Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2018 12:07 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar. Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar.
Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30