Glíman við ef og hefði Stefán Pálsson skrifar 27. janúar 2018 10:00 Íslenskir glímukappar sýna á Ólympíuleikunum í Amsterdam árið 1912. Mynd/Getty Íþróttasaga Íslendinga hefur að geyma frásagnir af sætum sigrum jafnt sem sárum vonbrigðum. Öðru hvoru hafa íslenskir íþróttamenn unnið afrek á heimsmælikvarða og sagan verður enn glæstari ef gripið er til höfðatölureglunnar sívinsælu. En það eru ekki síður mörg dæmin þar sem velta má því fyrir sér hvað hefði getað gerst – allar hetjudáðirnar sem hefðu getað unnist ef tilviljanir hefðu hagað málum örlítið öðruvísi eða einstakar ákvarðanir orðið á annan veg. Æsilegasta sagan gerist oft í þáskildagatíð. Vetrarólympíuleikar standa nú fyrir dyrum í Suður-Kóreu. Ísland hefur átt keppendur á öllum vetrarólympíuleikum frá árinu 1948, ef frá eru taldir leikarnir árið 1972 sem fram fóru í Sapporo í Japan. Enn oftar hafa Íslendingar þó verið með á sumarleikum eða samfleytt frá Berlínarleikunum árið 1936. Þar á undan höfðu íslenskir íþróttamenn komið við sögu á þrennum leikum. Í Lundúnum árið 1908 keppti Jóhannes Jósefsson, sem síðar var kenndur við Hótel Borg, í grísk-rómverskri glímu. Hann var þá í hópi glímumanna sem hugðust kynna gestum Ólympíuleikanna íslenska glímu. Fjórum árum síðar sendu Íslendingar aftur glímuflokk til sýninga, þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Stokkhólmi. Í það skiptið spreytti Sigurjón Pétursson frá Álafossi sig á grísk-rómversku glímunni, en einnig tók Jón Halldórsson þátt í 200 metra hlaupi. Hafa Íslendingar ætíð litið á þá Jóhannes, Sigurjón og Jón sem fyrstu keppendur Íslands á Ólympíuleikum, þótt væntanlega séu þeir flokkaðir sem Danir í bókum Alþjóðaólympíunefndarinnar.Undir röngum fána Árið 1920 voru Ólympíuleikarnir haldnir í belgísku borginni Antwerpen. Þótt Ísland væri orðið fullvalda ríki, var enn ekki búið að koma á laggirnar fullgildri íslenskri Ólympíunefnd. Fyrir vikið þurfti hlauparinn Jón Kaldal að sætta sig við að keppa undir merkjum Danmerkur í 5.000 metra hlaupi. Náði Jón sér engan veginn á strik og var hann þess fullviss að árangurinn hefði orðið betri ef honum hefði boðist að keppa undir fána Íslands. Samúel Thorsteinsson var í leikmannahópi danska knattspyrnuliðsins á leikunum, en kom ekki við sögu. Þá var hópur Vestur-Íslendinga í sigursveit Kanada í ísknattleik. Ef horft er framhjá þessum óopinberu fulltrúum Íslands á Antwerpen-leikunum, létu Íslendingar ekkert til sín taka í Ólympíusögu þriðja áratugarins. Litlu mátti þó muna að þróunin hefði orðið allt önnur. Litlar tilviljanir og umdeildar ákvarðanir höfðu þar mikið að segja. Sem fyrr segir sendu Íslendingar glímumenn til Lundúna og Stokkhólms árin 1908 og 1912. Vegna velvilja Svía, fékkst glíman sýnd á sjálfum Ólympíuleikvangnum og var greinin ásamt hafnabolta önnur aðeins tveggja opinberra sýningargreina leikanna. Í raun er það magnað að sérviskuleg fangbragðaíþrótt, sem einungis var iðkuð af Íslendingum, öðlaðist slíkan sess og verður ekki skilið nema sem sérstakt vinarbragð gestgjafanna. Íslendingar voru hins vegar höfðingjadjarfir og töldu í raun sjálfsagt að glíman yrði alheimsíþrótt, enda öðrum glímuafbrigðum fegurri og tignarlegri að þeirra mati. Glímuforkólfum Íslands tókst meira að segja að koma því til leiðar að keppt væri um glímubikar í Stokkhólmi, sem skyldi verða farandgripur á komandi leikum. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar féllu Ólympíuleikarnir 1916 niður, en fjórum árum síðar tóku Íslendingar þráðinn upp að nýju. Þeir settu sig í samband við Alþjóðaólympíunefndina, fengu vilyrði fyrir þátttöku og staðfestingu á að glíman yrði á dagskrá í Antwerpen og keppt um bikarinn góða. Má ljóst vera að stjórnendurnir hafa talið sig bundna af loforðinu átta árum fyrr. Í Reykjavík hófst undirbúningur fyrir þátttöku, leitað var til Alþingis eftir ferðastyrk og farið var að huga að því að velja glímumenn til að halda hróðri landsins á lofti í Belgíu. Áður en til þess kom bárust hins vegar fregnir af fyrirhugaðri heimsókn Kristjáns tíunda konungs Íslands og Danmerkur sumarið 1920. Undirbúningsnefndin óskaði eftir að konungi yrði sýnd glíma, helst á Þingvöllum. Þá voru góð ráð dýr. Ekki þótti sæmandi að bjóða konungi upp á annað en bestu glímumenn þjóðarinnar og heimsóknin rækist á við Ólympíuleikana.Plakatið fyrir Ólympíuleikana í París 1924.Furðuleg ákvörðun Íþróttaforystan ákvað að taka konunginn fram yfir utanförina. Alþjóðaólympíunefndinni var tilkynnt að glímukappar Íslands væru vant við látnir og að ekkert gæti orðið af sýningunni. Eftir á að hyggja virðist þessi ákvörðun óskiljanleg. Íslenskir glímumenn höfðu látið sig dreyma um að kynna heiminum íþrótt sína og voru komnir með fótinn milli stafs og hurðar í dyragátt sjálfra Ólympíuleikanna. Ef keppt hefði verið um glímubikarinn á 1920-leikunum má ætla að það sama hefði gerst í París fjórum árum síðar. Hver veit nema hinn fjarstæðukenndi draumur um að glíman yrði fullgild Ólympíugrein hefði getað orðið að veruleika? En á það reyndi aldrei. Glímumenn drógu sig í hlé – til þess að sýna sig fyrir kónginum (sem hefði hvort sem er aldrei séð neinn mun á afburðaglímumönnum og minni spámönnum). Alþjóðaólympíunefndin var laus af önglinum og glímubikarinn endaði á Ólympíusafninu í Sviss. Og til að bíta höfuðið af skömminni, datt Kristján kóngur af hestbaki, meiddist á hné og frestaði Íslandsferðinni til ársins 1921. Mikill hugur var í íslenskum íþróttamönnum að láta til sín taka á Parísarleikunum 1924. En eftir því sem leikarnir færðust nær var sem Íþróttasambandið missti móðinn. Knattspyrnumenn voru hins vegar fullir sjálfstrausts. Eftir að hafa tekið á móti fyrsta erlenda kappliðinu sumarið 1919 töldu þeir tímabært að huga að keppnisferð til útlanda. Stofnuð var sérstök Ólympíunefnd knattspyrnumanna árið 1922 með það að markmiðið að safna fyrir Parísarferðinni. Peningasöfnunin gekk vel og munaði þar mest um vinsæla uppsetningu á Skugga-Sveini, með fótboltaköppum í öllum hlutverkum. Þá bauð nefndin skoskum knattspyrnuflokki til Reykjavíkur og græddi vel á leikjunum. En þótt fjármálahliðin liti ágætlega út, reyndist íþróttapólitíkin þyngri í vöfum. Sífelldir árekstrar voru á milli ÍSÍ og Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Ólympíunefnd Íslands var stofnuð árið 1921 og þar á bæ var litið svo á að knattspyrnumenn væru komnir langt út fyrir valdsvið sitt. Vegna þessa ágreinings varð ekkert úr því að Ísland tefldi fram sínu fyrsta fótboltalandsliði í París sumarið 1924, 22 árum áður en íslenska landsliðið þreytti frumraun sína á Melavellinum í Reykjavík. Ísland hefði þannig brotið blað í knattspyrnusögunni með því að leika sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti – en FIFA hafði lýst því yfir að sigurvegarar Ólympíukeppninnar myndu jafnframt teljast fyrstu heimsmeistarar sögunnar. Vart er hægt að hugsa þá hugsun til enda hvílíka útreið íslensku fótboltamennirnir hefðu hlotið í sínum fyrsta leik á grasvelli, á móti sumum bestu leikmönnum síns tíma. Hætt er við að 14:2 tapið alræmda hefði bliknað við hliðina á þeirri slátrun sem óhjákvæmilega hefði átt sér stað í fyrsta og eina leik Íslands á Parísarleikunum, en um útsláttarkeppni var að ræða.Glötuð gullverðlaun? Segja má að Íslendingar hafi sloppið með skrekkinn þegar hætt var við að senda fótboltalandslið til Parísar 1924. Á hinn bóginn velta ýmsir íþróttaáhugamenn því fyrir sér hvað hefði getað gerst á Amsterdamleikunum fjórum árum síðar ef íþróttaforystan hefði tekið aðra ákvörðun á afdrifaríku augnabliki. Á seinni hluta þriðja áratugarins var mikill vöxtur í fimleikalífi Íslendinga. Einkum hafði Íþróttafélag Reykjavíkur á að skipa öflugum kvennaflokki í fimleikum. Flokkurinn hélt í sýningarferð um Norðurlöndin árið 1927 og þótti slík hópferð íþróttakvenna mikil tíðindi á þeim árum. Fimleikastúlkurnar úr ÍR fengu hvarvetna lof og prís í ferðinni og varð því úr að ráðast í enn lengra ferðalag árið eftir. Franska fimleikasambandið fagnaði 50 ára afmæli sínu með risastórri fimleikahátíð í Calais sumarið 1928. Þangað mætti fimleikafólk frá tugum landa og íbúafjöldi borgarinnar nálega tvöfaldaðist, slíkur var áhorfendastraumurinn. Í hugum fimleikafólks var hátíðin í Calais einhver stærsti viðburður í sögu íþróttarinnar og höfðu stjórnendur ÍR mikinn hug á að senda lið sitt til leiks. En þetta sama sumar voru Ólympíuleikar í Amsterdam, þar sem hópfimleikar kvenna voru í fyrsta sinn á dagskránni. ÍR-ingar sóttu um styrk frá Alþingi til að senda lið sitt til keppni á Ólympíuleikunum. Afgreiðsla þingsins dróst hins vegar og þegar styrkurinn fékkst að lokum var íslenska Ólympíunefndin búin að tilkynna mótshöldurum að enginn keppnisflokkur kæmi frá Íslandi. Ekki var talin ástæða til að breyta þessari ákvörðun þrátt fyrir fjárveitinguna, enda væri í raun meira grætt á að taka þátt í hátíðinni í Calais. Skemmst er frá því að segja að íslensku fimleikastúlkurnar voru ausnar lofi fyrir frammistöðu sína í Frakklandi og ekki síður í Lundúnum, þar sem þær höfðu viðdvöl á leiðinni heim. Á leikunum í Amsterdam kepptu hins vegar fimm stúlknaflokkar, þar sem lið heimakvenna þótti í nokkrum sérflokki. Hver veit nema örlítið skjótari afgreiðsla þingsins hefði orðið til þess að Íslendingar hefðu teflt fram fimleikasveit og jafnvel unnið til verðlauna, 28 árum á undan Vilhjálmi Einarssyni?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Íþróttasaga Íslendinga hefur að geyma frásagnir af sætum sigrum jafnt sem sárum vonbrigðum. Öðru hvoru hafa íslenskir íþróttamenn unnið afrek á heimsmælikvarða og sagan verður enn glæstari ef gripið er til höfðatölureglunnar sívinsælu. En það eru ekki síður mörg dæmin þar sem velta má því fyrir sér hvað hefði getað gerst – allar hetjudáðirnar sem hefðu getað unnist ef tilviljanir hefðu hagað málum örlítið öðruvísi eða einstakar ákvarðanir orðið á annan veg. Æsilegasta sagan gerist oft í þáskildagatíð. Vetrarólympíuleikar standa nú fyrir dyrum í Suður-Kóreu. Ísland hefur átt keppendur á öllum vetrarólympíuleikum frá árinu 1948, ef frá eru taldir leikarnir árið 1972 sem fram fóru í Sapporo í Japan. Enn oftar hafa Íslendingar þó verið með á sumarleikum eða samfleytt frá Berlínarleikunum árið 1936. Þar á undan höfðu íslenskir íþróttamenn komið við sögu á þrennum leikum. Í Lundúnum árið 1908 keppti Jóhannes Jósefsson, sem síðar var kenndur við Hótel Borg, í grísk-rómverskri glímu. Hann var þá í hópi glímumanna sem hugðust kynna gestum Ólympíuleikanna íslenska glímu. Fjórum árum síðar sendu Íslendingar aftur glímuflokk til sýninga, þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Stokkhólmi. Í það skiptið spreytti Sigurjón Pétursson frá Álafossi sig á grísk-rómversku glímunni, en einnig tók Jón Halldórsson þátt í 200 metra hlaupi. Hafa Íslendingar ætíð litið á þá Jóhannes, Sigurjón og Jón sem fyrstu keppendur Íslands á Ólympíuleikum, þótt væntanlega séu þeir flokkaðir sem Danir í bókum Alþjóðaólympíunefndarinnar.Undir röngum fána Árið 1920 voru Ólympíuleikarnir haldnir í belgísku borginni Antwerpen. Þótt Ísland væri orðið fullvalda ríki, var enn ekki búið að koma á laggirnar fullgildri íslenskri Ólympíunefnd. Fyrir vikið þurfti hlauparinn Jón Kaldal að sætta sig við að keppa undir merkjum Danmerkur í 5.000 metra hlaupi. Náði Jón sér engan veginn á strik og var hann þess fullviss að árangurinn hefði orðið betri ef honum hefði boðist að keppa undir fána Íslands. Samúel Thorsteinsson var í leikmannahópi danska knattspyrnuliðsins á leikunum, en kom ekki við sögu. Þá var hópur Vestur-Íslendinga í sigursveit Kanada í ísknattleik. Ef horft er framhjá þessum óopinberu fulltrúum Íslands á Antwerpen-leikunum, létu Íslendingar ekkert til sín taka í Ólympíusögu þriðja áratugarins. Litlu mátti þó muna að þróunin hefði orðið allt önnur. Litlar tilviljanir og umdeildar ákvarðanir höfðu þar mikið að segja. Sem fyrr segir sendu Íslendingar glímumenn til Lundúna og Stokkhólms árin 1908 og 1912. Vegna velvilja Svía, fékkst glíman sýnd á sjálfum Ólympíuleikvangnum og var greinin ásamt hafnabolta önnur aðeins tveggja opinberra sýningargreina leikanna. Í raun er það magnað að sérviskuleg fangbragðaíþrótt, sem einungis var iðkuð af Íslendingum, öðlaðist slíkan sess og verður ekki skilið nema sem sérstakt vinarbragð gestgjafanna. Íslendingar voru hins vegar höfðingjadjarfir og töldu í raun sjálfsagt að glíman yrði alheimsíþrótt, enda öðrum glímuafbrigðum fegurri og tignarlegri að þeirra mati. Glímuforkólfum Íslands tókst meira að segja að koma því til leiðar að keppt væri um glímubikar í Stokkhólmi, sem skyldi verða farandgripur á komandi leikum. