Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Arion banki ætlar að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðju United Silicon og selja hana eins skjótt og auðið er. Vísir/Eyþór Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hver heildarupphæð krafna er. „Við eigum eftir að reikna það út en það kemur í ljós seinna í mánuðinum,“ segir Geir Gestsson skiptastjóri. Kröfuhafafundur verður haldinn í apríl og býst Geir við að þá verði búið að taka afstöðu til flestra krafna sem bárust. Greint var frá því seinni hluta febrúarmánaðar að samkomulag hefði náðst milli skiptastjóra þrotabúsins og Arion banka um að bankinn myndi ganga að veðum og taka yfir allar helstu eignir United Silicon. Bankinn ætlar síðan að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðjunni og selja hana eins skjótt og auðið er. Geir segir að þetta hafi verið stærsta ákvörðunin í búinu. „Eftir það er þetta meiri formvinna,“ segir Geir og bætir við að upplýst verði um verðmæti þeirra eigna sem Arion tók yfir á kröfuhafafundinum. Þá hefur jafnframt komið fram að stjórn United Silicon sakar Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilversins, um auðgunarbrot og hefur kært hann til lögreglu. Þá hafa fimm lífeyrissjóðir sem komu að fjármögnun verksmiðjunnar líka lagt inn kæru. Það eru Festa, Eftirlaunasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyrissjóður. Kærendur telja að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna kerfisbundnum auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Kæran var lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hver heildarupphæð krafna er. „Við eigum eftir að reikna það út en það kemur í ljós seinna í mánuðinum,“ segir Geir Gestsson skiptastjóri. Kröfuhafafundur verður haldinn í apríl og býst Geir við að þá verði búið að taka afstöðu til flestra krafna sem bárust. Greint var frá því seinni hluta febrúarmánaðar að samkomulag hefði náðst milli skiptastjóra þrotabúsins og Arion banka um að bankinn myndi ganga að veðum og taka yfir allar helstu eignir United Silicon. Bankinn ætlar síðan að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðjunni og selja hana eins skjótt og auðið er. Geir segir að þetta hafi verið stærsta ákvörðunin í búinu. „Eftir það er þetta meiri formvinna,“ segir Geir og bætir við að upplýst verði um verðmæti þeirra eigna sem Arion tók yfir á kröfuhafafundinum. Þá hefur jafnframt komið fram að stjórn United Silicon sakar Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilversins, um auðgunarbrot og hefur kært hann til lögreglu. Þá hafa fimm lífeyrissjóðir sem komu að fjármögnun verksmiðjunnar líka lagt inn kæru. Það eru Festa, Eftirlaunasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyrissjóður. Kærendur telja að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna kerfisbundnum auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Kæran var lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00