Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 16. apríl 2018 13:30 Efnavopnahernaður er ekki nýr af nálinni og verður væntanlega ekki upprættur á næstunni þrátt fyrir alþjóðlegar samþykktir. Wikimedia Commons Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. Í meginatriðum er um tvær tegundir efnavopna að ræða í Sýrlandi; saríngas og klórgas. Það fyrrnefnda er afar vandasamt að framleiða og meðhöndla en klórgasið er hægt að nálgast mjög auðveldlega þar sem efnið er notað í ýmiskonar iðnaði og er ekki á lista yfir bönnuð efni. Loftárásirnar gætu því mögulega haft áhrif á framleiðslu saríns en klórgasið, sem er meira notað, er hægt að framleiða og geyma nánast hvar sem er og því nær útilokað að eyða birgðunum með loftárásum. Löng og óhugnanleg saga efnavopnaFrá Song tímabilinuWikimedia CommonsSamkvæmt elstu heimildum hefur efnavopnum verið beitt í hernaði í tæp þrjú þúsund ár hið minnsta. Í Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu eftir Hómer, sem var uppi á 8. öld fyrir Krist, segir frá eitruðum örvum sem hafi verið notaðar í Trójustríðinu. Tveimur öldum síðar eitruðu hersveitir Aþenu vatnsból borgarinnar Kirrha til að binda endi á umsátur. Í Pelópsskagastríðinu var eiturgasi beitt í Evrópu í fyrsta sinn svo vitað sé, nánar tiltekið brennisteinsgasi. Kínverjar höfðu þá fyrir löngu þróað aðferðir til að dæla eitruðum reyk, mettuðum af arseniki, yfir óvinahersveitir. Sun Tzu, sem skrifaði sígilt rit um hernaðarlist Kínverjar, sagði að reykurinn væri sem þoka sem elti uppi sálir. Meira að segja sjálfur Leonardo da Vinci þróaði efnavopn á 15. öld. Sá mikli uppfinningamaður skildi eftir sig uppskrift að eitruðum púðursprengjum sem hann mælti með að yrði varpað úr valslöngvum til að kæfa óvini. Ekki er vitað hvort efnavopnum Davincis var beitt í hernaði en mjög svipaðar aðferðir voru notaðar næstu aldir á eftir.Wikimedia CommonsSmám saman urðu aðferðirnar skilvirkari og banvænni. Það leiddi til þess að reynt var að banna eða takmarka notkun efnavopna í hernaði. Það var fyrst reynt árið 1675 þegar Frakkar og Þjóðverjar (eða Heilaga rómverska keisaraveldið) undirrituðu Strassborgar-sáttmálann sem bannaði notkun eitraðra skotfæra. Alþjóðleg ráðstefna um efnavopn fór næst fram í Brussel árið 1874, þar sem ekki tókst að ná samkomulagi, og síðan í Haag árið 1899 þar sem notkun slíkra vopna var fordæmd af fjölda þjóða. Þróun efnavopna, og hernaðar almennt, fleytti hratt áfram þrátt fyrir allt og í fyrri heimsstyrjöldinni kynntist heimsbyggðin óhugnaði efnavopnahernaðar fyrir alvöru. Stríðandi fylkingar framleiddu meira en 124 þúsund tonn af eiturgasi á þeim fjórum árum sem styrjöldin stóð og tæpur helmingur þess var notaður í átökunum. Það voru Frakkar sem riðu á vaðið með því að dæla svo miklu táragasi yfir skotgrafir Þjóðverja að margir köfnuðu. Eftir það var auðveldara að stíga næsta skref og nota banvænna gas sem beinlínis var hannað til að drepa sem flesta. Það voru síðan Þjóðverjar sem byrjuðu að nota klórgas á vígvellinum við orrustuna um Ypres vorið 1915 þar sem þeir stráfelldu franska hermenn með eitrinu. Alls er talið að meira en ein komma þrjár milljónir manna hafi dáið af völdum efnavopna í fyrri heimsstyrjöldinni, þar af allt að þrjú hundruð þúsund almennir borgarar. Þó að gasinu væri almennt beint gegn hermönnum reyndist mjög erfitt að stýra útbreiðslu þess í breytilegum vindáttum og oft lagði ský af eitri yfir íbúabyggðir í nágrenni við stórar orrustur. Þar sem efnavopn höfðu aldrei verið notuð í svo miklum mæli áður voru flestir algjörlega óviðbúnir; almenningur hafði ekki aðgang að gasgrímum og ekkert kerfi var til staðar til að vara íbúa við yfirvofandi gasárásum. Pempíuskapur að nota ekki efnavopnWikimedia CommonsVið stríðslok árið 1918 sátu margar þjóðir uppi með miklar birgðir efnavopna en þeim var ekki eytt með viðunandi hætti. Í mörgum tilvikum var eitrið einfaldlega urðað skammt frá byggð eða því sturtað út í sjó. Allt að sextíu og fimm þúsund tonnum eiturs var dælt út í Eystrasaltið eftir stríð. Enn finnast reglulega leifar slíkra efna í Belgíu, Frakklandi og víðar. Eftir óhugnaðinn sem fylgdi útbreiddum efnavopnahernaði í fyrri heimsstyrjöldinni varð hann mjög umdeildur. Leynileg skjöl, sem nú hafa verið gerð opinber, sýna hins vegar að þróun efnavopna hélt áfram á bak við tjöldin og flest stórveldi ætluðu sér greinilega stóra hluti á þessu sviði í framtíðinni. Winston Churchill var sérstakur talsmaður efnavopna og mælti með notkun þeirra bæði gegn kommúnistum í Rússlandi og Indverjum sem mótmæltu stjórn Breta. „Ég er ákaflega fylgjandi því beita eiturgasi gegn ósiðmenntuðum ættbálkum,“ sagði Churchill. Hann kallaði það pempíuskap að setja sig gegn slíkum árásum og hæddist að áhyggjum pólitískra andstæðinga sinna af velferð innfæddra Indverja. Sagðist Churchill ekki sjá neitt ósanngjarnt við að beita eiturgasi við slíkar aðstæður, hann hefði ekki áhyggjur af því þó að einhver Indverji fengi hnerrakast. Alls sendu Bretar fimmtíu þúsund eitursprengjur til Rússlands árið 1919, þar sem þeim var varpað á bæi og þorp sem höll voru undir Bolsjévika. Á millistríðsárunum stofnuðu Þjóðverjar til samstarfs við Sovétríkin um áframhaldandi þróun efnavopna, sem skilaði miklum árangri á þriðja áratugnum. Það þrátt fyrir að notkun efnavopna hafi formlega verið bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925. Eftir að nasistar komust til valda stofnuðu þeir eiturvopnahersveitir sem voru sérþjálfaðar og útbúnar til að beita alls kyns eiturgasi á vígvellinum og Sovétmenn gerðu hið sama. Þrátt fyrir það reyndust aðstæður oftar en ekki óheppilegar fyrir notkun efnavopna og hvorki bandamenn né öxulveldin beittu þeim mikið í hernaði. Nasistar nýttu þó rannsóknir sínar í þágu fjöldamorða þegar leið á stríðið og byggðar voru útrýmingarbúðir með gasklefum fyrir gyðinga og aðra sem lýstir voru réttdræpir. Ein vinsæl kenning, sem er sögð skýra litla efnavopnanotkun í sjálfum hernaði seinna stríðs, er að Adolf Hitler hafi sjálfur orðið fyrir taugaáfalli í eiturgasárás þegar hann var hermaður í fyrra stríðinu. Samkvæmt skjölum frá þeim tíma missti Hitler tímabundið sjón og var lengi að jafna sig á spítala. Hann lá enn í sjúkrarúmi sínu þegar honum bárust fregnir af uppgjöf Þjóðverja í stríðinu og seinna sagðist hann hafa risið úr rekkju sinni og þrumað yfir nærstadda: „Nei, nú fer ég í stjórnmál!“ – með afdrifaríkum afleiðingum sem flestir þekkja. Við Nürnberg-réttarhöldin eftir stríðið gaf Hermann Göring aðra skýringu: Skortur á eldsneyti hafi neytt Þjóðverja til að nota hesta til hergagnaflutninga og skepnurnar þyldu illa gas. Hryðjuverk, leynimakk og áróðurVísir/AFPÁ eftirstríðsárunum voru það aðallega Bandaríkin og Sovétríkin sem stóðu fyrir umfangsmikilli þróun og framleiðslu efnavopna á laun, í trássi við alþjóðalög. Almenningsálit á vesturlöndum og víðar hefur snúist mjög gegn efnavopnahernaði en þó eru nokkur dæmi um notkun á eiturgasi síðustu áratugi. Það gerðist í borgarastríðinu í Jemen á sjöunda áratugnum, í Ródesíustríðinu áratug síðar, í landamæradeilu Víetnama og Taílendinga 1985, í stríði Írans og Íraks á níunda áratugnum, í borgarastríðinu í Angóla og loks í Sýrlandi á síðustu árum. Auk þess beitti Saddam Hussein eiturgasi gegn Kúrdum í noðurhluta Íraks og nokkur hryðjuverkasamtök hafa framleitt efna- og sýklavopn. Fyrsta hryðjuverkaárásin, þar sem eiturgasi var beitt, var í Japan árið 1994 þegar sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo notaði saríngas til að ráðast á almenna borgara í jarðlestarkerfi tveggja borga. 