Ástin er eins og vatnið og vatnið er kalt og djúpt Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. febrúar 2018 14:00 The Shape of Water er töfrandi og undurfögur ástarsaga, bældrar konu og ofsóttrar furðuveru, sem orð fá vart lýst. Mexíkaninn Guillermo del Toro er ótrúlega snjall leikstjóri og sennilega stendur honum enginn framar í hárfínum línudansi töfraraunsæis á mörkum draums og veruleika, raunveruleika og súrrealisma, hins mögulega og hins ómögulega. Sjálfur David Lynch verður bara að gjöra svo vel að taka annað sætið. Sú dásamlega draumsýn Pan’s Labyrinth sem leikstjórinn heillaði með fyrir tólf árum hefur hingað til borið einstakri sýn hans og hæfileikum skýrast vitni en fjandinn sjálfur, ef hann toppar sig ekki með The Shape of Water. Eiginlega er fánýtt að reyna að lýsa þessari mynd og áhrifum hennar í orðum. Best er bara að horfa á hana, njóta, heillast og horfa svo aftur og aftur. Þetta er svo marglaga listaverk að sennilega verður hún alltaf fersk þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun.Vatnið er upphaf og endir alls. Flæðandi, stjórnlaust, óhöndlanlegt og óbeislanlegt en samt ekki. Það er lífið sjálft. Og dauðinn. Kalt, heitt. Klaki, gufa og allt þar á milli. Eiginlega alveg eins og þessi mynd. Del Toro beislar tilfinningar í The Shape of Water. Virkjar þær, svalar og drekkir áhorfandanum með myndum, hughrifum, tónlist, fegurð, ljótleika, ást, hatri, ógn, atlotum og ofbeldi. Best væri að fá bara Stein Steinarr til þess að gagnrýna þessa mynd. Hann hafði djúpan skilning á vatni og tíma.Frá vitund minnitil vara þinnaer veglaust haf.En draumur minn glóðií dulkvikri báru,meðan djúpið svaf.Og falin sorg mínnær fundi þínumeins og firðblátt haf. Niðurbæld kona sem ber óræðan harm sinn í hljóði. Bókstaflega. Hún talar ekki en verður ástfangin af furðuveru, einhvers konar fiski í mannslíki, skrímsli jafnvel. Tannhvassri forynju sem étur ketti lifandi. Þetta er náttúrlega svo geggjað að enginn nema del Toro gæti komist upp með ekki aðeins að bera svona dellu á borð fyrir okkur, heldur gera það á svo sjálfsagðan hátt að við kaupum þetta. Hrátt eins og nýdregna ýsu. Og hann finnur þessu undarlega ævintýri, ólíklegu ástarsögu, meira að segja stað í tíma og rúmi. Myndin gerist upp úr 1960 í vænisjúkum kaldastríðsheimi. Bandaríkjamönnum hefur tekist að klófesta furðuveru, hálfmennskt sjávarskrímsli og á leynilegri stofnun krukka vísindamenn á vegum hersins í blessaða lífveruna. Elisa er brotin sál sem sér um ræstingar á þessum kalda og ómanneskjulega stað. Hún þolir illa meðferðina á furðuverunni og nær, ólíkt öllum öðrum, sambandi við dýrið. Þögnin sameinar þau og með líkamstjáningu og tónlist skynja þau tilfinningar hvort annars og ástin kviknar. Elisa getur ekki horft upp á tilraunirnar sem gerðar eru á hinum blóðkalda elskhuga hennar og þegar vondu kallarnir komast að því að sennilega sé bara heppilegast að lóga skepnunni og kryfja hana ákveður hún að ræna ástinni sinni. Sér til fulltingis hefur hún roskinn skápahomma, þeldökka samstarfskonu sína og sovéskan njósnara og vísindamann með sál. Ansi hreint töff uppreisn hinna undirokuðu gegn ofurefli kerfisins.Líkindin milli hins hrakta sjávarskrímslis og Abe Sapien í Hellboy enda leikarinn, Doug Jones, sá sami.Öll umgjörð myndarinnar er sjónrænt listaverk og leikararnir negla þetta svo saman í trausta fimmu. Sally Hawkins er yndisleg sem Elisa, sá firnasterki leikari Michael Shannon kann vel að skila tærum illmennum og toppar sjálfan sig í hlutverki fautans sem stjórnar rannsókninni á furðuverunni. Richard Jenkins er yndi sem gamli homminn sem lætur hjartað ráða för á ögurstundu og Octavia Spencer heillar í hlutverki samverkakonunnar samseku. Doug Jones leikur svo skrímslið með stæl en fyrirbærið minnir glettilega á vatnaveruna Abe Sapien úr Hellboy eftir del Toro enda leikur Jones báða. The Shape of Water er eitt af þessum sjaldgæfu dæmum þar sem allt smellur saman í kvikmynd og myndar stórkostlega heild. Þetta er ótrúleg ástarsaga, falleg og ljót. Full af ofbeldi, hlýju og grimmd. Þetta er E.T. fyrir fullorðna. Magnað dæmi.Niðurstaða: Undarleg ástarsaga. Magnaður seiður. Ógleymanleg og áleitin mynd. Verður hvorki fallegra né betra. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Mexíkaninn Guillermo del Toro er ótrúlega snjall leikstjóri og sennilega stendur honum enginn framar í hárfínum línudansi töfraraunsæis á mörkum draums og veruleika, raunveruleika og súrrealisma, hins mögulega og hins ómögulega. Sjálfur David Lynch verður bara að gjöra svo vel að taka annað sætið. Sú dásamlega draumsýn Pan’s Labyrinth sem leikstjórinn heillaði með fyrir tólf árum hefur hingað til borið einstakri sýn hans og hæfileikum skýrast vitni en fjandinn sjálfur, ef hann toppar sig ekki með The Shape of Water. Eiginlega er fánýtt að reyna að lýsa þessari mynd og áhrifum hennar í orðum. Best er bara að horfa á hana, njóta, heillast og horfa svo aftur og aftur. Þetta er svo marglaga listaverk að sennilega verður hún alltaf fersk þrátt fyrir ítrekaða endurskoðun.Vatnið er upphaf og endir alls. Flæðandi, stjórnlaust, óhöndlanlegt og óbeislanlegt en samt ekki. Það er lífið sjálft. Og dauðinn. Kalt, heitt. Klaki, gufa og allt þar á milli. Eiginlega alveg eins og þessi mynd. Del Toro beislar tilfinningar í The Shape of Water. Virkjar þær, svalar og drekkir áhorfandanum með myndum, hughrifum, tónlist, fegurð, ljótleika, ást, hatri, ógn, atlotum og ofbeldi. Best væri að fá bara Stein Steinarr til þess að gagnrýna þessa mynd. Hann hafði djúpan skilning á vatni og tíma.Frá vitund minnitil vara þinnaer veglaust haf.En draumur minn glóðií dulkvikri báru,meðan djúpið svaf.Og falin sorg mínnær fundi þínumeins og firðblátt haf. Niðurbæld kona sem ber óræðan harm sinn í hljóði. Bókstaflega. Hún talar ekki en verður ástfangin af furðuveru, einhvers konar fiski í mannslíki, skrímsli jafnvel. Tannhvassri forynju sem étur ketti lifandi. Þetta er náttúrlega svo geggjað að enginn nema del Toro gæti komist upp með ekki aðeins að bera svona dellu á borð fyrir okkur, heldur gera það á svo sjálfsagðan hátt að við kaupum þetta. Hrátt eins og nýdregna ýsu. Og hann finnur þessu undarlega ævintýri, ólíklegu ástarsögu, meira að segja stað í tíma og rúmi. Myndin gerist upp úr 1960 í vænisjúkum kaldastríðsheimi. Bandaríkjamönnum hefur tekist að klófesta furðuveru, hálfmennskt sjávarskrímsli og á leynilegri stofnun krukka vísindamenn á vegum hersins í blessaða lífveruna. Elisa er brotin sál sem sér um ræstingar á þessum kalda og ómanneskjulega stað. Hún þolir illa meðferðina á furðuverunni og nær, ólíkt öllum öðrum, sambandi við dýrið. Þögnin sameinar þau og með líkamstjáningu og tónlist skynja þau tilfinningar hvort annars og ástin kviknar. Elisa getur ekki horft upp á tilraunirnar sem gerðar eru á hinum blóðkalda elskhuga hennar og þegar vondu kallarnir komast að því að sennilega sé bara heppilegast að lóga skepnunni og kryfja hana ákveður hún að ræna ástinni sinni. Sér til fulltingis hefur hún roskinn skápahomma, þeldökka samstarfskonu sína og sovéskan njósnara og vísindamann með sál. Ansi hreint töff uppreisn hinna undirokuðu gegn ofurefli kerfisins.Líkindin milli hins hrakta sjávarskrímslis og Abe Sapien í Hellboy enda leikarinn, Doug Jones, sá sami.Öll umgjörð myndarinnar er sjónrænt listaverk og leikararnir negla þetta svo saman í trausta fimmu. Sally Hawkins er yndisleg sem Elisa, sá firnasterki leikari Michael Shannon kann vel að skila tærum illmennum og toppar sjálfan sig í hlutverki fautans sem stjórnar rannsókninni á furðuverunni. Richard Jenkins er yndi sem gamli homminn sem lætur hjartað ráða för á ögurstundu og Octavia Spencer heillar í hlutverki samverkakonunnar samseku. Doug Jones leikur svo skrímslið með stæl en fyrirbærið minnir glettilega á vatnaveruna Abe Sapien úr Hellboy eftir del Toro enda leikur Jones báða. The Shape of Water er eitt af þessum sjaldgæfu dæmum þar sem allt smellur saman í kvikmynd og myndar stórkostlega heild. Þetta er ótrúleg ástarsaga, falleg og ljót. Full af ofbeldi, hlýju og grimmd. Þetta er E.T. fyrir fullorðna. Magnað dæmi.Niðurstaða: Undarleg ástarsaga. Magnaður seiður. Ógleymanleg og áleitin mynd. Verður hvorki fallegra né betra.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira