Ábyrgð þorps Magnús Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun