Mannanafnanefnd Óttar Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Eftir aldalanga einangrun er Ísland orðið miðpunktur heimsins. Hingað streyma ferðamenn í tugþúsundatali og landsmenn gera garðinn frægan um allan heim. Íslendingar voru nærri því að leggja undir sig fjármálakerfi heimsins á árunum fyrir hrun. Nú hasla þeir sér völl í fótbolta, flugsamgöngum og kvikmyndagerð. Allir velmeinandi menn vita að tvennt stendur þjóðinni fyrir þrifum í nýrri útrás. Annars vegar íslenskan með sínum flóknu beygingum og hins vegar íslenska mannanafnakerfið. Það gefur augaleið að enginn verður heimsfrægur sem heitir nafni og eftirnafni sem eru sérlega hörð undir tönn. Björt framtíð hafði það lengi sem sitt eina baráttumál að leggja niður mannanafnanefnd. Nú er sá flokkur horfinn á öskuhauga sögunnar. Það er fagnaðarefni að Viðreisn skuli hafa tekið þetta mál upp á sína arma og leggi til að mannanafnalöggjöfin verði afnumin og foreldar geti skírt börn sín hvaða nafni sem er og tekið upp ættarnöfn. Nú þarf enginn í leit að frægð og frama að burðast með rammíslenskt nafn afa síns og ömmu heldur getur kallað sig Satan Angel Lannister eða hvað sem er. Það er engin tilviljun að helstu hatursmenn mannanafnanefndar á þingi skuli heita Þorgerður og Þorsteinn sem eru vonlaus nöfn í alþjóðlegu samhengi. Nú geta þau t.d. tekið upp nöfn eins og Daisy og Dodi og vegurinn til stjarnanna er greiður. Næsta skref hlýtur að vera að afnema öll lagaákvæði um íslenska tungu svo að hver og einn geti búið til og talað það tungumál sem honum er tamast hverju sinni. Réttritunarreglur eru bara forræðishyggja sem eru til trafala. Nú loksins náum við þeim tindum í alþjóðasamhengi sem okkur ber. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun
Eftir aldalanga einangrun er Ísland orðið miðpunktur heimsins. Hingað streyma ferðamenn í tugþúsundatali og landsmenn gera garðinn frægan um allan heim. Íslendingar voru nærri því að leggja undir sig fjármálakerfi heimsins á árunum fyrir hrun. Nú hasla þeir sér völl í fótbolta, flugsamgöngum og kvikmyndagerð. Allir velmeinandi menn vita að tvennt stendur þjóðinni fyrir þrifum í nýrri útrás. Annars vegar íslenskan með sínum flóknu beygingum og hins vegar íslenska mannanafnakerfið. Það gefur augaleið að enginn verður heimsfrægur sem heitir nafni og eftirnafni sem eru sérlega hörð undir tönn. Björt framtíð hafði það lengi sem sitt eina baráttumál að leggja niður mannanafnanefnd. Nú er sá flokkur horfinn á öskuhauga sögunnar. Það er fagnaðarefni að Viðreisn skuli hafa tekið þetta mál upp á sína arma og leggi til að mannanafnalöggjöfin verði afnumin og foreldar geti skírt börn sín hvaða nafni sem er og tekið upp ættarnöfn. Nú þarf enginn í leit að frægð og frama að burðast með rammíslenskt nafn afa síns og ömmu heldur getur kallað sig Satan Angel Lannister eða hvað sem er. Það er engin tilviljun að helstu hatursmenn mannanafnanefndar á þingi skuli heita Þorgerður og Þorsteinn sem eru vonlaus nöfn í alþjóðlegu samhengi. Nú geta þau t.d. tekið upp nöfn eins og Daisy og Dodi og vegurinn til stjarnanna er greiður. Næsta skref hlýtur að vera að afnema öll lagaákvæði um íslenska tungu svo að hver og einn geti búið til og talað það tungumál sem honum er tamast hverju sinni. Réttritunarreglur eru bara forræðishyggja sem eru til trafala. Nú loksins náum við þeim tindum í alþjóðasamhengi sem okkur ber. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun