Lífið

Leikmyndahönnuður Friends fer yfir rýmin og ástæðuna á bakvið fjólubláa litinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shaffner hannaði nánast alla leikmyndina í Friends.
Shaffner hannaði nánast alla leikmyndina í Friends.
Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega.

Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja margir þættina vel. Til að mynda er hægt að fara í sérstakar Friends-ferðir um New York borg og eru þar ákveðnir staðir í þáttunum heimsóttir með tilheyrandi fyrirlestrum.

Eins og í flestöllum þáttum eru leikmyndirnar byggðar upp og þættirnir teknir upp í kvikmyndaverum. Í tilfelli Friends voru þættirnir á sínum tíma teknir upp í Warner Bros kvikmyndaverinu í Hollywood.

Maðurinn á bakvið íbúðir vinanna og aðra tökustaði heitir John Shaffner og hefur hann starfað sem leikmyndahönnuður í bransanum í nokkra áratugi. Hann ræddi við Great Big Story á YouTube og birtist myndband af útskýringum hans á miðlinum fyrr í þessum mánuði.

„Það fannst engum það góð hugmynd að mála íbúðina fjólubláa en þegar ég sýndi þeim hvernig útkoman yrði á litlu módeli, þá skiptu allir fljótlega um skoðun,“ segir Shaffner.

„Litirnir í Friends voru gríðarlega mikilvægir og gáfu þáttunum ákveðna sérstöðu og þeirra eigin einkenni. Þegar fólk sá litinn, þá vissi það alltaf hvaða þáttur væri í gangi.“

Hér að neðan má horfa á samantekt Great Big Story um leikmyndina í Friends.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.