Bleika ógnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Dagurinn í dag markar hápunkt, en um leið endalok, þríleiksins kærkomna sem hefur löngum yljað landsmönnum þennan erfiðasta tíma ársins. Naglinn rekinn í kistuna og kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er öskudagur. Og hvílík gæfa! Hugsa sér, að þremur góðum dögum, hvar aðalmarkmiðið er að borða þangað til hriktir í þörmunum, hafi verið skeytt inn á dagatalið á svo heppilegum stað. Þakklætið er auðvitað sérstaklega alltumlykjandi í ár, nú þegar hver öskrandi lægðin gengur yfir landið á fætur annarri og stöðvar umferð, pitsusendingar og lífsvilja í brjóstum manna. Við værum líklega öll löngu flutt í boðlegra loftslag ef okkur byðist ekki bolla að maula eða sælgætismoli úr skjóðu grímuklædds barns þessa haganlega staðsettu daga. En nú steðjar ógn að þrefaldri hátíð sáluhjálpar í febrúar 2018. Í dag er nefnilega, auk öskudags – og ekki hafa þetta eftir mér – Valentínusardagur. Hann siglir bleikur og súkkulaðihúðaður yfir hafið úr vestri, fjöldaframleiddur í bandarískri verksmiðju í Taívan, berst í gegnum íslenska storminn og virðist kominn til að vera. Hann er sérhannaður fyrir elskendur og dansar nú kapítalískan dans við erkihátíð barnanna, téðan öskudag. Og enn og aftur erum við, sem hvorki erum börn né höfum fundið okkur lífsförunaut, skilin harkalega út undan. Máttlaus gagnvart regluverki samfélagsins. Litin hornauga ef við reynum að raula fallegt lag úti í apóteki í skiptum fyrir sælgætismola, og 2-fyrir-1-elskendatilboð á hamborgarabrauðum í kjörbúðinni er dæmt til að skemmast vegna þess að við höfum engan til að deila því með. Þannig að, hvað er til ráða? Kaupa sér sitt eigið nammi og kraftsvæpa á Tinder? Kannski. Ég læt ykkur vita hvernig fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag markar hápunkt, en um leið endalok, þríleiksins kærkomna sem hefur löngum yljað landsmönnum þennan erfiðasta tíma ársins. Naglinn rekinn í kistuna og kötturinn sleginn úr tunnunni. Það er öskudagur. Og hvílík gæfa! Hugsa sér, að þremur góðum dögum, hvar aðalmarkmiðið er að borða þangað til hriktir í þörmunum, hafi verið skeytt inn á dagatalið á svo heppilegum stað. Þakklætið er auðvitað sérstaklega alltumlykjandi í ár, nú þegar hver öskrandi lægðin gengur yfir landið á fætur annarri og stöðvar umferð, pitsusendingar og lífsvilja í brjóstum manna. Við værum líklega öll löngu flutt í boðlegra loftslag ef okkur byðist ekki bolla að maula eða sælgætismoli úr skjóðu grímuklædds barns þessa haganlega staðsettu daga. En nú steðjar ógn að þrefaldri hátíð sáluhjálpar í febrúar 2018. Í dag er nefnilega, auk öskudags – og ekki hafa þetta eftir mér – Valentínusardagur. Hann siglir bleikur og súkkulaðihúðaður yfir hafið úr vestri, fjöldaframleiddur í bandarískri verksmiðju í Taívan, berst í gegnum íslenska storminn og virðist kominn til að vera. Hann er sérhannaður fyrir elskendur og dansar nú kapítalískan dans við erkihátíð barnanna, téðan öskudag. Og enn og aftur erum við, sem hvorki erum börn né höfum fundið okkur lífsförunaut, skilin harkalega út undan. Máttlaus gagnvart regluverki samfélagsins. Litin hornauga ef við reynum að raula fallegt lag úti í apóteki í skiptum fyrir sælgætismola, og 2-fyrir-1-elskendatilboð á hamborgarabrauðum í kjörbúðinni er dæmt til að skemmast vegna þess að við höfum engan til að deila því með. Þannig að, hvað er til ráða? Kaupa sér sitt eigið nammi og kraftsvæpa á Tinder? Kannski. Ég læt ykkur vita hvernig fer.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun