Dreifa fölsuðum myndum af ungri baráttukonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 13:40 Emma González í March For Our Lives-fjöldagöngunni á laugardag. Vísir/getty Fölsuðum myndum og myndböndum af Emmu González, einni af nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem komst lífs af úr skotárás í febrúar síðastliðnum, hefur verið dreift um netið síðustu daga. Myndirnar sýna González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás González hefur orðið eitt aðalandlit baráttunnar fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir að 17 manns voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída-ríki í febrúar. Hún, ásamt fleiri nemendum við skólann, stóð að March For Our Lives-fjöldagöngum sem haldnar voru víðsvegar um Bandaríkin í fyrradag. Hundruð þúsunda söfnuðust saman í göngunum og þótti tilfinningaþrungin ræða González einn af hápunktum dagsins. Málstaður ungmennanna á ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta Bandaríkjamanna. Einhverjir hafa fullyrt að hert byssulöggjöf muni takmarka stjórnarskrárbundin réttindi Bandaríkjamanna um byssueign. Myndir og myndbönd, sem átt hefur verið við í myndvinnsluforriti, fóru í dreifingu meðal téðs hóps á samfélagsmiðlum um helgina. Í flestum tilvikum virðast samfélagsmiðlanotendur meðvitaðir um uppruna myndanna og dreifa þeim í ádeiluskyni en þó er ljóst að margir telja þær ófalsaðar. Á myndunum sést González rífa í sundur stórt blað sem virðist vera bandaríska stjórnarskráin.Justy a sample of what NRA supporters are doing to teenagers who survived a massacre (real picture on the right). pic.twitter.com/czX7IHD8ur— Don Moynihan (@donmoyn) March 25, 2018 #Vorwärts! pic.twitter.com/ffbcm6xjX3— Adam Baldwin (@AdamBaldwin) March 24, 2018 I'm interested to hear what US citizens think of this photo where Emma Gonzalez is ripping up The Constitution? pic.twitter.com/B5HTNKuRqV— LΞIGH (@LeighStewy) March 24, 2018 Upprunalegu myndirnar eru hins vegar úr myndatöku fyrir tímaritið Teen Vogue en González, auk fleiri nemenda úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum, voru fengnar til að sitja fyrir á forsíðunni í tengslum við March For Our Lives-herferðina. Á þeim myndum sést að González rífur stjórnarskrána ekki í sundur heldur veggspjald með mynd af skotmarki."We, the youth of the United States, have built a new movement to denounce gun violence and call for safety in all of our communities. This is only the beginning." @Emma4Change pens a searing op-ed on this generation's plans to make change: https://t.co/MV34GJgrdI #NeverAgain pic.twitter.com/FWTpOD1WKL— Teen Vogue (@TeenVogue) March 23, 2018 Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fölsuðum myndum og myndböndum af Emmu González, einni af nemendum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem komst lífs af úr skotárás í febrúar síðastliðnum, hefur verið dreift um netið síðustu daga. Myndirnar sýna González rífa í sundur stórt blað sem hefur verið breytt í bandarísku stjórnarskrána með myndvinnsluforriti.Sjá einnig: Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás González hefur orðið eitt aðalandlit baráttunnar fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir að 17 manns voru skotnir til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída-ríki í febrúar. Hún, ásamt fleiri nemendum við skólann, stóð að March For Our Lives-fjöldagöngum sem haldnar voru víðsvegar um Bandaríkin í fyrradag. Hundruð þúsunda söfnuðust saman í göngunum og þótti tilfinningaþrungin ræða González einn af hápunktum dagsins. Málstaður ungmennanna á ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta Bandaríkjamanna. Einhverjir hafa fullyrt að hert byssulöggjöf muni takmarka stjórnarskrárbundin réttindi Bandaríkjamanna um byssueign. Myndir og myndbönd, sem átt hefur verið við í myndvinnsluforriti, fóru í dreifingu meðal téðs hóps á samfélagsmiðlum um helgina. Í flestum tilvikum virðast samfélagsmiðlanotendur meðvitaðir um uppruna myndanna og dreifa þeim í ádeiluskyni en þó er ljóst að margir telja þær ófalsaðar. Á myndunum sést González rífa í sundur stórt blað sem virðist vera bandaríska stjórnarskráin.Justy a sample of what NRA supporters are doing to teenagers who survived a massacre (real picture on the right). pic.twitter.com/czX7IHD8ur— Don Moynihan (@donmoyn) March 25, 2018 #Vorwärts! pic.twitter.com/ffbcm6xjX3— Adam Baldwin (@AdamBaldwin) March 24, 2018 I'm interested to hear what US citizens think of this photo where Emma Gonzalez is ripping up The Constitution? pic.twitter.com/B5HTNKuRqV— LΞIGH (@LeighStewy) March 24, 2018 Upprunalegu myndirnar eru hins vegar úr myndatöku fyrir tímaritið Teen Vogue en González, auk fleiri nemenda úr Marjory Stoneman Douglas-skólanum, voru fengnar til að sitja fyrir á forsíðunni í tengslum við March For Our Lives-herferðina. Á þeim myndum sést að González rífur stjórnarskrána ekki í sundur heldur veggspjald með mynd af skotmarki."We, the youth of the United States, have built a new movement to denounce gun violence and call for safety in all of our communities. This is only the beginning." @Emma4Change pens a searing op-ed on this generation's plans to make change: https://t.co/MV34GJgrdI #NeverAgain pic.twitter.com/FWTpOD1WKL— Teen Vogue (@TeenVogue) March 23, 2018
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51
Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45