20 létust og meira en fimm þúsund þurftu aðhlynningu. Síðan þá hefur verið mikill ótti við að hermdarverkasamtök á borð við al Kaída reyni að komast yfir slík efni. Fundist hafa myndbönd sem sýna tilraunir liðsmanna samtakanna með einhverskonar taugagas sem virðist bana dýrum hratt og er talið vera sarín. Að lokum ber að nefna hið svokallaða rússneska „Novichok“ taugaeitur sem er sagt hafa verið notað gegn andstæðingi Pútíns Rússlandsforseta í Salisbury í Bretland á dögunum. Það mál er hins vegar afar umdeilt, ekki síst vegna þessa að mikil leynd ríkir yfir því nákvæmlega hvers konar efni Novichok á að vera. Nafnið þýðir einfaldlega „nýliði“ á rússnesku og er samheiti yfir flokk efna sem voru þróuð á leynilegri sovéskri rannsóknarstöð undir lok kaldastríðsins. Að sögn uppljóstrara var tilgangur Novichok áætlunarinnar að finna ný efni sem vesturveldin hefðu ekki tækni til að greina eða verjast. Efnavopnahernaður er ekki nýr af nálinni og verður væntanlega ekki upprættur á næstunni þrátt fyrir alþjóðlegar samþykktir. Þó að notkun efnavopna vekji almennt óhug í dag eru enn margir sem sjá ástæður til að grípa til þeirra í neyð eða jafnvel áróðursskyni. Þannig er frægt hvernig ríkisstjórn George W. Bush notaði ótta almennings við efnavopnaáætlun Saddams Hussein til að réttlæta innrás í Írak. Þau vopn fundust aldrei en óttinn við að þau gætu verið til staðar nægði einn og sér til að setja af stað afdrifaríka atburðarás og hrinu átaka í Miðausturlöndum sem enn sér ekki fyrir endann á. Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. Í meginatriðum er um tvær tegundir efnavopna að ræða í Sýrlandi; saríngas og klórgas. Það fyrrnefnda er afar vandasamt að framleiða og meðhöndla en klórgasið er hægt að nálgast mjög auðveldlega þar sem efnið er notað í ýmiskonar iðnaði og er ekki á lista yfir bönnuð efni. Loftárásirnar gætu því mögulega haft áhrif á framleiðslu saríns en klórgasið, sem er meira notað, er hægt að framleiða og geyma nánast hvar sem er og því nær útilokað að eyða birgðunum með loftárásum. Löng og óhugnanleg saga efnavopnaFrá Song tímabilinuWikimedia CommonsSamkvæmt elstu heimildum hefur efnavopnum verið beitt í hernaði í tæp þrjú þúsund ár hið minnsta. Í Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu eftir Hómer, sem var uppi á 8. öld fyrir Krist, segir frá eitruðum örvum sem hafi verið notaðar í Trójustríðinu. Tveimur öldum síðar eitruðu hersveitir Aþenu vatnsból borgarinnar Kirrha til að binda endi á umsátur. Í Pelópsskagastríðinu var eiturgasi beitt í Evrópu í fyrsta sinn svo vitað sé, nánar tiltekið brennisteinsgasi. Kínverjar höfðu þá fyrir löngu þróað aðferðir til að dæla eitruðum reyk, mettuðum af arseniki, yfir óvinahersveitir. Sun Tzu, sem skrifaði sígilt rit um hernaðarlist Kínverjar, sagði að reykurinn væri sem þoka sem elti uppi sálir. Meira að segja sjálfur Leonardo da Vinci þróaði efnavopn á 15. öld. Sá mikli uppfinningamaður skildi eftir sig uppskrift að eitruðum púðursprengjum sem hann mælti með að yrði varpað úr valslöngvum til að kæfa óvini. Ekki er vitað hvort efnavopnum Davincis var beitt í hernaði en mjög svipaðar aðferðir voru notaðar næstu aldir á eftir.Wikimedia CommonsSmám saman urðu aðferðirnar skilvirkari og banvænni. Það leiddi til þess að reynt var að banna eða takmarka notkun efnavopna í hernaði. Það var fyrst reynt árið 1675 þegar Frakkar og Þjóðverjar (eða Heilaga rómverska keisaraveldið) undirrituðu Strassborgar-sáttmálann sem bannaði notkun eitraðra skotfæra. Alþjóðleg ráðstefna um efnavopn fór næst fram í Brussel árið 1874, þar sem ekki tókst að ná samkomulagi, og síðan í Haag árið 1899 þar sem notkun slíkra vopna var fordæmd af fjölda þjóða. Þróun efnavopna, og hernaðar almennt, fleytti hratt áfram þrátt fyrir allt og í fyrri heimsstyrjöldinni kynntist heimsbyggðin óhugnaði efnavopnahernaðar fyrir alvöru. Stríðandi fylkingar framleiddu meira en 124 þúsund tonn af eiturgasi á þeim fjórum árum sem styrjöldin stóð og tæpur helmingur þess var notaður í átökunum. Það voru Frakkar sem riðu á vaðið með því að dæla svo miklu táragasi yfir skotgrafir Þjóðverja að margir köfnuðu. Eftir það var auðveldara að stíga næsta skref og nota banvænna gas sem beinlínis var hannað til að drepa sem flesta. Það voru síðan Þjóðverjar sem byrjuðu að nota klórgas á vígvellinum við orrustuna um Ypres vorið 1915 þar sem þeir stráfelldu franska hermenn með eitrinu. Alls er talið að meira en ein komma þrjár milljónir manna hafi dáið af völdum efnavopna í fyrri heimsstyrjöldinni, þar af allt að þrjú hundruð þúsund almennir borgarar. Þó að gasinu væri almennt beint gegn hermönnum reyndist mjög erfitt að stýra útbreiðslu þess í breytilegum vindáttum og oft lagði ský af eitri yfir íbúabyggðir í nágrenni við stórar orrustur. Þar sem efnavopn höfðu aldrei verið notuð í svo miklum mæli áður voru flestir algjörlega óviðbúnir; almenningur hafði ekki aðgang að gasgrímum og ekkert kerfi var til staðar til að vara íbúa við yfirvofandi gasárásum. Pempíuskapur að nota ekki efnavopnWikimedia CommonsVið stríðslok árið 1918 sátu margar þjóðir uppi með miklar birgðir efnavopna en þeim var ekki eytt með viðunandi hætti. Í mörgum tilvikum var eitrið einfaldlega urðað skammt frá byggð eða því sturtað út í sjó. Allt að sextíu og fimm þúsund tonnum eiturs var dælt út í Eystrasaltið eftir stríð. Enn finnast reglulega leifar slíkra efna í Belgíu, Frakklandi og víðar. Eftir óhugnaðinn sem fylgdi útbreiddum efnavopnahernaði í fyrri heimsstyrjöldinni varð hann mjög umdeildur. Leynileg skjöl, sem nú hafa verið gerð opinber, sýna hins vegar að þróun efnavopna hélt áfram á bak við tjöldin og flest stórveldi ætluðu sér greinilega stóra hluti á þessu sviði í framtíðinni. Winston Churchill var sérstakur talsmaður efnavopna og mælti með notkun þeirra bæði gegn kommúnistum í Rússlandi og Indverjum sem mótmæltu stjórn Breta. „Ég er ákaflega fylgjandi því beita eiturgasi gegn ósiðmenntuðum ættbálkum,“ sagði Churchill. Hann kallaði það pempíuskap að setja sig gegn slíkum árásum og hæddist að áhyggjum pólitískra andstæðinga sinna af velferð innfæddra Indverja. Sagðist Churchill ekki sjá neitt ósanngjarnt við að beita eiturgasi við slíkar aðstæður, hann hefði ekki áhyggjur af því þó að einhver Indverji fengi hnerrakast. Alls sendu Bretar fimmtíu þúsund eitursprengjur til Rússlands árið 1919, þar sem þeim var varpað á bæi og þorp sem höll voru undir Bolsjévika. Á millistríðsárunum stofnuðu Þjóðverjar til samstarfs við Sovétríkin um áframhaldandi þróun efnavopna, sem skilaði miklum árangri á þriðja áratugnum. Það þrátt fyrir að notkun efnavopna hafi formlega verið bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925. Eftir að nasistar komust til valda stofnuðu þeir eiturvopnahersveitir sem voru sérþjálfaðar og útbúnar til að beita alls kyns eiturgasi á vígvellinum og Sovétmenn gerðu hið sama. Þrátt fyrir það reyndust aðstæður oftar en ekki óheppilegar fyrir notkun efnavopna og hvorki bandamenn né öxulveldin beittu þeim mikið í hernaði. Nasistar nýttu þó rannsóknir sínar í þágu fjöldamorða þegar leið á stríðið og byggðar voru útrýmingarbúðir með gasklefum fyrir gyðinga og aðra sem lýstir voru réttdræpir. Ein vinsæl kenning, sem er sögð skýra litla efnavopnanotkun í sjálfum hernaði seinna stríðs, er að Adolf Hitler hafi sjálfur orðið fyrir taugaáfalli í eiturgasárás þegar hann var hermaður í fyrra stríðinu. Samkvæmt skjölum frá þeim tíma missti Hitler tímabundið sjón og var lengi að jafna sig á spítala. Hann lá enn í sjúkrarúmi sínu þegar honum bárust fregnir af uppgjöf Þjóðverja í stríðinu og seinna sagðist hann hafa risið úr rekkju sinni og þrumað yfir nærstadda: „Nei, nú fer ég í stjórnmál!“ – með afdrifaríkum afleiðingum sem flestir þekkja. Við Nürnberg-réttarhöldin eftir stríðið gaf Hermann Göring aðra skýringu: Skortur á eldsneyti hafi neytt Þjóðverja til að nota hesta til hergagnaflutninga og skepnurnar þyldu illa gas. Hryðjuverk, leynimakk og áróðurVísir/AFPÁ eftirstríðsárunum voru það aðallega Bandaríkin og Sovétríkin sem stóðu fyrir umfangsmikilli þróun og framleiðslu efnavopna á laun, í trássi við alþjóðalög. Almenningsálit á vesturlöndum og víðar hefur snúist mjög gegn efnavopnahernaði en þó eru nokkur dæmi um notkun á eiturgasi síðustu áratugi. Það gerðist í borgarastríðinu í Jemen á sjöunda áratugnum, í Ródesíustríðinu áratug síðar, í landamæradeilu Víetnama og Taílendinga 1985, í stríði Írans og Íraks á níunda áratugnum, í borgarastríðinu í Angóla og loks í Sýrlandi á síðustu árum. Auk þess beitti Saddam Hussein eiturgasi gegn Kúrdum í noðurhluta Íraks og nokkur hryðjuverkasamtök hafa framleitt efna- og sýklavopn. Fyrsta hryðjuverkaárásin, þar sem eiturgasi var beitt, var í Japan árið 1994 þegar sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo notaði saríngas til að ráðast á almenna borgara í jarðlestarkerfi tveggja borga. 20 létust og meira en fimm þúsund þurftu aðhlynningu. Síðan þá hefur verið mikill ótti við að hermdarverkasamtök á borð við al Kaída reyni að komast yfir slík efni. Fundist hafa myndbönd sem sýna tilraunir liðsmanna samtakanna með einhverskonar taugagas sem virðist bana dýrum hratt og er talið vera sarín. Að lokum ber að nefna hið svokallaða rússneska „Novichok“ taugaeitur sem er sagt hafa verið notað gegn andstæðingi Pútíns Rússlandsforseta í Salisbury í Bretland á dögunum. Það mál er hins vegar afar umdeilt, ekki síst vegna þessa að mikil leynd ríkir yfir því nákvæmlega hvers konar efni Novichok á að vera. Nafnið þýðir einfaldlega „nýliði“ á rússnesku og er samheiti yfir flokk efna sem voru þróuð á leynilegri sovéskri rannsóknarstöð undir lok kaldastríðsins. Að sögn uppljóstrara var tilgangur Novichok áætlunarinnar að finna ný efni sem vesturveldin hefðu ekki tækni til að greina eða verjast. Efnavopnahernaður er ekki nýr af nálinni og verður væntanlega ekki upprættur á næstunni þrátt fyrir alþjóðlegar samþykktir. Þó að notkun efnavopna vekji almennt óhug í dag eru enn margir sem sjá ástæður til að grípa til þeirra í neyð eða jafnvel áróðursskyni. Þannig er frægt hvernig ríkisstjórn George W. Bush notaði ótta almennings við efnavopnaáætlun Saddams Hussein til að réttlæta innrás í Írak. Þau vopn fundust aldrei en óttinn við að þau gætu verið til staðar nægði einn og sér til að setja af stað afdrifaríka atburðarás og hrinu átaka í Miðausturlöndum sem enn sér ekki fyrir endann á.
Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira