Heldur fast í spænsku ræturnar í matargerðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2018 11:30 María Gomez hefur ástríðu fyrir spænskri matargerð og deilir auðveldum uppskriftum með lesendum sínum. Vísir/Anton Brink/María Gomez María Gomez opnaði á dögunum skemmtilega Instagram síðu þar sem hún deilir fallegum matarmyndum sem tengjast ljúffengum og spennandi uppskriftum á bloggsíðunni hennar.„Mitt markmið er að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og njóta þess að taka fallegar myndir og leyfa öðrum að njóta þess með mér. Þegar maður er í því sem manni finnst gaman að gera þá er svo ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og hvað maður fyllist af orku og áhuga.“ María heldur nú þegar úti vinsælu lífsstílsbloggi og smekklegri Instagramsíðu fullri af hugmyndum og innblæstri fyrir heimili og innanhússhönnun. „Fyrir ári síðan opnaði ég bloggsíðuna www.paz.is þar sem ég fjalla til dæmis um það hvernig við tókum húsið okkar í gegn á ódýran og hagkvæman hátt ásamt því að gefa uppskriftir. Á sama tíma opnaði ég instagramið @paz.is sem er mitt „interior Instagram.“ Upprunalega átti það að styðja alveg við bloggið og sýna bæði innanhúss og matarmyndirnar, en mér fannst matarmyndirnar mínar aldrei passa þar inn enda í allt öðrum stíl og er inni hjá mér. Ég er með mjög skandinavískan stíl á heimilinu sem er hvítur og bjartur en matarmyndirnar mínar eru meira svona dökkar og „rustic“. Um daginn varð vefurinn minn eins árs og þá var ég að fara aðeins yfir hann og sá að ég á ógrynni af fallegum matarmyndum. Því ákvað ég af tilefni eins árs afmælisins að opna matarinstagramið @paz.isfood og með því held ég að ég sé komin með ágætis vettvang til að birta matarmyndirnar mínar.“Mynd/María GomezEinfaldar upskriftir sem henta öllum Á Instagrammið @paz.isfood setur María eingöngu inn myndir af þeim uppskriftum sem er að finna á blogginu sjálfu, en á instagraminu eru ekki uppskriftirnar sjálfar bara myndirnar af þeim. „Þar er að finna mjög fjölbreyttar myndir af bæði mat og bakstri ásamt ýmsu öðru eins og veitingum fyrir veislur, barnaafmæli og fleira. Ég legg mikla áherslu á að uppskriftirnar mínar séu vel framkvæmanlegar og að fólk gefist ekki bara upp við að lesa þær og nenni ekki að fara eftir þeim. Því legg ég ríka áherslu á að setja inn mjög einfaldar uppskriftir sem allir ættu að gera gert. Útskýringar eru oft mjög ítarlegar og flestar með myndum af ferlinu í heild sinni, svo þeir sem eru óöruggir í eldhúsinu ættu að geta gert þær eftir myndunum. Einnig reyni ég að hafa uppskriftirnar fjölbreyttar þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Mynd/María GomezÉg er til dæmis með nokkrar uppskriftir af dásamlegum hrákökum sem henta vel fyrir þá sem eru vegan eða í hráfæði og svo auðvitað hnallþórur og gúmmelaði líka. Þó uppskriftirnar mínar séu einfaldar kemur það sko ekki niður á bragðinu en margar þeirra eru ótrúlega góðar þrátt fyrir að vera fyrirhafnarlausar og fljótgerðar.“ María reynir að skapa vissa stemningu og upplifun með myndunum sínum. „Ég er mikið með spænska matargerð á blogginu mínu og finnst mér gaman að reyna til dæmis að láta líta út eins og maturinn sé í spænsku eldhúsi, í litlu sveitalegu fjallaþorpi eða í hundrað ára gömlu bakaríi og þess háttar. Ef ég er með lasagna uppskrift reyni ég að hafa myndirnar þannig að þær líti út fyrir að vera á Ítalíu út á verönd að borða í kvöldsólinni. Þetta er svona það sem ég reyni að ná fram með myndunum mínum en ég reyni að gefa viðfangsefninu smá sögu sem passar til dæmis við land eða menningu matarins eða bara við matinn sjálfan.