Prinsessan á Hövåg María Bjarnadóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Það er notalegt að fylgjast með alþýðleikanum hjá kóngafólkinu í Bretlandi. Eftirminninlegt var þegar Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja náðu loksins saman eftir sveiflukennd ár eins og í góðri rómantískri bíómynd. Daginn sem þau tóku trúlofuð á móti blaðamönnum með bláa hringinn hennar Díönu heitinnar héldu allar almúgastúlkurnar sem áttu dagdrauma um að verða einhvern tíma með lögheimili í Buckinghamhöll með sinni konu Katrínu. Fjölskyldan verður alþýðlegri með hverju árinu. Elísabet drottning þiggur niðurgreiðslur frá Evrópusambandinu eins og allir hinir bændurnir og landeigendurnir í landinu. Í bili í það minnsta. Karl sem tók saman við viðhaldið, hina sönnu drottningu hjarta hans. Afinn sem er alltaf að segja eitthvað óviðeigandi kominn á eftirlaun. Nú stendur yfir heimsókn Katrínar og Vilhjálms til starfssystkina á Norðurlöndum. Eins og allir sem eiga rétt á starfsþróunarstyrkjum frá stéttarfélaginu sínu vita getur verið mjög gagnlegt að fara í svona fræðsluheimsóknir til erlendra kollega og kynnast þeirra aðferðum við leik og störf. Í svona ferðum er einnig mikilvægt að skipuleggja frítíma, fara saman út að borða eða versla jafnvel eitthvað. Þetta vita Katrín og Vilhjálmur sem áttu gott spjall við sænska kollega sína um húsgögn samkvæmt fréttum. Alþýðleikinn draup auðvitað af okkar fólki þegar Katrín upplýsti að í herbergjum barnanna þeirra í Kensingtonhöll í London er að finna húsgögn frá ímynd alþýðleikans, kjötbolluframleiðandanum sjálfum IKEA okkar allra. Ánægjulegt og alþýðlegt að frétta að alvöru prinsessur, rétt og eins og við hinar, sofi á Hövåg en ekki baunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Það er notalegt að fylgjast með alþýðleikanum hjá kóngafólkinu í Bretlandi. Eftirminninlegt var þegar Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja náðu loksins saman eftir sveiflukennd ár eins og í góðri rómantískri bíómynd. Daginn sem þau tóku trúlofuð á móti blaðamönnum með bláa hringinn hennar Díönu heitinnar héldu allar almúgastúlkurnar sem áttu dagdrauma um að verða einhvern tíma með lögheimili í Buckinghamhöll með sinni konu Katrínu. Fjölskyldan verður alþýðlegri með hverju árinu. Elísabet drottning þiggur niðurgreiðslur frá Evrópusambandinu eins og allir hinir bændurnir og landeigendurnir í landinu. Í bili í það minnsta. Karl sem tók saman við viðhaldið, hina sönnu drottningu hjarta hans. Afinn sem er alltaf að segja eitthvað óviðeigandi kominn á eftirlaun. Nú stendur yfir heimsókn Katrínar og Vilhjálms til starfssystkina á Norðurlöndum. Eins og allir sem eiga rétt á starfsþróunarstyrkjum frá stéttarfélaginu sínu vita getur verið mjög gagnlegt að fara í svona fræðsluheimsóknir til erlendra kollega og kynnast þeirra aðferðum við leik og störf. Í svona ferðum er einnig mikilvægt að skipuleggja frítíma, fara saman út að borða eða versla jafnvel eitthvað. Þetta vita Katrín og Vilhjálmur sem áttu gott spjall við sænska kollega sína um húsgögn samkvæmt fréttum. Alþýðleikinn draup auðvitað af okkar fólki þegar Katrín upplýsti að í herbergjum barnanna þeirra í Kensingtonhöll í London er að finna húsgögn frá ímynd alþýðleikans, kjötbolluframleiðandanum sjálfum IKEA okkar allra. Ánægjulegt og alþýðlegt að frétta að alvöru prinsessur, rétt og eins og við hinar, sofi á Hövåg en ekki baunum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun