing gamaldags Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, nýkjörinn formaður Félags grunnskólakennara, var tekin tali í Kastljósi Sjónvarpsins í vikunni. Þar var hún spurð út í bága frammistöðu íslenskra nemenda í samanburðarrannsóknum á borð við PISA-könnunina. Þorgerður Laufey brást við með því að gera lítið úr mælingunum. Sagði hún menntun eiga að auka og ydda mennskuna og PISA-könnunin mældi þekkingu sem gæti „orðið úrelt á morgun eins og bensínbílarnir“. Við Íslendingar tökum að jafnaði mark á alþjóðlegum samanburðarkönnunum. Oft komum við vel út úr þeim og fögnum árangrinum stolt. Ein er hins vegar sú könnun sem virðist hafa verið dæmd ómarktæk með öllu. Og fyrir undarlega tilviljun er það einmitt könnunin sem við komum hvað verst út úr. Það virðist vera orðin þjóðaríþrótt að gera lítið úr PISA-könnuninni. Árið 2014 hafnaði skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar tillögu Sjálfstæðisflokksins um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA-könnun frá árinu 2012. Var tillagan sögð bera vott um „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt“. Í fyrra var sama uppi á teningnum.Að PISA í skóinn sinn En Þorgerður Laufey ræddi fleira í Kastljósinu en PISA-kannanir. Eitt helsta baráttumál sitt sagði hún vera að tryggja að horfið yrði frá aukinni viðveruskyldu kennara því breytingin hefði dregið mjög úr starfsánægju stéttarinnar. Ef kannanir sýna að dregið hafi úr starfsánægju kennara er bæði brýnt og rökrétt að gripið sé til úrbóta. En er ekki eðlilegt að nemendum sé sýnd sama virðing? Ef kannanir sýna að námsárangur íslenskra grunnskólanema sé undir meðallagi og að hann fari jafnvel versnandi, er ekki brýnt og rökrétt að bregðast við með úrbótum? Skóli dóttur minnar í London fékk falleinkunn fyrir ekki svo löngu. Vegna þess að árangur breskra skóla er mældur og niðurstöðurnar gerðar opinberar var hægt að krefjast úrbóta sem skiluðu sér hratt og vel. Í stað þess að gera lítið úr könnunum sem sýna óviðunandi árangur íslensks menntakerfis, í stað þess að kalla mælingar „gamaldags sýn“ og námsfög á borð við stærðfræði og lestur „úrelta þekkingu“, í stað þess að leyna foreldra markvisst upplýsingum, væri ekki nær að líta á niðurstöðurnar sem hvatningu til að gera betur?
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun