Með skilaboð í skyrtunni Ritstjórn skrifar 26. mars 2018 08:30 Glamour/Getty Tíska er meira en bara föt, heldur er hægt að nota hana til að flytja ýmis skilaboð og að koma skoðunum sínum og stíl á framfæri. Það gerði Millie Bobby Brown á Kid's Choice Awards sem haldin voru í Kaliforníu á dögunum, þar sem hún studdi March For Our Lives, samtökin sem berjast fyrir hertri löggjöf byssueigenda í Ameríku. Millie Bobby Brown klæddist fatnaði frá Calvin Klein Jeans, en bróderuð í skyrtuna voru nöfn þeirra sem dóu í skotárás í Parkland, Oregon. Fyrir ofan annan brjóstvasann stóð #NeverAgain, eða ,,#aldreiaftur", og er það myllumerkið sem notað er á samfélagsmiðlum. Millie vann verðlaun sem besta leikkonan á hátíðinni, en í ræðunni sinni talaði hún um March For Our Lives hreyfingunni. ,,March For Our Lives mótmælin sem áttu sér stað út um allan heim í dag veittu mér mikinn innblástur og okkur öllum, á einn hátt eða annan. Ég fæ að vera hér á sviði, og það eru mikil forréttindi að fá að nota rödd sína sem fær að heyrast. Vonandi get ég haft jákvæð áhrif." Mest lesið Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour 7 ára með hálfa milljón fylgjenda á Instagram Glamour Sérstök forsíða Vogue Japan Glamour Gallaðu þig upp Glamour Eftirminnilegu Óskarskjólarnir Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Tískukaup á svörtum föstudegi Glamour North West prófar Kylie Lip Kit Glamour Nýr raunveruleikaþáttur Kim Kardashian Glamour Rekstur Roberto Cavalli tekinn í gegn Glamour
Tíska er meira en bara föt, heldur er hægt að nota hana til að flytja ýmis skilaboð og að koma skoðunum sínum og stíl á framfæri. Það gerði Millie Bobby Brown á Kid's Choice Awards sem haldin voru í Kaliforníu á dögunum, þar sem hún studdi March For Our Lives, samtökin sem berjast fyrir hertri löggjöf byssueigenda í Ameríku. Millie Bobby Brown klæddist fatnaði frá Calvin Klein Jeans, en bróderuð í skyrtuna voru nöfn þeirra sem dóu í skotárás í Parkland, Oregon. Fyrir ofan annan brjóstvasann stóð #NeverAgain, eða ,,#aldreiaftur", og er það myllumerkið sem notað er á samfélagsmiðlum. Millie vann verðlaun sem besta leikkonan á hátíðinni, en í ræðunni sinni talaði hún um March For Our Lives hreyfingunni. ,,March For Our Lives mótmælin sem áttu sér stað út um allan heim í dag veittu mér mikinn innblástur og okkur öllum, á einn hátt eða annan. Ég fæ að vera hér á sviði, og það eru mikil forréttindi að fá að nota rödd sína sem fær að heyrast. Vonandi get ég haft jákvæð áhrif."
Mest lesið Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour 7 ára með hálfa milljón fylgjenda á Instagram Glamour Sérstök forsíða Vogue Japan Glamour Gallaðu þig upp Glamour Eftirminnilegu Óskarskjólarnir Glamour Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Glamour Tískukaup á svörtum föstudegi Glamour North West prófar Kylie Lip Kit Glamour Nýr raunveruleikaþáttur Kim Kardashian Glamour Rekstur Roberto Cavalli tekinn í gegn Glamour