“ Mynd/María GomezHún hefur sjálf sterk tengsl við spænska matargerð og vildi því deila þeirri ástríðu sinni með lesendum bloggsins. „Ég er hálfur Spánverji en pabbi minn er frá Andalúsíu á Suður-Spáni. Ég ólst þar upp til fimm ára aldurs og elskaði spænskan mat. Ég man alltaf svo sterkt eftir því þegar ég flutti hingað til Íslands hvað mér fannst maturinn vondur, en þá var til dæmis úvalið af grænmeti og ávöxtum ekki upp á marga fiska. Eina grænmetið sem fékkst voru gulrætur, hvítkál, rófur, epli og appelsínur. Mér fannst þessi íslenski heimilismatur sem var mjög mikið þá eins og kjötfars, fiskibollur, fiskbúðingur og soðin ýsa svo vont svo ég tali nú ekki um jógurtin sem fengust hér þá. Ég man alltaf eftir því þegar ég fékk jarðaberja Óska jógúrt hvað mér fannst hún hryllega vond en hún var full af dósajarðaberjum sem mér klígaði við. Því saknaði ég alltaf svo mikið spænska matarins sem var erfitt að gera hér á landi vegna hráefnisskorts, en spænskur matur inniheldur mikið af grænmeti, kjúkling, skelfisk og öðru sem erfitt var að fá í þá daga. Því var ég ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að tileinka mér spænska matargerð sem ég lærði af ömmu minni Paz og föðursystrum mínum. Með tímanum varð svo auðveldara að gera spænska matinn hér á Íslandi enda er í dag um nóg af hráefni í búðunum sem betur fer.“María lærði að elda í þessu litla eldhúsi í fjallaþorpinu sínu á Spáni.Mynd/María GomezGaman að sjá fólk prófa uppskriftirnar Bloggsíða Maríu, Paz.is, fékk nafnið sitt frá ömmu Maríu. Instagram síðan með matarmyndunum hefur strax fengið góð viðbrögð. „Það er rétt rúm vika síðan ég opnaði hana og er strax komin með yfir 800 fylgjendur sem mér þykir gott miðað við stuttan tíma, en stór hópur af þeim sem fylgja mér á @paz.is hafa byrjað að fylgja mér einnig á @paz.isfood og þykir mér ótrúlega vænt um það. Margir hafa líka sent mér svo afskaplega falleg skilaboð og sagt mér að þeir elski uppskriftirnar mínar og einnig hef ég séð mörg Instagram-story þar sem fólk er að gera eitthvað frá mér og merkja mig við. Það finnst mér æði. Einnig hef ég tekið eftir því að uppskriftirnar á blogginu eru mun meiri lesnar nú en áður. Ég er með svo yndislega og frábæra fylgjendur sem mér þykir ótrúlega vænt um.“ María segir að það sé greinilegt að fólk hafi mikinn áhuga á mat og góðum uppskriftum. „Ég sjálf er þannig að mig langar oft að prófa oft eitthvað nýtt og sem er ekki eitthvað sem maður er alltaf að gera. Ég held að ég bjóði upp á mikið af þess lags uppskriftum á blogginu mínu, ásamt líka því hefðbundna. Því held ég að fólk sýni uppskriftum mínum áhuga.“Mynd/María GomezMikilvægt að börnin læri spænska siði Spænsk matargerð er áberandi á síðunni en þó birtir María fjölbreyttar uppskriftir svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „En ég myndi segja að fljótleg, einföld en jafnframt rosa bragðgóð matargerð sé það sem einkenni síðuna mína. Alla vega langar mig að trúa því og vona að þeir sem hafa prófað uppskriftirnar mínar séu sammála mér í því.“ María fékk fyrst áhuga á matargerð þegar hún var tíu ára gömul. „Þá byrjaði ég að fara mikið ein til Spánar að heimsækja fólkið mitt. Amma mín heitin á Spáni og þrjár föðursystur pabba voru nánast alltaf í eldhúsinu að elda. Á Spáni spilar matur rosa stóran sess í lífi fólks og að njóta hans. Þar fer borðhaldið fram til dæmis á allt annan hátt en hér á Íslandi. Fólk situr lengi lengi við borðið og nýtur matarins og samstundar við hvort annað, jafnt börn sem fullorðnir. Þar er ekki látið duga að borða bara aðalmáltíðina heldur er sitið lengur og ávextir snæddir beint á eftir og svo kaffi eftir það. Allan tímann situr fólk og spjallar og nýtur þess að vera saman.Mynd/María GomezMér finnst oft svo súrt hvernig matartíminn er hér á landi. Ég hef oft séð baráttu hjá fólki við börnin að fá þau til að borða og það er alveg oft þannig hér á bæ líka. Svo eru allir staðnir upp frá borðinu eftir tíu mínútur eða korter, en oft er maður búin að eyða miklum tíma í eldhúsinu að elda og undirbúa, yfirleitt lengur en borðhaldið sjálft tekur. Því hef ég tekið á það ráð að elda oftast bara ofureinfaldan mat sem tekur stuttan tíma að gera og þeim uppkskriftum reyni ég að deila á paz.is. Ég hef oftast bara þróað þær uppskriftir sjálf án þess að það komi niður á gæðum og bragði. En áhuginn á mat kom strax þarna við tíu ára aldurinn þegar mig langaði að læra að elda spænska matinn sem ég hafði saknað svo mikið.“ Sjálfri finnst henni skemmtilegast að elda spænskan mat. „Mér finnst það tengja mig við spænsku ræturnar mínar og fólkið mitt á Spáni. Oft hringi ég í frænkur mínar þegar mig vantar ráðleggingar um spænska matargerð og það tengir okkur saman. Mér finnst líka mikilvægt að börnin mín læri spænska siði og menningu enda hefur það alltaf verið stór partur af mér og hef ég haldið fast í spænsku ræturnar mínar sem mér þykir svo ofboðslega vænt um.“Mynd/María GomezSpænsk kjúklingakássa í uppáhaldi María er ánægð með viðbrögðin við síðunni og segir að það hvetji sig áfram til að vera dugleg að deila uppskriftum sínum með lesendum. „Af spænsku uppskriftunum er það spænsk kjúklingakássa (Fritada de pollo) og spænsk Ommeletta með kartöflum og lauk (Tortilla de patatas) í mestu uppáhaldi í augnablikinu. Svo er alltaf kaldhefaða brauðið sem ég lærði að gera af bæjarstjórafrúnni Sigrúnu á Egilsstöðum, smurt með heimagerðum hvítlaukrjómaosti og grilluðum paprikum á spænskan máta. Ég tek það fram að þetta þrennt síðarnefnda er hlægilega aðvelt að gera en bragðast svo vel að ég veit til þess að það hefur verið notað í fermingarveislur undanfarið þar sem það hefur slegið í gegn. Mér fannst sko ekki leiðinlega að heyra af því.“Mynd/María GomezHún vonast til að koma spænskri matargerð meira á kortið hér á landi.„Mér finnst vera komin tími til að fólk á Íslandi fái að smakka alvöru spænskan mat en ekki þann sem það hefur borðað á lélegum veitingarstöðum við ströndina á Spáni sem er oft örbylgjuhitaður, en það er ekki alvöru spænsk matargerð. Mig langar til að koma spænskum mat á kortið hér á Íslandi en það þekkja allir Kínamat, ítalskan og indverskan en nú er mál að spænsk matargerð fái að njóta sín. Uppskriftirnar mínar koma til dæmis allar beint úr eldhúsinu hjá ömmu og frænkum mínum og eru þær eins „authentic“ fyrir andalúsíska matargerð og hugsast getur. Því langar mig að deila með þeim sem lesa bloggið mitt.“ Matur Viðtal Tengdar fréttir Gjörbreyttu húsi á þremur vikum: „Númer eitt, tvö og þrjú að gera fjárhagsáætlun“ Fagurkerinn María Gomez keypti sér hús á Álftanesi og tók það í gegn áður en hún flutti inn. 14. janúar 2018 21:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist
María Gomez opnaði á dögunum skemmtilega Instagram síðu þar sem hún deilir fallegum matarmyndum sem tengjast ljúffengum og spennandi uppskriftum á bloggsíðunni hennar.„Mitt markmið er að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og njóta þess að taka fallegar myndir og leyfa öðrum að njóta þess með mér. Þegar maður er í því sem manni finnst gaman að gera þá er svo ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og hvað maður fyllist af orku og áhuga.“ María heldur nú þegar úti vinsælu lífsstílsbloggi og smekklegri Instagramsíðu fullri af hugmyndum og innblæstri fyrir heimili og innanhússhönnun. „Fyrir ári síðan opnaði ég bloggsíðuna www.paz.is þar sem ég fjalla til dæmis um það hvernig við tókum húsið okkar í gegn á ódýran og hagkvæman hátt ásamt því að gefa uppskriftir. Á sama tíma opnaði ég instagramið @paz.is sem er mitt „interior Instagram.“ Upprunalega átti það að styðja alveg við bloggið og sýna bæði innanhúss og matarmyndirnar, en mér fannst matarmyndirnar mínar aldrei passa þar inn enda í allt öðrum stíl og er inni hjá mér. Ég er með mjög skandinavískan stíl á heimilinu sem er hvítur og bjartur en matarmyndirnar mínar eru meira svona dökkar og „rustic“. Um daginn varð vefurinn minn eins árs og þá var ég að fara aðeins yfir hann og sá að ég á ógrynni af fallegum matarmyndum. Því ákvað ég af tilefni eins árs afmælisins að opna matarinstagramið @paz.isfood og með því held ég að ég sé komin með ágætis vettvang til að birta matarmyndirnar mínar.“Mynd/María GomezEinfaldar upskriftir sem henta öllum Á Instagrammið @paz.isfood setur María eingöngu inn myndir af þeim uppskriftum sem er að finna á blogginu sjálfu, en á instagraminu eru ekki uppskriftirnar sjálfar bara myndirnar af þeim. „Þar er að finna mjög fjölbreyttar myndir af bæði mat og bakstri ásamt ýmsu öðru eins og veitingum fyrir veislur, barnaafmæli og fleira. Ég legg mikla áherslu á að uppskriftirnar mínar séu vel framkvæmanlegar og að fólk gefist ekki bara upp við að lesa þær og nenni ekki að fara eftir þeim. Því legg ég ríka áherslu á að setja inn mjög einfaldar uppskriftir sem allir ættu að gera gert. Útskýringar eru oft mjög ítarlegar og flestar með myndum af ferlinu í heild sinni, svo þeir sem eru óöruggir í eldhúsinu ættu að geta gert þær eftir myndunum. Einnig reyni ég að hafa uppskriftirnar fjölbreyttar þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Mynd/María GomezÉg er til dæmis með nokkrar uppskriftir af dásamlegum hrákökum sem henta vel fyrir þá sem eru vegan eða í hráfæði og svo auðvitað hnallþórur og gúmmelaði líka. Þó uppskriftirnar mínar séu einfaldar kemur það sko ekki niður á bragðinu en margar þeirra eru ótrúlega góðar þrátt fyrir að vera fyrirhafnarlausar og fljótgerðar.“ María reynir að skapa vissa stemningu og upplifun með myndunum sínum. „Ég er mikið með spænska matargerð á blogginu mínu og finnst mér gaman að reyna til dæmis að láta líta út eins og maturinn sé í spænsku eldhúsi, í litlu sveitalegu fjallaþorpi eða í hundrað ára gömlu bakaríi og þess háttar. Ef ég er með lasagna uppskrift reyni ég að hafa myndirnar þannig að þær líti út fyrir að vera á Ítalíu út á verönd að borða í kvöldsólinni. Þetta er svona það sem ég reyni að ná fram með myndunum mínum en ég reyni að gefa viðfangsefninu smá sögu sem passar til dæmis við land eða menningu matarins eða bara við matinn sjálfan.“ Mynd/María GomezHún hefur sjálf sterk tengsl við spænska matargerð og vildi því deila þeirri ástríðu sinni með lesendum bloggsins. „Ég er hálfur Spánverji en pabbi minn er frá Andalúsíu á Suður-Spáni. Ég ólst þar upp til fimm ára aldurs og elskaði spænskan mat. Ég man alltaf svo sterkt eftir því þegar ég flutti hingað til Íslands hvað mér fannst maturinn vondur, en þá var til dæmis úvalið af grænmeti og ávöxtum ekki upp á marga fiska. Eina grænmetið sem fékkst voru gulrætur, hvítkál, rófur, epli og appelsínur. Mér fannst þessi íslenski heimilismatur sem var mjög mikið þá eins og kjötfars, fiskibollur, fiskbúðingur og soðin ýsa svo vont svo ég tali nú ekki um jógurtin sem fengust hér þá. Ég man alltaf eftir því þegar ég fékk jarðaberja Óska jógúrt hvað mér fannst hún hryllega vond en hún var full af dósajarðaberjum sem mér klígaði við. Því saknaði ég alltaf svo mikið spænska matarins sem var erfitt að gera hér á landi vegna hráefnisskorts, en spænskur matur inniheldur mikið af grænmeti, kjúkling, skelfisk og öðru sem erfitt var að fá í þá daga. Því var ég ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að tileinka mér spænska matargerð sem ég lærði af ömmu minni Paz og föðursystrum mínum. Með tímanum varð svo auðveldara að gera spænska matinn hér á Íslandi enda er í dag um nóg af hráefni í búðunum sem betur fer.“María lærði að elda í þessu litla eldhúsi í fjallaþorpinu sínu á Spáni.Mynd/María GomezGaman að sjá fólk prófa uppskriftirnar Bloggsíða Maríu, Paz.is, fékk nafnið sitt frá ömmu Maríu. Instagram síðan með matarmyndunum hefur strax fengið góð viðbrögð. „Það er rétt rúm vika síðan ég opnaði hana og er strax komin með yfir 800 fylgjendur sem mér þykir gott miðað við stuttan tíma, en stór hópur af þeim sem fylgja mér á @paz.is hafa byrjað að fylgja mér einnig á @paz.isfood og þykir mér ótrúlega vænt um það. Margir hafa líka sent mér svo afskaplega falleg skilaboð og sagt mér að þeir elski uppskriftirnar mínar og einnig hef ég séð mörg Instagram-story þar sem fólk er að gera eitthvað frá mér og merkja mig við. Það finnst mér æði. Einnig hef ég tekið eftir því að uppskriftirnar á blogginu eru mun meiri lesnar nú en áður. Ég er með svo yndislega og frábæra fylgjendur sem mér þykir ótrúlega vænt um.“ María segir að það sé greinilegt að fólk hafi mikinn áhuga á mat og góðum uppskriftum. „Ég sjálf er þannig að mig langar oft að prófa oft eitthvað nýtt og sem er ekki eitthvað sem maður er alltaf að gera. Ég held að ég bjóði upp á mikið af þess lags uppskriftum á blogginu mínu, ásamt líka því hefðbundna. Því held ég að fólk sýni uppskriftum mínum áhuga.“Mynd/María GomezMikilvægt að börnin læri spænska siði Spænsk matargerð er áberandi á síðunni en þó birtir María fjölbreyttar uppskriftir svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „En ég myndi segja að fljótleg, einföld en jafnframt rosa bragðgóð matargerð sé það sem einkenni síðuna mína. Alla vega langar mig að trúa því og vona að þeir sem hafa prófað uppskriftirnar mínar séu sammála mér í því.“ María fékk fyrst áhuga á matargerð þegar hún var tíu ára gömul. „Þá byrjaði ég að fara mikið ein til Spánar að heimsækja fólkið mitt. Amma mín heitin á Spáni og þrjár föðursystur pabba voru nánast alltaf í eldhúsinu að elda. Á Spáni spilar matur rosa stóran sess í lífi fólks og að njóta hans. Þar fer borðhaldið fram til dæmis á allt annan hátt en hér á Íslandi. Fólk situr lengi lengi við borðið og nýtur matarins og samstundar við hvort annað, jafnt börn sem fullorðnir. Þar er ekki látið duga að borða bara aðalmáltíðina heldur er sitið lengur og ávextir snæddir beint á eftir og svo kaffi eftir það. Allan tímann situr fólk og spjallar og nýtur þess að vera saman.Mynd/María GomezMér finnst oft svo súrt hvernig matartíminn er hér á landi. Ég hef oft séð baráttu hjá fólki við börnin að fá þau til að borða og það er alveg oft þannig hér á bæ líka. Svo eru allir staðnir upp frá borðinu eftir tíu mínútur eða korter, en oft er maður búin að eyða miklum tíma í eldhúsinu að elda og undirbúa, yfirleitt lengur en borðhaldið sjálft tekur. Því hef ég tekið á það ráð að elda oftast bara ofureinfaldan mat sem tekur stuttan tíma að gera og þeim uppkskriftum reyni ég að deila á paz.is. Ég hef oftast bara þróað þær uppskriftir sjálf án þess að það komi niður á gæðum og bragði. En áhuginn á mat kom strax þarna við tíu ára aldurinn þegar mig langaði að læra að elda spænska matinn sem ég hafði saknað svo mikið.“ Sjálfri finnst henni skemmtilegast að elda spænskan mat. „Mér finnst það tengja mig við spænsku ræturnar mínar og fólkið mitt á Spáni. Oft hringi ég í frænkur mínar þegar mig vantar ráðleggingar um spænska matargerð og það tengir okkur saman. Mér finnst líka mikilvægt að börnin mín læri spænska siði og menningu enda hefur það alltaf verið stór partur af mér og hef ég haldið fast í spænsku ræturnar mínar sem mér þykir svo ofboðslega vænt um.“Mynd/María GomezSpænsk kjúklingakássa í uppáhaldi María er ánægð með viðbrögðin við síðunni og segir að það hvetji sig áfram til að vera dugleg að deila uppskriftum sínum með lesendum. „Af spænsku uppskriftunum er það spænsk kjúklingakássa (Fritada de pollo) og spænsk Ommeletta með kartöflum og lauk (Tortilla de patatas) í mestu uppáhaldi í augnablikinu. Svo er alltaf kaldhefaða brauðið sem ég lærði að gera af bæjarstjórafrúnni Sigrúnu á Egilsstöðum, smurt með heimagerðum hvítlaukrjómaosti og grilluðum paprikum á spænskan máta. Ég tek það fram að þetta þrennt síðarnefnda er hlægilega aðvelt að gera en bragðast svo vel að ég veit til þess að það hefur verið notað í fermingarveislur undanfarið þar sem það hefur slegið í gegn. Mér fannst sko ekki leiðinlega að heyra af því.“Mynd/María GomezHún vonast til að koma spænskri matargerð meira á kortið hér á landi.„Mér finnst vera komin tími til að fólk á Íslandi fái að smakka alvöru spænskan mat en ekki þann sem það hefur borðað á lélegum veitingarstöðum við ströndina á Spáni sem er oft örbylgjuhitaður, en það er ekki alvöru spænsk matargerð. Mig langar til að koma spænskum mat á kortið hér á Íslandi en það þekkja allir Kínamat, ítalskan og indverskan en nú er mál að spænsk matargerð fái að njóta sín. Uppskriftirnar mínar koma til dæmis allar beint úr eldhúsinu hjá ömmu og frænkum mínum og eru þær eins „authentic“ fyrir andalúsíska matargerð og hugsast getur. Því langar mig að deila með þeim sem lesa bloggið mitt.“
Matur Viðtal Tengdar fréttir Gjörbreyttu húsi á þremur vikum: „Númer eitt, tvö og þrjú að gera fjárhagsáætlun“ Fagurkerinn María Gomez keypti sér hús á Álftanesi og tók það í gegn áður en hún flutti inn. 14. janúar 2018 21:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist
Gjörbreyttu húsi á þremur vikum: „Númer eitt, tvö og þrjú að gera fjárhagsáætlun“ Fagurkerinn María Gomez keypti sér hús á Álftanesi og tók það í gegn áður en hún flutti inn. 14. janúar 2018 21:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið