Er Borgarlínan lausnin á öllum samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 24. janúar 2018 07:00 Nei. En Borgarlínan er hluti af lausninni og framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu um hvernig hægt sé að byggja upp gott borgarsamfélag til framtíðar. Samfélag sem áætlað er að fjölgi um 40.000 til ársins 2030 og um 70.000 íbúa fram til ársins 2040. Ferðamönnum sem vilja heimsækja svæðið mun jafnframt halda áfram að fjölga. Hugmynd sveitarfélaganna gengur út á samgöngu- og þróunarás milli kjarna allra sveitarfélaganna. Samgöngu- og þróunarásinn er hugsaður til að auðvelda samgöngur á milli staða og stuðla að þéttari byggð meðfram ásnum. Hugmyndin er af skipulagslegum toga en ekki tæknilegum, hún gerir í raun einfaldlega ráð fyrir því að fólk þurfi að komast á milli staða og til þess þurfi landrými. Auðvitað er það svo að ef við förum að notast við fljúgandi bíla á næstu árum eða áratugum þá er ekki lengur þörf fyrir slíkan ás. En þar til það verður að veruleika er óhjákvæmilegt annað en að gera ráð fyrir landrými fyrir samgöngur. Þá er næsta spurning hvernig við tryggjum öruggar og góðar samgöngur á svæðinu með sem hagkvæmustum hætti. Þar sýna greiningar sveitarfélaganna að með því að fjármagna Borgarlínu sparast fjármagn við enn dýrari umferðarmannvirki eins og jarðgöng. Það sem meira er, ef litið er til umferðarspálíkananna, þá náum við líka meiri árangri með Borgarlínu en ef eingöngu er hugað að stofnvegum fyrir einkabílinn. Sem sagt, það að fara ekki í Borgarlínu er dýrara og tafir í umferðinni aukast enn meira.Það er nauðsynlegt að setja fjármagn í samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Nauðsynlegt er að horfa heildstætt til þróunar samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjármögnun fyrirhugaðrar Borgarlínu. Samhliða útfærslu Borgarlínu verður að skoða mögulegar viðbætur og endurbætur á stofnbrautakerfinu sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og leysa umferðarhnúta. Fjármagn til samgöngumála er af skornum skammti og hingað til höfum við rætt meira um hvort næstu stórframkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði fyrir vestan, austan eða norðan. Sem þingmaður höfuðborgarsvæðisins segi ég að nú er kominn tími á höfuðborgarsvæðið, við verðum að fjárfesta í umferðarmannvirkjum hér. En fjárfestingin þarf að vera skynsamleg og hún þarf að hafa raunveruleg áhrif á umferðarflæðið á öllu svæðinu auk þess sem lausnin þarf að taka mið af framtíðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á vilja sveitarfélaganna, hlusta á sérfræðinga í umferðar- og skipulagsmálum og leita raunverulegra lausna til framtíðar. Borgarlínan er og verður að vera hluti af þeirri lausn.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nei. En Borgarlínan er hluti af lausninni og framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu um hvernig hægt sé að byggja upp gott borgarsamfélag til framtíðar. Samfélag sem áætlað er að fjölgi um 40.000 til ársins 2030 og um 70.000 íbúa fram til ársins 2040. Ferðamönnum sem vilja heimsækja svæðið mun jafnframt halda áfram að fjölga. Hugmynd sveitarfélaganna gengur út á samgöngu- og þróunarás milli kjarna allra sveitarfélaganna. Samgöngu- og þróunarásinn er hugsaður til að auðvelda samgöngur á milli staða og stuðla að þéttari byggð meðfram ásnum. Hugmyndin er af skipulagslegum toga en ekki tæknilegum, hún gerir í raun einfaldlega ráð fyrir því að fólk þurfi að komast á milli staða og til þess þurfi landrými. Auðvitað er það svo að ef við förum að notast við fljúgandi bíla á næstu árum eða áratugum þá er ekki lengur þörf fyrir slíkan ás. En þar til það verður að veruleika er óhjákvæmilegt annað en að gera ráð fyrir landrými fyrir samgöngur. Þá er næsta spurning hvernig við tryggjum öruggar og góðar samgöngur á svæðinu með sem hagkvæmustum hætti. Þar sýna greiningar sveitarfélaganna að með því að fjármagna Borgarlínu sparast fjármagn við enn dýrari umferðarmannvirki eins og jarðgöng. Það sem meira er, ef litið er til umferðarspálíkananna, þá náum við líka meiri árangri með Borgarlínu en ef eingöngu er hugað að stofnvegum fyrir einkabílinn. Sem sagt, það að fara ekki í Borgarlínu er dýrara og tafir í umferðinni aukast enn meira.Það er nauðsynlegt að setja fjármagn í samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Nauðsynlegt er að horfa heildstætt til þróunar samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjármögnun fyrirhugaðrar Borgarlínu. Samhliða útfærslu Borgarlínu verður að skoða mögulegar viðbætur og endurbætur á stofnbrautakerfinu sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og leysa umferðarhnúta. Fjármagn til samgöngumála er af skornum skammti og hingað til höfum við rætt meira um hvort næstu stórframkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði fyrir vestan, austan eða norðan. Sem þingmaður höfuðborgarsvæðisins segi ég að nú er kominn tími á höfuðborgarsvæðið, við verðum að fjárfesta í umferðarmannvirkjum hér. En fjárfestingin þarf að vera skynsamleg og hún þarf að hafa raunveruleg áhrif á umferðarflæðið á öllu svæðinu auk þess sem lausnin þarf að taka mið af framtíðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á vilja sveitarfélaganna, hlusta á sérfræðinga í umferðar- og skipulagsmálum og leita raunverulegra lausna til framtíðar. Borgarlínan er og verður að vera hluti af þeirri lausn.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar