„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 23:45 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún var í viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur á CBS nú í kvöld þar sem hún sagði frá hótuninni og sambandi hennar og Trump sem á að hafa átt sér stað árið 2006, þegar Trump var sextugur og hún 27 ára. Daniels segist hafa verið í bílastæðahúsi og á leið í líkamsrækt með dóttur sína sem þá var ungabarn þegar maður nálgaðist hana. „Láttu Trump í friði. Gleymdu sögunni,“ á maðurinn að hafa sagt. „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar.“ Þá hafði hún ákveðið að selja sögu sína til tímaritsins In Touch en heimildarmenn 60 mínútna sögðu ekkert hafa orðið af sölunni vegna þess að lögmaður Trump, Michael Cohen, hótaði að lögsækja tímaritið. Hvíta húsið hefur neitað því að framhjáhaldið hafi átt sér stað en á þeim tíma var Melania Trump nýbúin að eiga Baron Trump. Daniels fékk þó 130 þúsund dali fyrir að segja ekki frá hinu meinta framhjáhaldi, skömmu fyrir kosningarnar, og eftir að eftirlitsaðilar voru hvattir til að rannsaka hvort að greiðslan hefði verið úr kosningasjóði Trump viðurkenndi Cohen að hafa greitt Daniels. Hann sagðist hins vegar hafa gert það úr eigin vasa og það hafi ekki komið forsetanum við á nokkurn hátt. Greiðslan er þó enn til rannsóknar og verið er að kanna hvort um sé að ræða ólöglegt framlag til kosningasjóðs Trump.Sjá einnig: Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Í 60 mínútum sagði Daniels einnig að ástæða þess að hún væri að tjá sig um málið, þrátt fyrir hótanir lögmanna Trump um að lögsækja hana og krefjast einnar milljónar dala í hvert sinn sem hún tjáir sig, væri vegna þess að hún vildi fá tækifæri til að verja sig. Henni þætti ótækt að fólk væri að saka hana um lygar og að hafa sofið hjá Trump fyrir peninga. Hún sagði forsetann hafa reynt að greiða henni eftir mök. Daniels sagði einnig frá fyrstu kynnum þeirra og hvernig hún hefði flengt hann með tímariti þar sem hann var á forsíðunni.Besta tilboðið frá Trump Eftir að samningurinn við In Touch gekk ekki eftir kom framhjáhaldið ekki upp í mörg ár. Samkvæmt Daniels breyttist það þó þegar Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hún segir fjölmarga aðila hafa haft samband við sig til þess að kaupa sögu hennar. Lögmaður Daniels hringdi þó í hana og sagði henni að besta tilboðið hefði komið frá Michael Cohen, lögmanni Trump. Hann hefði boðið henni 130 þúsund dali til að þaga. Það tilboð heillaði hana bæði vegna peninganna sem hún myndi fá og einnig vegna þess að þá þyrfti hún ekki að opinbera framhjáhaldið þar sem það gæti haft áhrif á dóttur hennar. Sömuleiðis hefði hún enn óttast um öryggi sitt. Ellefu dögum fyrir kosningarnar 2016 skrifaði hún undir. Fimmtán mánuðum seinna segir Wall Street Journal frá samkomulaginu og framhjáhaldinu. Daniels segir að frásögnin hafi ekki komið frá henni. Hún segir að hún hafi skrifað undir yfirlýsingu um að framhjáhaldið hefði ekki átt sér stað af ótta við lagalegar afleiðingar. Anderson Cooper benti Daniels á að Trump horfði iðulega á 60 mínútur og spurði hvort hún hefði eitthvað við hann að segja. „Hann veit að ég er að segja satt,“ sagði Daniels.Not long after the magazine story was killed, Stormy Daniels says she was threatened by a man who approached her in Las Vegas. “A guy walked up on me and said to me, 'leave Trump alone. Forget the story.'” pic.twitter.com/JMskKQiYCi— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 “He was like, 'wow, you are special. You remind me of my daughter.'” --Stormy Daniels says of her conversation with Mr. Trump the night they met. pic.twitter.com/Mj52gSoDbH— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 When Donald Trump won the Republican nomination, Daniels says she started getting calls again with offers to tell her story. And she got one offer not to tell her story. Mr. Trump's attorney Michael Cohen agreed to pay $130K in exchange for signing a non-disclosure agreement. pic.twitter.com/HB98pik8bj— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 Mr. Trump's attorney says the $130K he paid was not a campaign contribution, but Trevor Potter, a former chairman of the Federal Election Commission, disagrees. pic.twitter.com/Qxigc4R1l2— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún var í viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur á CBS nú í kvöld þar sem hún sagði frá hótuninni og sambandi hennar og Trump sem á að hafa átt sér stað árið 2006, þegar Trump var sextugur og hún 27 ára. Daniels segist hafa verið í bílastæðahúsi og á leið í líkamsrækt með dóttur sína sem þá var ungabarn þegar maður nálgaðist hana. „Láttu Trump í friði. Gleymdu sögunni,“ á maðurinn að hafa sagt. „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar.“ Þá hafði hún ákveðið að selja sögu sína til tímaritsins In Touch en heimildarmenn 60 mínútna sögðu ekkert hafa orðið af sölunni vegna þess að lögmaður Trump, Michael Cohen, hótaði að lögsækja tímaritið. Hvíta húsið hefur neitað því að framhjáhaldið hafi átt sér stað en á þeim tíma var Melania Trump nýbúin að eiga Baron Trump. Daniels fékk þó 130 þúsund dali fyrir að segja ekki frá hinu meinta framhjáhaldi, skömmu fyrir kosningarnar, og eftir að eftirlitsaðilar voru hvattir til að rannsaka hvort að greiðslan hefði verið úr kosningasjóði Trump viðurkenndi Cohen að hafa greitt Daniels. Hann sagðist hins vegar hafa gert það úr eigin vasa og það hafi ekki komið forsetanum við á nokkurn hátt. Greiðslan er þó enn til rannsóknar og verið er að kanna hvort um sé að ræða ólöglegt framlag til kosningasjóðs Trump.Sjá einnig: Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Í 60 mínútum sagði Daniels einnig að ástæða þess að hún væri að tjá sig um málið, þrátt fyrir hótanir lögmanna Trump um að lögsækja hana og krefjast einnar milljónar dala í hvert sinn sem hún tjáir sig, væri vegna þess að hún vildi fá tækifæri til að verja sig. Henni þætti ótækt að fólk væri að saka hana um lygar og að hafa sofið hjá Trump fyrir peninga. Hún sagði forsetann hafa reynt að greiða henni eftir mök. Daniels sagði einnig frá fyrstu kynnum þeirra og hvernig hún hefði flengt hann með tímariti þar sem hann var á forsíðunni.Besta tilboðið frá Trump Eftir að samningurinn við In Touch gekk ekki eftir kom framhjáhaldið ekki upp í mörg ár. Samkvæmt Daniels breyttist það þó þegar Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hún segir fjölmarga aðila hafa haft samband við sig til þess að kaupa sögu hennar. Lögmaður Daniels hringdi þó í hana og sagði henni að besta tilboðið hefði komið frá Michael Cohen, lögmanni Trump. Hann hefði boðið henni 130 þúsund dali til að þaga. Það tilboð heillaði hana bæði vegna peninganna sem hún myndi fá og einnig vegna þess að þá þyrfti hún ekki að opinbera framhjáhaldið þar sem það gæti haft áhrif á dóttur hennar. Sömuleiðis hefði hún enn óttast um öryggi sitt. Ellefu dögum fyrir kosningarnar 2016 skrifaði hún undir. Fimmtán mánuðum seinna segir Wall Street Journal frá samkomulaginu og framhjáhaldinu. Daniels segir að frásögnin hafi ekki komið frá henni. Hún segir að hún hafi skrifað undir yfirlýsingu um að framhjáhaldið hefði ekki átt sér stað af ótta við lagalegar afleiðingar. Anderson Cooper benti Daniels á að Trump horfði iðulega á 60 mínútur og spurði hvort hún hefði eitthvað við hann að segja. „Hann veit að ég er að segja satt,“ sagði Daniels.Not long after the magazine story was killed, Stormy Daniels says she was threatened by a man who approached her in Las Vegas. “A guy walked up on me and said to me, 'leave Trump alone. Forget the story.'” pic.twitter.com/JMskKQiYCi— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 “He was like, 'wow, you are special. You remind me of my daughter.'” --Stormy Daniels says of her conversation with Mr. Trump the night they met. pic.twitter.com/Mj52gSoDbH— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 When Donald Trump won the Republican nomination, Daniels says she started getting calls again with offers to tell her story. And she got one offer not to tell her story. Mr. Trump's attorney Michael Cohen agreed to pay $130K in exchange for signing a non-disclosure agreement. pic.twitter.com/HB98pik8bj— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018 Mr. Trump's attorney says the $130K he paid was not a campaign contribution, but Trevor Potter, a former chairman of the Federal Election Commission, disagrees. pic.twitter.com/Qxigc4R1l2— 60 Minutes (@60Minutes) March 25, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. 21. mars 2018 07:48
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45