Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 16. febrúar 2018 21:45 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Vísir/Stefán Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“ Neytendur Smálán Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“
Neytendur Smálán Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira