Eftirhrunssaga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of?
36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun