Gerum betur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 Brottfall úr framhaldsskólum landsins er alvarlegt vandamál. Hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur máli og hvert og eitt ungmenni sem missir fótanna á unglingsárunum er skaði fyrir samfélagið. En verstur er skaðinn fyrir viðkomandi einstakling, menntun er lykill að samfélaginu, lykill að tækifærum og sjálfsþroska. Nú þegar rannsóknir sýna að einn af orsakavöldum brottfalls er sálræn veikindi er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Nærri öll börn skrá sig í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Það vantar því ekki skilning hjá þeim á mikilvægi náms. En alltof mörg gefast upp og hætta á leiðinni. Reyndar er vandinn ekki bara sá að krakkarnir hætta, námsframvindan á framhaldsskólastiginu er hæg, ein sú hægasta innan OECD. Ástæðurnar eru margvíslegar og lausnirnar þurfa að endurspegla það. Ég trúi því að nú sé að myndast skilningur á því að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólunum, í nærumhverfi krakkanna. En fleira þarf til. Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu barna hljóta að vera til alvarlegrar skoðunar. Við sjáum að greiningum fer fjölgandi hjá grunnskólabörnum og það er eitthvað að í samfélagi þar sem svona stór hluti barna þarf sérfræðiaðstoð eins og þekkist hér. Þegar við ræðum um brottfall í framhaldsskólanum þá þurfum við nefnilega að beina sjónum okkar að grunnskólanum. 30% drengja sem ljúka námi á því skólastigi geta ekki lesið sér til gagns. Vitanlega hefur það áhrif á hvernig þeim gengur í framhaldsskóla. Við þurfum að spyrja okkur hvort krakkarnir okkar komi vel undirbúin úr grunnskólanum, menntunarlega, andlega og líkamlega þannig að þeim gangi vel í framhaldsskólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Brottfall úr framhaldsskólum landsins er alvarlegt vandamál. Hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur máli og hvert og eitt ungmenni sem missir fótanna á unglingsárunum er skaði fyrir samfélagið. En verstur er skaðinn fyrir viðkomandi einstakling, menntun er lykill að samfélaginu, lykill að tækifærum og sjálfsþroska. Nú þegar rannsóknir sýna að einn af orsakavöldum brottfalls er sálræn veikindi er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Nærri öll börn skrá sig í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Það vantar því ekki skilning hjá þeim á mikilvægi náms. En alltof mörg gefast upp og hætta á leiðinni. Reyndar er vandinn ekki bara sá að krakkarnir hætta, námsframvindan á framhaldsskólastiginu er hæg, ein sú hægasta innan OECD. Ástæðurnar eru margvíslegar og lausnirnar þurfa að endurspegla það. Ég trúi því að nú sé að myndast skilningur á því að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólunum, í nærumhverfi krakkanna. En fleira þarf til. Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu barna hljóta að vera til alvarlegrar skoðunar. Við sjáum að greiningum fer fjölgandi hjá grunnskólabörnum og það er eitthvað að í samfélagi þar sem svona stór hluti barna þarf sérfræðiaðstoð eins og þekkist hér. Þegar við ræðum um brottfall í framhaldsskólanum þá þurfum við nefnilega að beina sjónum okkar að grunnskólanum. 30% drengja sem ljúka námi á því skólastigi geta ekki lesið sér til gagns. Vitanlega hefur það áhrif á hvernig þeim gengur í framhaldsskóla. Við þurfum að spyrja okkur hvort krakkarnir okkar komi vel undirbúin úr grunnskólanum, menntunarlega, andlega og líkamlega þannig að þeim gangi vel í framhaldsskólanum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar