Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 20:19 Leikstjórinn Terry Gilliam. Vísir/Getty Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum. Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni. „Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam. „Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“ Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini. Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna. „Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“ Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s. MeToo Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum. Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni. „Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam. „Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“ Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini. Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna. „Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“ Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s.
MeToo Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið