Haukur er eftir allt saman sá yngsti sem hefur skorað fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2018 16:00 Haukur Þrastarson og Gísli Kristjánsson. Gísli er líka inn á topplistanum. Vísir/Rakel Ósk Nýjasta undrabarnið í íslenska handboltanum náði að slá metið yfir yngsta markaskorara Íslands frá upphafi. Selfyssingurinn Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk í fyrsta landsleiknum sínum í gær þegar Ísland mætti Noregi í Gulldeildinni. Haukur verður ekki sautján ára fyrr en í næstu viku og er því orðinn landsliðsmaður áður en hann fær bílprófið. Margir voru að velta því fyrir sér hvort að Haukur væri sá yngsti frá upphafi enda allt annað en algengt að leikmenn sem eru enn gjaldgengir í sautján ára landsliðið fái tækifæri með A-landsliðinu. Við fyrstu athugun leit út fyrir að Haukur væri ekki sá yngsti sem hefur opnað markareikninginn sinn fyrir íslenska handboltalandsliðið. Eftir Samkvæmt fyrstu upplýsingum um fæðingardag Héðins Gilssonar (sjá hér) þá átti hann að vera tveimur mánuðum yngri þegar hann skoraði fyrir íslenska landsliðið á móti Sovétríkjunum á Friðarleikunum í Moskvu í júlí 1986. Héðinn, var hinsvegar ekki 16 ára, 9 mánaða og 21 dags gamall heldur í raun einu ári eldri. Héðinn er ekki fæddur 22. september 1969 heldur 22. september 1968. Vísir fékk ábendingu um þetta og hefur leiðrétt fréttina. Héðinn skoraði þrjú mörk í leiknum en hann hafði spilað sína fyrstu deildarleiki með meistaraflokki FH á tímabilinu á undan, 1985-86 „Gils kom mjög á óvart. Hann skoraði fyrsta mark Íslands en síðan varð hann að fara af leikvelli vegna meiðsla, en kom aftur inná í lokin og skoraði þá tvö mörk. Sannarlega framtíðarleikmaður,“ hafði Morgunblaðið eftir Jóni Hjaltalíni Magnússyni, þáverandi formanni HSÍ, sem var fararstjóri liðsins í Sovétríkjunum.Héðinn Gilsson lék alls 138 landsleiki og skoraði í þeim 300 mörk. Margir muna eftir honum í B-keppninni 1989 og þá sérstaklega í sigurleiknum á móti Vestur-Þýskalandi þar sem Héðinn kom mjög sterkur inn eftir að Alfreð Gíslason fékk að líta rauða spjaldið. Samkvæmt upplýsingunum sem undirritaður hefur nú undir höndum þá eru þetta þeir yngstu sem hafa skorað fyrir landsliðð. Haukur var ekki að bæta met Héðins Gilssonar í gær heldur met Bjarna Guðmundssonar frá 1974.Óstaðfestur topplisti yfir yngstu markaskorara landsliðsins:16 ára, 11 mánaða og 22 daga Haukur Þrastarson - 3 mörk á móti Noregi 201817 ára, 9 mánaða og 18 daga Bjarni Guðmundsson - 1 mark á móti Lúxemborg 197417 ára, 9 mánaða og 21 dags Héðinn Gilsson - 3 mörk á móti Sovétríkjunum 198618 ára, 3 mánaða og 10 daga Aron Pálmarsson - 2 mörk á móti Belgíu 200818 ára, 4 mánaða og 17 daga Patrekur Jóhannesson - 1 mark á móti Tékkóslóvakíu 199018 ára, 5 mánaða og 5 daga Gísli Þorgeir Kristjánsson - 6 mörk á móti Japan 201818 ára, 5 mánaða og 11 daga Árni Friðleifsson - 3 mörk á móti Ísrael 1986 Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Nýjasta undrabarnið í íslenska handboltanum náði að slá metið yfir yngsta markaskorara Íslands frá upphafi. Selfyssingurinn Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk í fyrsta landsleiknum sínum í gær þegar Ísland mætti Noregi í Gulldeildinni. Haukur verður ekki sautján ára fyrr en í næstu viku og er því orðinn landsliðsmaður áður en hann fær bílprófið. Margir voru að velta því fyrir sér hvort að Haukur væri sá yngsti frá upphafi enda allt annað en algengt að leikmenn sem eru enn gjaldgengir í sautján ára landsliðið fái tækifæri með A-landsliðinu. Við fyrstu athugun leit út fyrir að Haukur væri ekki sá yngsti sem hefur opnað markareikninginn sinn fyrir íslenska handboltalandsliðið. Eftir Samkvæmt fyrstu upplýsingum um fæðingardag Héðins Gilssonar (sjá hér) þá átti hann að vera tveimur mánuðum yngri þegar hann skoraði fyrir íslenska landsliðið á móti Sovétríkjunum á Friðarleikunum í Moskvu í júlí 1986. Héðinn, var hinsvegar ekki 16 ára, 9 mánaða og 21 dags gamall heldur í raun einu ári eldri. Héðinn er ekki fæddur 22. september 1969 heldur 22. september 1968. Vísir fékk ábendingu um þetta og hefur leiðrétt fréttina. Héðinn skoraði þrjú mörk í leiknum en hann hafði spilað sína fyrstu deildarleiki með meistaraflokki FH á tímabilinu á undan, 1985-86 „Gils kom mjög á óvart. Hann skoraði fyrsta mark Íslands en síðan varð hann að fara af leikvelli vegna meiðsla, en kom aftur inná í lokin og skoraði þá tvö mörk. Sannarlega framtíðarleikmaður,“ hafði Morgunblaðið eftir Jóni Hjaltalíni Magnússyni, þáverandi formanni HSÍ, sem var fararstjóri liðsins í Sovétríkjunum.Héðinn Gilsson lék alls 138 landsleiki og skoraði í þeim 300 mörk. Margir muna eftir honum í B-keppninni 1989 og þá sérstaklega í sigurleiknum á móti Vestur-Þýskalandi þar sem Héðinn kom mjög sterkur inn eftir að Alfreð Gíslason fékk að líta rauða spjaldið. Samkvæmt upplýsingunum sem undirritaður hefur nú undir höndum þá eru þetta þeir yngstu sem hafa skorað fyrir landsliðð. Haukur var ekki að bæta met Héðins Gilssonar í gær heldur met Bjarna Guðmundssonar frá 1974.Óstaðfestur topplisti yfir yngstu markaskorara landsliðsins:16 ára, 11 mánaða og 22 daga Haukur Þrastarson - 3 mörk á móti Noregi 201817 ára, 9 mánaða og 18 daga Bjarni Guðmundsson - 1 mark á móti Lúxemborg 197417 ára, 9 mánaða og 21 dags Héðinn Gilsson - 3 mörk á móti Sovétríkjunum 198618 ára, 3 mánaða og 10 daga Aron Pálmarsson - 2 mörk á móti Belgíu 200818 ára, 4 mánaða og 17 daga Patrekur Jóhannesson - 1 mark á móti Tékkóslóvakíu 199018 ára, 5 mánaða og 5 daga Gísli Þorgeir Kristjánsson - 6 mörk á móti Japan 201818 ára, 5 mánaða og 11 daga Árni Friðleifsson - 3 mörk á móti Ísrael 1986
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira