Það sem ekki má Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:00 Það hefur löngum einkennt íslensk stjórnvöld að gera ráð fyrir að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Þess vegna er talið afar brýnt að hafa ekki einungis vit fyrir þjóðinni heldur einnig sérstakt eftirlit með henni. Þessar miður geðslegu áherslur ráðamanna hafa enn og aftur skotið upp kollinum vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla en þar er lagt til að afnema bann við áfengisauglýsingum. Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi. Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans. Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór. Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur löngum einkennt íslensk stjórnvöld að gera ráð fyrir að þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð. Þess vegna er talið afar brýnt að hafa ekki einungis vit fyrir þjóðinni heldur einnig sérstakt eftirlit með henni. Þessar miður geðslegu áherslur ráðamanna hafa enn og aftur skotið upp kollinum vegna tillögu nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla en þar er lagt til að afnema bann við áfengisauglýsingum. Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi. Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans. Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum. Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór. Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun