Harðir bardagar geisa í Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2018 13:02 Tyrkneskir hermenn á leið til Afrin. Vísir/Getty Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin. Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Harðir bardagar geisa nú í Afrinhéraði í Sýrlandi þar sem Tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum reyna nú að ná völdum af Sýrlenskum Kúrdum (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjunum. Eftir nokkurra vikna hótanir hófust loftárásir Tyrkja á föstudaginn og innrásin sjálf hófst svo í gær (sunnudag). Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. Uppreisnarmenn segja sóknina ganga hægt, að hluta til vegna þess hve fjalllent héraðið sé. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Sjá einnig: Tyrkir byrjaðir að gera árásir á KúrdaAðgerðir Tyrkja bera nafnið „Operationa Olive Branch“ eða Ólífugrein. Markmið aðgerðanna mun vera að stofna 30 kílómetra öryggissvæði við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Forsvarsmenn YPG segja hins vegar að Rússar standi á bak við árásina og að stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands, verði veitt stjórn á svæðinu á endanum. Ríkisstjórn Assad hefur fordæmt aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi, án þess þó að bregðast við á nokkurn hátt. Það að Tyrkir hafi flutt fjölmarga uppreisnarmenn frá Idlibhéraði, þar sem stjórnarherinn er í sókn, þykir til marks um samstarf Tyrkja með Assad-liðum. Sömuleiðis þá færðu rússneskir hermenn í héraðinu sig áður en loftárásir Tyrkja hófust. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, sagði Rússa fylgjast náið með aðstæðum í Afrin og vera í samskiptum við bæði Tyrki og Assad.Kúrdar gerðu einnig innrás í Sýrland árið 2016 til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum ríkjanna.Vísir/GraphicNewsUmdeildar meðal uppreisnarmanna Þó eru aðgerðirnar umdeildar meðal uppreisnarmanna. Guardian segir hluta uppreisnarmannanna sjá innrásina í Afrin sem aukaatriði og að réttast væri að verja Idlib, síðasta héraðið í Sýrlandi sem uppreisnarmenn stjórna. Aðrir sjá sóknina í Afrin sem mikilvægan lið í því að berjast gegn sýrlenskum Kúrdum sem stjórna nú stórum hluta Sýrlands og hafa uppreisnarmenn sakað Kúrda um að reka innfædda araba af yfirráðasvæðum sínum.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur heitið því að aðgerðunum muni ljúka fljótt og að Tyrkir muni reyna að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Hins vegar búist þeir við því að Kúrdar muni skýla sér á bak við almenning.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag og funda um aðgerðir Tyrkja að beiðni Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þá hafa bandamenn Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu áhyggjur af aðgerðum Tyrkja. Í yfirlýsingu frá bandalaginu segir að Tyrkir hafi rétt á því að verja sig en eru þeir hvattir til að gæta hófs.Skjóta reglulega á bandaríska hermenn Erdogan hefur einnig hótað því að ráðast á bæinn Manbij og reka Kúrda aftur austur yfir Efrat. Bandaríkin komu hermönnum fyrir í Manbij árið 2016 þegar Tyrkir gerðu sig líklega til að ráðast á bæinn og eru þeir þar enn. Nú um helgina sögðu bandarískir embættismenn frá því að uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja skjóti reglulega á bandaríska hermenn í Manbij og þeir skjóti af og til til baka. Það hafi síðast gerst í síðustu viku. Ríkisfjölmiðill Tyrklands, Anadolu fréttaveitan, sagði frá því í dag að minnst 24 aðilar hefðu verið handteknir í Tyrklandi fyrir að „dreifa hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum í tengslum við aðgerðir hersins í Afrin.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira