Vélbyssuskothríð í Hörpu Jónas Sen skrifar 6. febrúar 2018 10:15 „Það var einhver hrífandi einlægni í flutningnum sem gerði tónlistina sanna,“ segir í dómnum um leik Paul Lewis. Mynd/NordicPhoto/Getty Beethoven var skapstór maður og ekki sá þægilegasti í umgengni. Í takt við það er tónlist hans full af andstæðum. Mikið er um þungar, snöggar áherslur í innhverfari hlutum verkanna, og ofsafengnir kaflar inni á milli. Skáldskapurinn er þó ávallt djúpur, ekki síst í síðari tónsmíðum hans. Til þeirra heyra sex bagatellur (smáverk) op. 126. Þær voru á dagskránni á einleikstónleikum Paul Lewis í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Beethoven hugsaði sér að verkin sex mynduðu heild og væru leikin þannig. Lewis gerði þetta með því að hafa pásuna á milli bagatellanna mjög stutta. Ein flæddi sjálfkrafa yfir í þá næstu. Túlkun Lewis var sannfærandi sem slík. Hún var svipmikil og stórbrotin, laglínur voru fallega mótaðar og andstæður málaðar skýrum dráttum. Það var einhver hrífandi einlægni í flutningnum sem gerði tónlistina sanna. Egó píanóleikarans þvældist aldrei fyrir. Sömu sögu er að segja um sex píanóstykki op. 118 eftir Brahms. Lewis náði ljóðrænunni í músíkinni einstaklega vel, þessari ljúfu en margræðu nostalgíu og náttúrustemningu sem einkennir tónlist meistarans. Tæknilega séð var margt aðdáunarvert, líkt og í bagatellum Beethovens. Hröð hlaup voru t.d. fullkomlega af hendi leyst. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að flygillinn sjálfur var alltof harður. Ég veit ekki hversu margir flyglar eru til umráða í Hörpu, en þeir hljóma misjafnlega. Sá sem hér var notaður var svo hvass að það var beinlínis sársaukafullt á að hlýða. Maður heyrði að tónlistin var rétt hugsuð, en það skilaði sér ekki almennilega. Verst var upphafsverk tónleikanna, sónata í C-dúr Hob. XVI/50 eftir Haydn (Hob. er skammstöfun fyrir Hoboken, þ.e. tónlistarfræðinginn sem flokkaði tónlist Haydns löngu eftir dauða hans). Þar er mikið um ógnarhröð tónahlaup og skraut, sem voru vissulega óaðfinnanlega leikin, skýr og jöfn. En flygillinn var svo æpandi bjartur að tónarunurnar voru eins og vélbyssuskothríð. Útkoman var sérlega harðneskjuleg og óaðlaðandi. Svipaða sögu um hina sónötu Haydns, sem var í G-dúr, Hob. XVI/40. Kæruleysislegri kaflar verksins voru svo sannarlega skemmtilegir og sjarmerandi, en þegar fjör færðist í leikinn varð tónlistin eins og rakvélarblað. Þetta gerði að verkum að tónleikarnir náðu ekki flugi. Meira að segja Beethoven og Brahms, sem voru í sjálfu sér magnaðir í meðförum píanóleikarans, urðu aldrei að þeir stórkostlegu upplifun sem hefði getað orðið. Það var mikil synd. Niðurstaða: Kraftmikil og ástríðufull túlkun, glæsileg tækni, en flygillinn var svo harður að tónlistin fór fyrir lítið. Tónlistargagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Beethoven var skapstór maður og ekki sá þægilegasti í umgengni. Í takt við það er tónlist hans full af andstæðum. Mikið er um þungar, snöggar áherslur í innhverfari hlutum verkanna, og ofsafengnir kaflar inni á milli. Skáldskapurinn er þó ávallt djúpur, ekki síst í síðari tónsmíðum hans. Til þeirra heyra sex bagatellur (smáverk) op. 126. Þær voru á dagskránni á einleikstónleikum Paul Lewis í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Beethoven hugsaði sér að verkin sex mynduðu heild og væru leikin þannig. Lewis gerði þetta með því að hafa pásuna á milli bagatellanna mjög stutta. Ein flæddi sjálfkrafa yfir í þá næstu. Túlkun Lewis var sannfærandi sem slík. Hún var svipmikil og stórbrotin, laglínur voru fallega mótaðar og andstæður málaðar skýrum dráttum. Það var einhver hrífandi einlægni í flutningnum sem gerði tónlistina sanna. Egó píanóleikarans þvældist aldrei fyrir. Sömu sögu er að segja um sex píanóstykki op. 118 eftir Brahms. Lewis náði ljóðrænunni í músíkinni einstaklega vel, þessari ljúfu en margræðu nostalgíu og náttúrustemningu sem einkennir tónlist meistarans. Tæknilega séð var margt aðdáunarvert, líkt og í bagatellum Beethovens. Hröð hlaup voru t.d. fullkomlega af hendi leyst. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að flygillinn sjálfur var alltof harður. Ég veit ekki hversu margir flyglar eru til umráða í Hörpu, en þeir hljóma misjafnlega. Sá sem hér var notaður var svo hvass að það var beinlínis sársaukafullt á að hlýða. Maður heyrði að tónlistin var rétt hugsuð, en það skilaði sér ekki almennilega. Verst var upphafsverk tónleikanna, sónata í C-dúr Hob. XVI/50 eftir Haydn (Hob. er skammstöfun fyrir Hoboken, þ.e. tónlistarfræðinginn sem flokkaði tónlist Haydns löngu eftir dauða hans). Þar er mikið um ógnarhröð tónahlaup og skraut, sem voru vissulega óaðfinnanlega leikin, skýr og jöfn. En flygillinn var svo æpandi bjartur að tónarunurnar voru eins og vélbyssuskothríð. Útkoman var sérlega harðneskjuleg og óaðlaðandi. Svipaða sögu um hina sónötu Haydns, sem var í G-dúr, Hob. XVI/40. Kæruleysislegri kaflar verksins voru svo sannarlega skemmtilegir og sjarmerandi, en þegar fjör færðist í leikinn varð tónlistin eins og rakvélarblað. Þetta gerði að verkum að tónleikarnir náðu ekki flugi. Meira að segja Beethoven og Brahms, sem voru í sjálfu sér magnaðir í meðförum píanóleikarans, urðu aldrei að þeir stórkostlegu upplifun sem hefði getað orðið. Það var mikil synd. Niðurstaða: Kraftmikil og ástríðufull túlkun, glæsileg tækni, en flygillinn var svo harður að tónlistin fór fyrir lítið.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira