Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 14:02 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Svala Ísfeld Ólafsdóttir sem ráðin hefur verið til starfa hjá dómsmálaráðuneytinu. erla björg gunnarsdóttir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár. Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 237 milljónum króna á ári á kjörtímabilinu til að efla málsmeðferð kynferðisbrota hjá þeim lögregluembættum landsins sem fara með rannsókn og meðferð slíkra brota. Þetta kom fram á blaðamannafundi Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í dómsmálaráðuneytinu í dag. Á fundinum fór ráðherra yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á grundvelli aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Drög að áætluninni voru kynnt í haust en nú liggur endanleg útgáfa hennar fyrir. Áætlunin skiptist í sex kafla og fjallar hver kafli um aðgerðir sem snúa að mismunandi þáttum réttarvörslukerfisins auk aðgerða er varða brotaþola, sakborninga, fræðslu og forvarnir. Sigríður sagði að hún vildi kynna þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til með blaðamannafundi þar sem um væri að ræða einn af þeim málaflokkum sem ríkisstjórnin setur á oddinn.50 milljónir króna aukalega til Héraðssaksóknara Hinu aukna fjármagni verður skipt niður í samræmi við afbrotatölfræði en ljóst er að meirihluti kynferðisbrota er tilkynntur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Því er það lagt til að fjórum stöðugildum rannsóknarlögreglumanna verði bætt við þar auk eins stöðugildis ákærenda og einu afleiddu stöðugildi í stoðþjónustu. Hjá öðrum lögregluembættum er einnig lagt til að fjölgað verði í lögregluliðinu. Þá hefur verið ákveðið að leggja til 50 milljónir króna aukalega á ári til Héraðssaksóknara til að fjölga þeim stöðugildum hjá embættinu sem sinna meðferð kynferðisbrota. Einnig er lagt til að 40 milljónir króna fari í að uppfæra verklagsreglur og rannsóknarbúnað hjá lögreglu til að mæta þeim áherslum sem fram koma í aðgerðaáætluninni. Á blaðamannafundinum kom síðan fram að bætt hefur við einu stöðugildi hjá dómsmálaráðuneytinu til að fylgja því eftir að málsmeðferð kynferðisbrota á landsvísu verði samræmd á grundvelli aðgerðaáætlunarinnar. Hefur Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólann í Reykjavík, verið ráðin til ráðuneytisins en hún hefur gríðarlega þekkingu á málaflokknum eftir að hafa rannsakað hann í fjöldamörg ár.
Lög og regla Tengdar fréttir Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. 30. janúar 2018 12:15
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00