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar féllu Ólympíuleikarnir 1916 niður, en fjórum árum síðar tóku Íslendingar þráðinn upp að nýju. Þeir settu sig í samband við Alþjóðaólympíunefndina, fengu vilyrði fyrir þátttöku og staðfestingu á að glíman yrði á dagskrá í Antwerpen og keppt um bikarinn góða. Má ljóst vera að stjórnendurnir hafa talið sig bundna af loforðinu átta árum fyrr. Í Reykjavík hófst undirbúningur fyrir þátttöku, leitað var til Alþingis eftir ferðastyrk og farið var að huga að því að velja glímumenn til að halda hróðri landsins á lofti í Belgíu. Áður en til þess kom bárust hins vegar fregnir af fyrirhugaðri heimsókn Kristjáns tíunda konungs Íslands og Danmerkur sumarið 1920. Undirbúningsnefndin óskaði eftir að konungi yrði sýnd glíma, helst á Þingvöllum. Þá voru góð ráð dýr. Ekki þótti sæmandi að bjóða konungi upp á annað en bestu glímumenn þjóðarinnar og heimsóknin rækist á við Ólympíuleikana.Plakatið fyrir Ólympíuleikana í París 1924.Furðuleg ákvörðun Íþróttaforystan ákvað að taka konunginn fram yfir utanförina. Alþjóðaólympíunefndinni var tilkynnt að glímukappar Íslands væru vant við látnir og að ekkert gæti orðið af sýningunni. Eftir á að hyggja virðist þessi ákvörðun óskiljanleg. Íslenskir glímumenn höfðu látið sig dreyma um að kynna heiminum íþrótt sína og voru komnir með fótinn milli stafs og hurðar í dyragátt sjálfra Ólympíuleikanna. Ef keppt hefði verið um glímubikarinn á 1920-leikunum má ætla að það sama hefði gerst í París fjórum árum síðar. Hver veit nema hinn fjarstæðukenndi draumur um að glíman yrði fullgild Ólympíugrein hefði getað orðið að veruleika? En á það reyndi aldrei. Glímumenn drógu sig í hlé – til þess að sýna sig fyrir kónginum (sem hefði hvort sem er aldrei séð neinn mun á afburðaglímumönnum og minni spámönnum). Alþjóðaólympíunefndin var laus af önglinum og glímubikarinn endaði á Ólympíusafninu í Sviss. Og til að bíta höfuðið af skömminni, datt Kristján kóngur af hestbaki, meiddist á hné og frestaði Íslandsferðinni til ársins 1921. Mikill hugur var í íslenskum íþróttamönnum að láta til sín taka á Parísarleikunum 1924. En eftir því sem leikarnir færðust nær var sem Íþróttasambandið missti móðinn. Knattspyrnumenn voru hins vegar fullir sjálfstrausts. Eftir að hafa tekið á móti fyrsta erlenda kappliðinu sumarið 1919 töldu þeir tímabært að huga að keppnisferð til útlanda. Stofnuð var sérstök Ólympíunefnd knattspyrnumanna árið 1922 með það að markmiðið að safna fyrir Parísarferðinni. Peningasöfnunin gekk vel og munaði þar mest um vinsæla uppsetningu á Skugga-Sveini, með fótboltaköppum í öllum hlutverkum. Þá bauð nefndin skoskum knattspyrnuflokki til Reykjavíkur og græddi vel á leikjunum. En þótt fjármálahliðin liti ágætlega út, reyndist íþróttapólitíkin þyngri í vöfum. Sífelldir árekstrar voru á milli ÍSÍ og Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Ólympíunefnd Íslands var stofnuð árið 1921 og þar á bæ var litið svo á að knattspyrnumenn væru komnir langt út fyrir valdsvið sitt. Vegna þessa ágreinings varð ekkert úr því að Ísland tefldi fram sínu fyrsta fótboltalandsliði í París sumarið 1924, 22 árum áður en íslenska landsliðið þreytti frumraun sína á Melavellinum í Reykjavík. Ísland hefði þannig brotið blað í knattspyrnusögunni með því að leika sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti – en FIFA hafði lýst því yfir að sigurvegarar Ólympíukeppninnar myndu jafnframt teljast fyrstu heimsmeistarar sögunnar. Vart er hægt að hugsa þá hugsun til enda hvílíka útreið íslensku fótboltamennirnir hefðu hlotið í sínum fyrsta leik á grasvelli, á móti sumum bestu leikmönnum síns tíma. Hætt er við að 14:2 tapið alræmda hefði bliknað við hliðina á þeirri slátrun sem óhjákvæmilega hefði átt sér stað í fyrsta og eina leik Íslands á Parísarleikunum, en um útsláttarkeppni var að ræða.Glötuð gullverðlaun? Segja má að Íslendingar hafi sloppið með skrekkinn þegar hætt var við að senda fótboltalandslið til Parísar 1924. Á hinn bóginn velta ýmsir íþróttaáhugamenn því fyrir sér hvað hefði getað gerst á Amsterdamleikunum fjórum árum síðar ef íþróttaforystan hefði tekið aðra ákvörðun á afdrifaríku augnabliki. Á seinni hluta þriðja áratugarins var mikill vöxtur í fimleikalífi Íslendinga. Einkum hafði Íþróttafélag Reykjavíkur á að skipa öflugum kvennaflokki í fimleikum. Flokkurinn hélt í sýningarferð um Norðurlöndin árið 1927 og þótti slík hópferð íþróttakvenna mikil tíðindi á þeim árum. Fimleikastúlkurnar úr ÍR fengu hvarvetna lof og prís í ferðinni og varð því úr að ráðast í enn lengra ferðalag árið eftir. Franska fimleikasambandið fagnaði 50 ára afmæli sínu með risastórri fimleikahátíð í Calais sumarið 1928. Þangað mætti fimleikafólk frá tugum landa og íbúafjöldi borgarinnar nálega tvöfaldaðist, slíkur var áhorfendastraumurinn. Í hugum fimleikafólks var hátíðin í Calais einhver stærsti viðburður í sögu íþróttarinnar og höfðu stjórnendur ÍR mikinn hug á að senda lið sitt til leiks. En þetta sama sumar voru Ólympíuleikar í Amsterdam, þar sem hópfimleikar kvenna voru í fyrsta sinn á dagskránni. ÍR-ingar sóttu um styrk frá Alþingi til að senda lið sitt til keppni á Ólympíuleikunum. Afgreiðsla þingsins dróst hins vegar og þegar styrkurinn fékkst að lokum var íslenska Ólympíunefndin búin að tilkynna mótshöldurum að enginn keppnisflokkur kæmi frá Íslandi. Ekki var talin ástæða til að breyta þessari ákvörðun þrátt fyrir fjárveitinguna, enda væri í raun meira grætt á að taka þátt í hátíðinni í Calais. Skemmst er frá því að segja að íslensku fimleikastúlkurnar voru ausnar lofi fyrir frammistöðu sína í Frakklandi og ekki síður í Lundúnum, þar sem þær höfðu viðdvöl á leiðinni heim. Á leikunum í Amsterdam kepptu hins vegar fimm stúlknaflokkar, þar sem lið heimakvenna þótti í nokkrum sérflokki. Hver veit nema örlítið skjótari afgreiðsla þingsins hefði orðið til þess að Íslendingar hefðu teflt fram fimleikasveit og jafnvel unnið til verðlauna, 28 árum á undan Vilhjálmi Einarssyni?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira